Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

22. fundur 29. desember 2015 kl. 17:30 - 20:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Kristinn Pétursson aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir Verkefnastjóri menningarmála
Dagskrá

1.Yfirlit yfir verkefni menningarmála á Akranesi

1512246

Verkefnastjóri lagði fram yfirlit yfir fjölbreytt verkefni menningarmála. Menningar- og safnanefnd ræddi um verkefnin sem framundan eru.

2.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2016

1509390

Umfjöllun um styrkumsóknir.
Menningar- og safnanefnd fjallaði um styrkumsóknir til menningarmála sem voru 16 talsins, samtals að upphæð 5.754.000 kr. Alls eru 2.000.000 til úthlutunar til mennningarmála. Nefndin mun fjalla áfram um málið á næsta fundi sínum.

3.Síbería - listaverk á Breið

1512248

Menningar- og safnanefnd leggur til við bæjarráð að gengið verði frá kaupum á listaverkinu Síberíu af Elsu Maríu Guðlaugsdóttur og fagnar frumkvæði listamannsins. Einnig leggur nefndin til við bæjarráð að verkinu verði fundinn framtíðarstaður í samráði við garðyrkjustjóra og listamanninn sjálfan.

4.Írskir dagar 2016

1512253

Menningar-og safnanefnd óskar eftir því að bæjarstjóri hefji undirbúning að ráðningu verkefnisstjóra fyrir Írska daga 2016 í samráði við nýjan forstöðumann menningar-og safnamála.

5.Verkefnastjóri menningarmála kvaddur

1512247

Fulltrúar í menningar- og safnanefnd vilja færa Önnu Leif Elídóttir, verkefnastjóra menningarmála hjá Akraneskaupstað, sérstakar þakkir fyrir frábært samstarf. Það hefur verið sérstaklega gott að leita til hennar, hún hefur verið ráðagóð, drífandi, samstarfsfús og hugsað lausnamiðað auk þess að vera óeigingjörn á tíma sinn; í alla staði gott að vinna með henni. Anna Leif hefur ávallt staðist fjárhags- og tímaramma í vinnu sinni. Við viljum færa henni kærar kveðjur og óska henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00