Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

8. fundur 17. febrúar 2015 kl. 17:30 - 19:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Elinbergur Sveinsson aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
 • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
Dagskrá
Ingþór B. Þórhallsson formaður ritaði seinni hluta fundargerðar

1.100 ára kosningaréttur kvenna

1408142

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12.02.2015, að leita umsagnar hjá menningar- og safnanefnd varðandi sýningu er varðar aldarlanga sögu heilbrigðisþjónustu á Akranesi í tengslum við 100 ára kosningarétt kvenna.
Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi mætir til fundar til að kynna hugmynd að sýningu um sögu hjúkrunar. Menningar- og safnanefnd leggur til við bæjarráð að stofnaður verði 3 manna starfshópur með það að markmiði að vinna að sýningu um hjúkrun. Sýningin yrði sett upp á Akranesi og myndi opna þann 19. júní nk. Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi kl. 17:40. Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður kynnir verkefni sem bókasafnið hefur sótt um styrki fyrir sem tengjast tímamótunum. Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri og Halldóra Jónsdóttir víkja af fundi kl. 17.55.

2.Menningarmál - samningur um úttekt

1411142

Úttektarskýrsla á rekstri menningarmála hjá Akraneskaupstað
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12.02.2015, að vísa skýrslunni til umsagnar menningar- og safnanefndar.
Nefndin kynnti sér efni skýrslunnar og gerði drög að umsögnum um tillögur skýrsluhöfundar. Nefndin kemur til með að hafa skýrsluna til hliðsjónar í vinnu við stefnumótun í menningar- og safnamálum til næstu fimm ára.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00