Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

35. fundur 14. apríl 2003 kl. 12:00 - 13:30

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, mánudaginn  14. apríl 2003 og hófst hann kl. 12:00.


Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður
 Björn S. Lárusson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

1. Bréf Siglingastofnunar, dags. 9.4.2003, varðandi útboð á stálþili.
Eftirfarandi tilboð bárust:

 

 

Hagtak h.f.

kr. 45.408.500

Skóflan h.f.

kr. 49.490.000

Guðlaugur Einarsson ehf.

kr. 50.001.840

Íslenskir verktakar

kr. 50.797.450

Gáma- og tækjaleiga Austurlands

kr. 60.222.580

Elinn ehf.

kr. 70.983.740

Kostnaðaráætlun

kr. 68.540.740

 

Hafnarstjórn samþykkir að fela Siglingastofnun að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Hagtak hf.

 

2. Viðræður við skipulagsfulltrúa kl. 12:00 varðandi endurskoðun deiliskipulags hafnarinnar.
Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir helstu atriðum varðandi
deiliskipulag hafnarinnar.  Ýmislegt var rætt varðandi einstök atriði og
ákveðið að hitta skipulagsfulltrúa fljótlega aftur.

 

3. Tillaga varðandi löndunaraðstöðu smábáta og lóð fyrir fiskmarkað.
Hafnarstjórn Akraness samþykkir að færa löndunaraðstöðu smábáta frá Bátabryggju yfir á Ferjubryggju.  Nú þegar verði tveir kranar færðir yfir á Ferjubryggju, en óskað eftir því við samgönguráðuneytið að framkvæmdum við klæðningu austurhliðar Ferjubryggju verði flýtt frá árinu 2006 til ársins í ár. Hafnarstjóra er falið að óska eftir umræddri flýtingu og hefja undirbúning framkvæmda. Þegar því verki er lokið verði þriðji löndunarkraninn færður á bryggjuna.  Þá samþykkir hafnarstjórn að taka upp viðræður við Fiskmarkað Íslands um möguleika á flutningi starfsemi þeirra á hafnarsvæðið við Ferjubryggju.
Hafnarstjórn samþykkir að fela yfirhafnaverði að færa kranana í samræmi við framangreinda tillögu.

 

4. Staðsetning flotbryggja.
Gerð var grein fyrir tillögu um staðsetningu þeirra flotbryggja sem höfnin á
og er yfirhafnarverði falið að annast framkvæmd málsins.

 

5. Flýting framkvæmda við klæðningu Ferjubryggju.
Lagt fram bréf hafnarstjóra til hafnarráðs, samgönguráðuneytis og
Siglingastofnunar.  Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

 

6. Fundur með smábátaeigendum þriðjudaginn 15. apríl 2003.
Lagt fram fundarboð til smábátaeigenda.  Formaður gerði grein fyrir málinu.

 

7. Sameiginlegur fundur með stjórn Grundartangahafnar.
Samþykkt að stefna að sameiginlegum fundi mánudaginn 5. maí n.k. kl.
16:00.

 

8. Ný hafnalög.
Lagt fram.

 

9. Þjónustugjaldskrá Akraneshafnar.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að þjónustugjaldskrá auk þeirrar
viðbótar að innheimt verði gjald vegna sorphirðu að fjárhæð kr. 3.500 fyrir
hverja móttöku.

 

10. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 3.4.2003, varðandi heimasíðu hafnasambandsins.
Lagt fram.

 

11. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 26.3. 2003, varðandi hlutdeild hafna í veiðigjaldi.
Lagt fram.

 

12. Heimasíða Akraneshafnar.
Gerð var grein fyrir málinu.

 

13. Fundargerð verkfundar dags. 10. apríl 2003 vegna dýpkunar hafnarinnar.
Lögð fram.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00