Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

146. fundur 07. október 2014 kl. 16:30 - 18:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir varaformaður
  • Kristinn H. Sveinsson Varaáheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Skólastarf í tölum 2014-2015

1408176

Á fundinn mættu Magnús V. Benediktsson skólastjóri Brekkubæjarskóla og Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla áheyrnafulltrúar skólastjórnenda, Borghildur Birgisdóttir og Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnafulltrúar kennara og Elísabet Einarsdóttir áheyrnafulltrúi foreldra frá Skagaforeldrum.
Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu lagði fram upplýsingar um skólastarf í tölum 2014-2015.

2.Innleiðing nýrrar aðalnámskrá í grunnskólum Akraneskaupstaðar

1303205

Hrönn og Magnús gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur verið í og er framundan við innleiðingu og endurskoðun skólanámskrár.

3.Starfsáætlanir grunnskóla 2014-2015

1409064

Starfsáætlanir Brekkubæjarskóla og Grundaskóla lagðar fram. Skólastjórnendur fóru yfir áherslur skólaársins 2014-2015.

4.Skóladagvistir - stöðumat 2014

1410008

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs lagði fram minnisblað um stöðumat skóladagvistar. Umfjöllun um frítímaþjónustu við grunnskólanemendur í 1. - 4. bekk hefur ekki farið fram á vettvangi miðlægrar stjórnsýslu né fagnefndar Akraneskaupstaðar um margra ára skeið. Fagleg orðræða og þróun hefur hins vegar verið umtalsverð á undanförnum árum og því er hér lagt til að stofnaður verði starfshópur sem fjallar um málefni skóladagvista við grunnskólana á Akranesi. Starfshópurinn verði skipaður deildarstjórum skóladagvista, stjórnendum grunnskóla, verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála og fulltrúa fjölskyldusviðs.
Fjölskylduráð samþykkir að starfshópur verði skipaður til að leggja stöðumat á starf skóladagvistar.

5.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2014

1409066

Borist hefur tillaga frá verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála um að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði 18. nóvember 2014 kl. 17.
Fjölskylduráð staðfestir þennan fundartíma.

6.Starfsþróunaráætlun skóla 2014-2015

1410010

Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu lagði fram sameiginlega starfsþróunaráætlun skóla 2014-2015.
Magnús, Hrönn, Borghildur, Hjördís og Elísabet viku af fundi kl. 17:40.

7.Talmeinafræðingur - aukning á stöðugildi

1409180

Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri Vallarsels lagði fram bréf fyrir hönd leikskólastjóra á Akranesi á síðasta fundi fjölskylduráðs um mikilvægi þessa að auka við stöðuhlutfall talmeinafræðings í sérfræðiþjónustu fjölskyldusviðs með starfssvið í leikskólum. Fjölskylduráð óskaði eftir frekari upplýsingum um kostnað við aukningu á stöðuhlutfalli og tölulegar upplýsingar um tilvísanir til talmeinafræðings frá Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra. Helga lagði fram minnisblað um áætlaðan kostnað vegna aukningar stöðu talmeinafræðings í leikskólum úr 25% í 80%.
Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð veitt verði fjárveiting í þessa stöðuaukningu frá og með 1. janúar 2015.

Fundi slitið - kl. 18:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00