Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

2. fundur 17. desember 2014 kl. 17:00 - 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
 • Elinbergur Sveinsson aðalmaður
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Menningar- og safnanefnd starfsáætlun 2015

1412186

Drög að starfsáætlun menningarstofnana lögð fram.
Nefndin ræddi starfsáætlunina. Nefndin stefnir að því að hittast 30. desember nk. á vinnufund vegna starfsáætlunar.

2.Miðja Akraness

1412187

Bréf frá Birni Inga Finsen, dagsett 9. mars 2014 lagt fram.
Nefndin felur verkefnastjóra að setja niður á blað þær hugmyndir sem ræddar voru og koma á framfæri við ferðamálafulltrúa. Verkefnastjóra falið að miðla þeirri vinnu til nefndarinnar á fundi í janúar.

3.100 ára kosningaréttur kvenna

1408142

Bréf frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur dagsett 12. ágúst 2014 tekið til umfjöllunar.
Nefndin hyggst fagna þessum tímamótum og hvetur bæjarbúa, stofnanir og félagasamtök til að koma með hugmyndir að viðburðum og gera afmælinu góð skil á einn eða annan hátt. Nefndin hyggst halda boltanum á lofti út árið 2015 í samráði við verkefnastjóra.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00