Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

28. fundur 17. maí 2016 kl. 17:30 - 19:50 í Bókasafni Akraness, Dalbraut 1
Nefndarmenn
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Kristinn Pétursson aðalmaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður
Dagskrá
Halldóra Jónsdóttir, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir og Nanna Þóra Áskelsdóttir voru viðstaddar upphaf fundarins.

1.Bókasafn - ársskýrsla 2015 (söfn á Dalbraut 1)

1604167

Bæjarbókavörður, héraðsskjalavörður og skrifstofustjóri leggja fram ársskýrslu Bókasafns og Héraðsskjalasafns, þ.m.t. ljósmyndasafns til kynningar.
Bæjarbókavörður fór yfir helstu atriði ársskýrslu Bóksafns Akraness fyrir árið 2015. Því næst fór héraðsskjalavörður yfir ársskýrslu Héraðsskjalasafns Akraness 2015. Að því búnu fór skrifstofusjóri yfir lykil upplýsingar fyrir Ljósmyndasafn Akraness 2015.
Halldóra Jónsdóttir, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir og Nanna Þóra Áskelsdóttir viku af fundi

2.Menningarmál - starfsáætlun 2016

1511349

Forstöðumaður fer yfir fjárhagsáætlun fyrir Menningarmál fyrir árið 2016.
Forstöðumaður kynnti kostnað við menningarviðburði sem eru afstaðnar á árinu og áætlun fyrir það sem eftir lifir árs.
Þá voru málefni tengd 17. júní rædd sérstaklega.

3.Listaverkasafn Akraness

1512175

Forstöðumaður upplýsir um kostnað við skráningu listaverka í Sarp og hvað felist í þeim kostnaði.
Forstöðumaður kynnti kostnað við skráningu listaverka í Sarp.
Nefndin leggur til að listaverkasafn Akraness verði skráð í Sarp.

4.Sjómannadagurinn 2016

1602210

Forstöðumaður upplýsir um stöðu mála varðandi dagskrá á Sjómannadaginn 2016
Forstöðumaður fór yfir hugmyndir að dagskrá og samvinnu við Björgunarfélagið varðandi Sjómannadaginn.

5.Rekstur kaffihúss á Byggðasafninu í Görðum (Garðakaffi)

1604095

Forstöðumaður fer yfir samningsferli við nýja rekstraraðila
Forstöðumaður greindi frá ferli við gerð samnings við nýja rekstraraðila Garðakaffis.

Fundi slitið - kl. 19:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00