Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

40. fundur 27. júní 2003 kl. 12:00 - 13:00

Fundur hafnarstjórnar Akraness föstudaginn 27. júní 2003
kl. 12:00 á bæjarskrifstofunni við Stillholt 16-18.



Mættir: Kristján Sveinsson,
 Björn S. Lárusson,
 Herdís Þórðardóttir,
 Gunnar Sigurðsson.

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður Gísli Gíslason, hafnarstjóri og, sem einnig ritaði fundargerð.


1. Bréf Hafnarsambands sveitarfélaga til aðildarhafna dags. 16. júní 2003 varðandi ný hafnalög.
Lagt fram.

 

2. Minnisblað hafnarstjóra, dags. 25. júní 2003, varðandi gjaldskrá og rekstrarform Akraneshafnar ásamt nýrri gjaldskrá útgefinni af samgönguráðneytinu og gögnum varðandi gjaldskrár.
Hafnarstjóri lagði fram tillögu sem hafnarstjórn samþykkti.  Hafnarstjóra falið að gera notendum hafnarinnar grein fyrir breytingunum.

 

3. Bréf Sementsverksmiðjunnar dags. 23. júní 2003 varðandi þörf á dýpkun við Faxabryggju vegna flutninga á sementi.
Hafnarstjóra falið að óska eftir upplýsingum frá Siglingastofnun um umfang verksins.

 

4.  Önnur mál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi útboð á þekju aðalhafnargarðs, rafmagnsmál á flotbryggju og stöðu mála varðandi útlagningu á flotbryggjum og endurbætur á Ferjubryggju.


Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl. 13:00.
 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00