Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

68. fundur 26. mars 2019 kl. 18:00 - 21:00 í Garðakaffi
Nefndarmenn
 • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Bíóhöllin - samningur 2019

1902094

Forstöðumaður stýrir umræðum um samning um rekstur Bíóhallarinnar á Akranesi. Leigutaki verður boðaður á fundinn undir þessum lið.
Forstöðumaður stýrði umræðum um núverandi rekstur í húsnæðinu og möguleika í framtíðar rekstri hússins. Starfsemin í húsinu gegnir bæði mikilvægu hlutverki í menningarlífi bæjarbúa og eykur hróður bæjarins út á við og því mikilvægt að tryggja áframhaldandi starfsemi Bíóhallarinnar.

2.Samstarfssamningur Héraðsskjalasafna

1903160

Starfsmaður Héraðsskjalasafns kynnir samstarfssamning héraðsskjalasafna sem er lagður fram til samþykktar nefndarinnar.
Starfsmaður Héraðsskjalasafns Akraness kom á fund og svaraði spurningum nefndarmeðlima. Nefndin samþykkir fyrirlagðan samning.

3.Viðhaldsframkvæmdir 2019

1903144

Forstöðumaður kynnir stöðu viðhaldsframkvæmda safnsins á árinu 2019.
Forstöðumaður upplýsti nefndarmeðlimi um stöðu viðhaldsframkvæmda og að þær hafi verið umfangsmeiri og kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í upphafi vegna ófyrirséðra ástæðna. Óskað var eftir viðbótarfjármagni til að ljúka við löngu tímabært viðhald.

4.Staða verkefna í byggðasafni, bókasafni og héraðsskjalasafni - 2017 og 2018

1709091

Forstöðumaður kynnir stöðu verkefna á Byggðasafni og gengið verður um safnhús.
Forstöðumaður kynnti stöðu verkefna á Byggðasafni og gekk með nefndarmeðlimum um safnhús.

5.Styrkir vegna menningar- og íþróttamála 2019

1812034

Forstöðumaður leggur fram eina styrkumsókn til endurskoðunar eftir afgreiðslu nefndarinnar þann 7. janúar 2019.
Styrkumsókn var endurskoðuð og ákveðið að styrkja verkefni.

6.Bókasafn framtíðarinnar

1901099

Forstöðumaður kynnir stöðu verkefnisins og næstu skref.
Lagt er til að vinnustofa nefndar og starfsmanna bókasafns fari fram miðvikudaginn 1. maí eða í tvennu lagi 2. og 6. maí. Forstöðumanni falið að kanna málið með hlutaðeigandi aðilum. Mögulega verður þörf á að fresta vinnustofu fram yfir sumarleyfi.

7.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2019

1901344

Forstöðumaður leggur fram tillögu að starfsáætlun málaflokksins 2019
Erindi frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00