Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

20. fundur 10. janúar 2002 kl. 16:00 - 17:15

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu fimmtud. 10. janúar 2002 og hófst hann kl. 16:00.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Herdís Þórðardóttir.
 

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason.

Fyrir tekið:

1. Gjaldskrá hafnarinnar.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á þjónustugjaldskrá Akraneshafnar sem taki gildi frá 1. febrúar 2002.

2. Bréf Siglingastofnunar, dags. 21.12.2001, um fjárveitingar í höfnum.
Lagt fram.

3. Bréf fjármálaráðuneytis, dags. 21.12.2001, þar sem óskað er eftir upplýsingum um styrki varðandi skipakvíar.
Hafnarstjóra falið að svara erindinu.

4. Dreifibréf, dags. 28.12.2001, um kostnað á rekstri mengunarvarnabúnaðar.
Lagt fram.

5. Samantekt hönnunar hf. varðandi veitumál á hafnarsvæði.
Hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að vinna áfram að málinu.  Hafnarstjóra falið að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup hafnarinnar á vatni og orku.

6. Undirbúningur framkvæmda við aðalhafnargarð.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og er honum falið að vinna áfram að málinu.

7. Drög að samningi við Grundartangahöfn.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að undirrita samninginn með þeim breytingum sem gerð hefur verið grein fyrir.

8. Tilboð í gámaþjónustu við Akraneshöfn.
Tilboð bárust frá Gámaþjónustu Akraness hf. og Gísla Jónssyni.
Yfirhafnarverði falið að leggja samanburð á tilboðunum fyrir hafnarstjórn.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  17:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00