Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

51. fundur 30. júní 2004 kl. 16:00 - 16:40

 Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, miðvikud. 30. júní  2004 og hófst hann kl. 16:00.


 

Mættir voru:                  Kristján Sveinsson, formaður,

                                    Björn S. Lárusson,

Varamenn:                    Björn Kjartansson.

                                     

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnarvörður og Jón Pálmi Pálsson, hafnarstjóri, sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1. Beiðni ?Kátir voru karlar ehf.?, dags. 7.6.2004, um styrk vegna ritverks.

Hafnarstjóra falið að skoða málið.

 

2. Gjaldskrármál.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum sem taki gildi 1. júlí 2004.

 

3.  Bréf bæjarráðs, dags. 16.6.2004, ásamt bréfi skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 12.6.2004, varðandi deiliskipulag Akraneshafnar ásamt bréfi skipulagsfulltrúa, dags. 12/6 2004, varðandi sama mál.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu.

 

4. Sameining hafna við Faxaflóa ? Lögfræðileg athugunarefni ? júní 2004.

Lagt fram.

 

5. Bréf Siglingastofnunar, dags. 4.6.2004, varðandi hafnarvernd.

Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir stöðu mála, fram kom m.a. að höfnin hefur nú þegar fengið útgefið vottun frá Siglingastofnun um að höfnin standist þær kröfur sem settar hafa verið fyrir Akraneshöfn.

 

6.  Tilboð í raflagnir í hafnargarðinn.

Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Straumness ehf. í verkið.

 

7. Bréf Stjörnugríss hf., dags. 22.6.2004, þar sem sótt er um lóð við Akraneshöfn til þess að setja upp þrjú fóðursíló.

Hafnarstjóra falið að ræða við umsækjanda.  Bréfið lagt fram.

 

8. Bréf samgönguráðuneytis, dags. 21.5.2004, varðandi endurskoðun hafnarreglugerða einstakra hafna landsins.

Samþykkt að vísa erindinu til samráðsnefndar um sameiningu hafnanna.

 

9. Bréf Siglingastofnunar, dags. 29.6.2004, varðandi samgönguáætlun 2005-2008, kafli 3, siglingamál, drög til umsagnar.

Samþykkt að taka málið til umfjöllunar á næsta fundi hafnarstjórnar.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00