Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

41. fundur 16. maí 2017 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður
Dagskrá

1.Útilistaverk við strönd

1511348

Forstöðumaður kynnir erindi frá tveimur listakonum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Forstöðumanni falið að svara listakonum í samræmi við umræður á fundinum.

2.Listaverk á vegg Sementsverksmiðjunnar

1705104

Forstöðumaður kynnir erindi listamanns.
Nefndin tekur mjög vel í erindið og forstöðumanni er falið að leggja til við bæjarráð að erindið verði samþykkt.

3.Kostnaður vegna frágangs skjala stofnanna - Héraðsskjalasafn

1704132

Forstöðumaður kynnir tillögu um gjaldtöku fyrir frágang og skráningu skjala skilaskyldra stofnanna Akraneskaupstaðar til Héraðsskjalasafns.
Nefndin samþykkir tillögu þannig að gjaldinu verði bætt við gjaldskrá Héraðsskjalasafns og stuðst við gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands. Skýrt verði tekið fram að gjaldið eigi einungis við um skilaskyldar stofnanir Akraneskaupstaðar.

4.Bæjarlistamaður Akraness 2017

1704131

Forstöðumaður leggur fram lista yfir tillögur um bæjarlistamann 2017.
Forstöðumanni falið að koma tillögu nefndarinnar ásamt rökstuðningi til bæjarstjórnar.

5.17. júní 2017

1703214

Forstöðumaður leggur fram drög að dagskrá.
Forstöðumaður lagði fram drög að dagskrá og er falið að vinna áfram að málinu. Ræddar voru hugmyndir um mögulega fjallkonu og ræðumann dagsins.

6.Írskir dagar 2017

1703036

Forstöðumaður leggur fram drög að dagskrá.
Forstöðumaður lagði fram drög að dagskrá og leggur til að ekki verði ráðinn sérstakur verkefnastjóri þetta árið. Nefndin lagði áherslu á að atriði á vegum kaupstaðarins verði frekar færri og veglegri.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00