Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

8. fundur 08. apríl 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skóladagatal 2009 -2010

902132

Fyrir fundinum lá tillaga að skóladagatali vegna skólaársins 2009 - 2010. Gert er ráð fyrir að grunnskólarnir hefji starf með nemendum 25. ágúst 2009 og starfinu lýkur 3.júní 2010. Fjölskylduráð staðfestir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

2.Samræmd próf 2008

902130






Með fundarboði voru sendar upplýsingar um niðurstöður samræmdra prófa í 4., 7. og 10. bekk árið 2008 í báðum grunnskólum. Rætt var um hvernig niðurstöður samræmdra prófa eru nýttar í skólastarfinu og hvernig samvinnu við foreldra er háttað. Engin samræmd próf verða í 10. bekk þetta árið en næsta haust verða könnunarpróf í 10. bekk að hausti. Rætt um hvernig best er að ganga frá námsmati við lok 10. bekkjar þannig að hægt verði að gera athugasemdir við matið áður en að útskrift kemur.




Áheyrnarfulltrúar viku af fundi kl. 16:40

3.Vinnuskóli Akraness - starfsemi sumarið 2009

904020




Einar Skúlason rekstrarstjóri vinnuskóla mætti á fundinn kl. 16:40. Rætt um málefni vinnuskólans sumarið 2009. Einar dreifði gögnum sem hann er að vinna við um þessar mundir. Annars vegar er vinnuáætlun með dagsetningum fyrir vinnutímabil. Hins vegar gögn um fjárhagslega stærðir miðað við þátttakendafjölda. Einar lagði einnig fram tillögu fyrir fjölskylduráð um að laun unglinga verði óbreytt í sumar frá sumrinu 2008. Fjölskylduráð frestar afgreiðslu launaupphæða. Einar lagði fram upplýsingar um ráðningar flokksstjóra og staðfestir fjölskylduráð það fyrir sitt leyti. Fjölskylduráð samþykkir að taka málið aftur á dagskrá á næsta fundi 22. apríl n.k. Einar vék af fundi kl. 18:00.

4.Unglingalandsmót UMFÍ 2011.

903121

Akraneskaupstaður hefur fengið bréf frá UMFÍ þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélagum til að halda 14. unglingalandsmót 2011. Fjölskylduráð óskar eftir fundi með stjórn ÍA til að ræða erindið.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00