Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

44. fundur 23. ágúst 2017 kl. 17:00 - 18:50 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Steampunk Iceland ævintýrahátíðin

1708009

Styrkumsókn vegna Steampunk Iceland ævintýrahátíðarinnar sem haldinn var í fyrsta sinn hér á Akranesi 18.-20. ágúst sl.
Hörður Óskar Helgason víkur af fundi.
Menningar- og safnarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að veita verkefninu styrk að upphæð 100.000 kr. af þeim fjármunum sem nefndin hefur til umráða.

2.Sjómannadagurinn 2017

1703129

Stutt kynning forstöðumanns á framkvæmd viðburðarins.
Hörður Óskar Helgason kom aftur inn á fund.
Menningar- og safnanefnd þakkar forstöðumanni góð störf í tengslum við undirbúning og framkvæmd viðburðarins.

3.17. júní 2017

1703214

Stutt kynning forstöðumanns á framkvæmd viðburðarins.
Menningar- og safnanefnd þakkar forstöðumanni góð störf í tengslum við undirbúning og framkvæmd viðburðarins.

4.Írskir dagar 2017

1703036

Stutt kynning forstöðumanns á framkvæmd viðburðarins.
Menningar- og safnanefnd þakkar forstöðumanni sérstaklega góð störf í tengslum við undirbúning og framkvæmd viðburðarins og góð tengsl við veðurguðina.

5.Menningarnótt - Akranes heiðursgestur

1707027

Stutt kynning forstöðumanns á framkvæmd viðburðarins.
Menningar- og safnanefnd þakkar forstöðumanni góð störf í tengslum við undirbúning og framkvæmd viðburðarins.

6.Minjar frá SR

1708047

Formaður menningar- og safnanefndar kynnir hugmyndir varðandi minjar SR.
Menningar- og safnanefnd felur formanni nefndarinnar og forstöðumanni að vinna áfram að málinu í samráði við viðeigandi aðila.

7.Skagamenn - fólkið sem byggði bæinn á Akranesi

1707013

Bæjarráð vísar erindi til umsagnar í menningar- og safnanefnd.
Menningar- og safnanefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að farið verði í viðræður um samstarf um þessa útgáfu.

8.Bókagjöf Sr. Björns Jónssonar

1708141

Óskað er eftir heimild til að selja þær bækur úr gjöf séra Björns heitins sem ekki nýtast Bókasafni Akraness. Þetta eru um 6.000 bækur, blöð, bæklingar sem hafa verið í geymslu frá því að gjöfin var yfirfarin.
Menningar- og safnanefnd veitir heimild til sölu verkanna enda verði andvirði varið í viðgerðir/forvörlsu á verkum í Björnssafni.

9.Framtíð flygils sem er staðsettur á Bókasafni Akraness

1708151

Forstöðumaður kynnir stöðu flygilsins.
Flygillinn var fengin að láni hjá Bíóhöllinni á Vökudögum 2014 og hefur staðið á bókasafninu síðan. Formanni menningar- og safnanefndar er falið að finna flyglinum nýjan stað.

Fundi slitið - kl. 18:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00