Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

1. fundur 20. janúar 2000 kl. 16:00 - 18:00
Fundur hafnarstjórnar Akraness fimmtudaginn 20. janúar 2000
kl. 16:00 á skrifstofu bæjarins við Stillholt.

Mættir: Guðmundur Vésteinsson formaður
Ágústa Friðriksdóttir
Þorsteinn Ragnarsson
Herdís Þórðardóttir
Pétur Ottesen

Auk þeirra: Gísli Gíslason hafnarstjóri og Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnarvörður

1. Viðræður við fulltrúa Hönnunar hf., Guðrúnu Hilmisdóttur og Elísabetu Pálmadóttur um umhverfis-og öryggisstjórnun hjá höfnum (kl. 16:00).

2. Bréf Siglingastofnunar, dags. 12.1.2000, varðandi hafnaáætlun 2001-2004.
Hafnarstjóra, formanni hafnarstjórnar og yfirhafnarverði
falið að fara yfir þau verkefni sem þarf að vinna.

3. Drög að skýrslu um dráttarbátaþjónustu á Faxaflóa.
Skýrslan lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga frá 10.12.1999.
Fundargerðin lögð fram.

5. Bréf Einars Hermannssonar, dags. 13.1.200, ásamt tillögu að samningi um smíði lóðsbáts.
Hafnarstjóri kynnti stöðu mála. Hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að vinna áfram að málinu.

6. Skipulag hafnarsvæðis.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

7. Viðburðir á afmælisári Akraneshafnar.
Hafnarstjóri og formaður gerðu grein fyrir hugmyndum varðandi málið og tók hafnarstjórn vel í hugmyndirnar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00