Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

25. fundur 02. desember 2009 kl. 16:30 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2010 - Fjölskyldustofa

911058





Á fundinn mættu leikskólastjórar, Anney Ágústsdóttir, Björg Jónsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingunn Ríkharðsdóttir til að fara yfir atriði sem snerta fjárhagsáætlun 2010. Leikskólastjórar vildu ræða um hvernig mæta ætti þeim 4 orlofsdögum sem ekki er reiknað með í reiknilíkaninu frá því að reiknilíkanið var tekið í notkun. Leikskólastjórarnir telja best að leikskólunum verði lokað í 5 vikur. Í kjölfar sparnaðar hefur sveigjanleikinn minnkað til að mæta þessum mismun. Rætt um skilgreiningu á afleysingastöðu leikskólanna. Leikskólastjórar fóru af fundi kl. 17:15.



Á fundinn mættu Sturlaugur Sturlaugsson og Jón Þór Þórðarson fyrir hönd ÍA kl 17:15. Rætt var um samstarfssamning milli ÍA og Akraneskaupstaðar sem er að renna út 31. desember n.k. Farið yfir samstarf kaupstaðarins og ÍA. Einnig farið yfir þá þætti í fjárhagsáætlun 2010 sem snerta ÍA. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra að vinna að samningsdrögum með ÍA. Stefnt er að því að ljúka samningnum í lok janúar.

2.Teigasel - mannekla

911059

Fjölskylduráð hefur leitað álits lögfræðings á heimildum sveitarfélags til að fella niður leikskólaþjónustu án þess að veita afslátt af leikskólagjaldi. Lögfræðingurinn telur að sveitarfélagið hafi beri ekki skylda til að endurgreiða hluta leikskólagjalds vegna tilfallandi þjónustuskerðingar. Fjölskylduráð telur eigi að síður að endurgreiða skuli dvalargjald ef barn verður að vera heima í viku samfellt vegna manneklu eða fjarvistir verða lengri en sem nemur tveimur vikum á ári.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00