Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

65. fundur 07. janúar 2019 kl. 18:00 - 20:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Breytingar á starfsmannahaldi á söfnum

1810155

Forstöðumaður kynnir breytingar á starfsmannamálum safnanna fyrir nefndinni.
Forstöðumaður fór yfir og kynnti breytingarnar sem um ræðir. Eina fjáraukningin sem breytingarnar fela í sér er 25% aukning á stöðugildi á Byggðasafni, aðrar breytingar eru tilfærslur á milli stofnana.

2.Bókasafn framtíðarinnar

1901099

Forstöðmaður leggur fram verkefnistillögu til afgreiðslu.
Forstöðumanni falið að óska eftir fjármunum frá bæjarráði til verkefnisins í samræmi við framlagða verkefnistillögu.
Forstöðumanni jafnframt falið að skipuleggja heimsókn á bókasöfn á höfuðborgarsvæðinu.

3.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2020-2022

1806199

Forstöðumaður upplýsir nefndina um fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2019.
Forstöðumaður fór yfir fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2019. Nefndin lýsir yfir óánægju með að ekki hafi fengist fjármagn til að vinna verkefni tengd viðburðahaldi sem stuðla að framgangi nýrrar menningarstefnu, t.d. barnamenningarhátíð.
Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar yfirgefur fundinn.

4.Styrkir vegna menningar- og íþróttamála 2019

1812034

Forstöðumaður leggur fram til umræðu þær 20 styrkumsóknir sem bárust í menningartengd verkefni.
Farið var yfir umsóknir og nefndin lagði fram tillögu að styrkúthlutunum. Forstöðumanni falið að koma tillögunni í farveg.

Fundi slitið - kl. 20:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00