Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

76. fundur 02. október 2019 kl. 18:00 - 21:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Staða verkefna á BíG 2019 og 2020

1908220

Forstöðumaður kynnir stöðu verkefna sem eru í gangi á Byggðasafninu í Görðum.
Forstöðumaður greindi frá stöðu verkefna á Byggðasafninu, þ.m.t. ný grunnsýning, viðhaldsmál, kútter Sigurfari, byggingu bátahúss og áherslur í rekstri safnsins 2020.
Formaður nefndarinnar greindi frá því að hann og forstöðumaður hittu fyrr í dag arkitekta sýningarhúss safnsins, þá Ormar Þór Guðmundsson og Örnólf Hall, þar sem upphaflegar teikningar hússins voru m.a. lagðar fram. Ákveðið að ræða mögulega framtíðar uppbyggingu sýningarhúss á næsta fundi nefndarinnar.

2.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Forstöðumaður stýrir vinnu við ákvörðun á áherslum málaflokksins í fjárhagsáætlunargerð ársins 2020.
Forstöðumaður lagði fram vinnuskjal með drögum að áherslum í fjárhagsáætlunargerð ársins 2020. Forstöðumanni falið að koma áherslum nefndarinnar áfram í fjárhagsáætlunarferli kaupstaðarins.

Jónella Sigurjónsdóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar yfirgefur fund.

3.Bókasafn framtíðarinnar

1901099

Forstöðumaður leggur fram drög að áherslum í framtíðarsýn bókasafnsins sem eru unnin upp úr niðurstöðum frá vinnustofum.
Nefndin rýndi í drög sem voru lögð fram og unnið var úr ábendingum nefndarmanna. Forstöðumanni falið að kynna niðurstöður fyrir bæjarráði og að þær verði lagðar fyrir ráðið.

4.Rekstur og umsjón Bíóhallarinnar - útboð

1908314

Forstöðumaður leggur fram tilboð sem barst í rekstur og umsjón Bíóhallarinnar. Tilboðið skal metið af nefndinni og tillaga til bæjarráðs mótuð.
Ólafur Páll Gunnarsson, formaður nefndarinnar, vék af fundi undir þessum lið.
Fyrirliggjandi tilboð var metið af nefndinni. Forstöðumanni falið að koma tillögu nefndarinnar til bæjarráðs.

5.Baskaganga seinni hluti

1910007

Forstöðumaður leggur fram innsent erindi til umfjöllunar og afgreiðslu hjá nefndinni.
Nefndin tók vel í erindið en bendir á að byrjað verður að taka við umsóknum um menningarstyrki fyrir árið 2020 um áramót og hvetur eindregið til þess að umsóknin rati í umsóknarferlið.

6.HEIMA-SKAGI tónlistarhátíð

1910008

Forstöðumaður leggur fram innsent erindi til umfjöllunar og afgreiðslu hjá nefndinni.
Hlédís Sveinsdóttir kynnti verkefnið Heima-Skagi. Að kynningu lokinni yfirgaf Hlédís fundinn og Ólafur Páll Gunnarsson, formaður nefndarinnar vék af fundi.
Nefndin fagnar því frumkvæði sem sýnt er af forkólfum verkefnisins og lýsir ánægju sinni með þessa nýjung á dagskrá Vökudaga. Forstöðumanni falið að koma óskum nefndarinnar um stuðning við verkefnið á framfæri.

Fundi slitið - kl. 21:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00