Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

27. fundur 06. janúar 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skýrslur Fjölskyldustofu 2009

912053



Á fundinn mættu Sigurveig Sigurðardóttir, Birgir Þ. Guðmundsson sálfræðingar og Bergrós Ólafsdóttir talmeinafræðingur sérfræðiþjónustu skóla og Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri. Kynntu þau helstu þætti úr ársskýrslu sérfræðiþjónustu skólanna frá skólaárinu 2008-2009.Talsverðar umræður urðu um efni skýrsluna. Gestir fundarins yfirgáfu fundinn kl.17:15.

2.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

911055




Bæjarráð óskaði eftir umsögn fjölskylduráðs vegna fyrirspurnar frá Hvalfjarðarsveit. Fyrirspurn Hvalfjarðarsveitar laut að rekstrarkostnaði Tónlistarskólans og skiptingu kostnaðar milli sveitarfélaganna. Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um málið sem verður sent til bæjarráðs.

3.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.

912005






Bæjarráð óskaði eftir umsögn fjölskylduráðs vegna beiðni Knattspyrnufélags ÍA um viðræður við Akraneskaupstað um að félagið taki yfir rekstur knattspyrnuvallar á Jaðarsbökkum ásamt fleiri atriðum. Fjölskylduráð telur eðlilegt að málið verði skoðað og að viðræður eigi sér stað við Knattspyrnufélag ÍA. Fjölskylduráð telur mikilvægt að hagsmunir allra notenda verði hafðir til hliðsjónar og óskar eftir að ef að samningnum verður þá fái fjölskylduráð hann til umsagnar áður en til endanlegrar afgreiðslu kemur. KJ tekur ekki afstöðu til þessa máls.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00