Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

25. fundur 23. febrúar 2016 kl. 17:30 - 19:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Kristinn Pétursson aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Hlini Baldursson aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður
Dagskrá

1.Írskir dagar 2016

1512253

Farið yfir áherslur fyrir hátíðina í ár.
Áherslur verði þær sömu og á seinasta ári.

2.Miðja Akraness

1412187

Staða verkefnis og forgangsröðun rædd.
Ákveðið að málinu sem slíku verði lokað en að merking á miðju Akraness verði hluti af máli 1503240 (Merkingar á útilistaverkum). Heiti þess máls verði jafnframt breytt þannig að það heiti "Merkingar á útilistaverkum og öðrum markverðum stöðum".

3.Írsku vetrardagarnir

1601365

Staða verkefnis og forgangsröðun rædd.
Nefndin var mjög hrifin af hugmyndum Mariu Neve og vinnu hennar. Vilji er á að endurtaka fyrirlestur frá Írskum dögum 2015. Forstöðumanni menningar- og safnamála falið að ræða við Mariu um að taka ákveðna viðburði til framkvæmdar að höfðu samráði við forstöðumann.

4.Listaverkið "Stúlka með löngu"

1410034

Staða verkefnis og forgangsröðun rædd.
Ákveðið að málinu sem slíku verði lokað en að lagfæringar á listaverkinu og staðsetning þess verði hluti af máli 1503240 (Merkingar á útilistaverkum). Heiti þess máls verði jafnframt breytt þannig að það heiti "Merkingar á útilistaverkum og öðrum markverðum stöðum".

5.Útilistaverk við strönd

1511348

Staða verkefnis og forgangsröðun rædd.
Málið er í vinnslu hjá listamanni.

6.Byggðasafnið - framtíðarsýn

1602055

Forstöðumaður menninga- og safnamála fer yfir skipulag stefnumótunarvinnu fyrir safnasvæðið.
Ánægja var með tímalínu stefnumótunarvinnu.

7.Sjómannadagurinn 2016

1602210

Rætt um hvaða dagskrá eigi að bjóða uppá á Sjómannasunnudeginum 2016.
Ákveðið að dagskrá verði með svipuðu sniði og undanfarin ár.

8.Merkingar á útilistaverkum

1503240

Rætt um forgangsröðun viðfangsefna sem tilheyra verkefninu.
Vilji til að útlit á merkingum á útilistaverkum verði í samræmi við merkingar á safnasvæði og öðrum markverðum stöðum í bænum. Forstöðumanni menningar- og safnamála falið að vinna að tillögu að vali á útfærslu og forgangsröðun merkinga.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00