Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

61. fundur 17. september 2018 kl. 19:00 - 21:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Styrkir vegna menningar- íþrótta- og atvinnumála 2018

1711170

Forstöðumaður kynnir fyrstu drög að yfirförnum reglum sem og stöðu verkefna sem voru styrkt fyrr á árinu.
Nefndin ræddi og uppfærði drög að reglum fyrir styrkveitingu til menningarverkefna. Forstöðumaður kynnti svör frá styrkþegum 2018 fyrir nefndinni.

2.Blústónleikar á Vökudögum 2018 - umsókn um styrk

1809083

Innsent erindi tekið til umræðu hjá nefndinni.
Akraneskaupstaður styrkir menningarverkefni árlega í gegnum sérstakt umsóknarferli sem opnar 1. nóvember ár hvert.
Kaupstaðurinn skapar umgjörð um Vökudaga m.a. með því að koma viðburðunum á framfæri bæði í auglýstri dagskrá og á samfélagsmiðlum eða leggja til aðstöðu og aðra aðstoð eftir fremsta megni. Forstöðumanni falið að svara erindi út frá umræðum á fundinum.


3.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017-2018

1703123

Unnið að skilgreiningu verkefna til að framfylgja Menningarstefnu Akraness.
Nefndin vann að skilgreiningu verkefna sem verður framhaldið á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00