Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

27. fundur 19. apríl 2016 kl. 17:30 - 19:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Kristinn Pétursson aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður
Dagskrá

1.Rekstur kaffihúss á Byggðasafninu í Görðum (Garðakaffi)

1604095

Forstöðumaður leggur fram forgangsraðaðan lista yfir umsóknir og óskar eftir heimild til að semja við aðila skv. þeirri röð. Samningur skuli vera með sömu forsendum og samningur við fráfarandi rekstraraðila.
Nefndin felur forstöðumanni að ganga til samninga við umsækjendur skv. umræðum á fundinum.

2.Starf verkefnastjóra vegna Kútters Sigurfara - 50% starf í 6 mánuði

1604048

Forstöðumaður upplýsir Menningar- og safnanefnd um ráðningu verkefnastjóra og næstu skref í verkefninu.
Ráðningarferli og ráðning kynnt.

3.Merkingar á útilistaverkum og öðrum markverðum stöðum

1503240

Tilboð í viðhald á Pýramídískri afstrasjón lagt fram og óskað eftir samþykki nefndarinnar.
Nefndin samþykkir fyrirlagt tilboð frá Dunganon ehf. og felur forstöðumanni að ganga frá samningi enda rúmist kostnaður vel innan fjárhagsáætlunar 2016. Áætlað er að viðgerð hefjist á næstu vikum.

4.Listaverkasafn Akraness

1512175

Forstöðumaður upplýsir um kostnað við skráningu listaverka í Sarp. Upprifjun á ástæðu fyrir skráningu verkanna í Sarp.
Forstöðumanni falið að fá frekari sundurliðun á kostnaði. Forstöðumanni einnig falið að skoða hvort kaupstaðnum séu sett einhver lög eða reglur varðandi skráningu listaverka.

5.Írskir dagar 2016

1512253

Forstöðumaður leggur fram tillögu að reglu fyrir tímasetningu á Írskum dögum.
Nefndin leggur til eftirfarandi reglu: Hátíðin skal haldin fyrstu helgina í júlí, þar sem laugardagur og sunnudagur eru báðir í júlí. Nefndin vill ítreka að Írskir dagar 2016 munu verða haldnir 30. júní - 3. júlí, altso fyrstu helgina í júlí.
Bæjarstjóri kom inn á fund

6.Kvikmyndahátíð á Akranesi

1604096

Bæjarstjóri kynnir hugmyndir um kvikmyndahátíð á Akranesi
Bæjarstjóri kynnti hugmynd um kvikmyndahátíð á Akranesi.
Bæjarstjóri yfirgaf fund

7.Menningarmál - starfsáætlun 2016

1511349

Forstöðumaður fer yfir fjárhagsáætlun fyrir Menningarmál fyrir árið 2016
Forstöðumanni falið að koma með upplýsingar um áfallinn kostnað á árinum. Umræðum frestað til næsta fundar.

8.Fyrirspurn varðandi afnot að Akranesvita og húsnæði Byggðasafnsins í Görðum

1604168

Forstöðumaður fer yfir fyrirspurn listamanna um afnot að Akranesvita og húsnæði Byggðasafnsins í Görðum
Forstöðumanni falið að gera samkomulag við listamenn varðandi aðgang að húsnæði Byggðasafnsins í Görðum í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00