Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

2. fundur 28. janúar 2009 kl. 17:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Erindi frá félagsmálastjóra (trúnaðarmál)

901101



Félagsmálastjóri gerði grein fyrir umsóknum um heimildargreiðslur vegna skólamáltíða og skóladagvistar. (Trúnaðarmál). Fjölskylduráð samþykkir heimild til að greitt verði allt að kr. 3000.- á mánuði vegna skólamáltíða fyrir þau börn sem sótt er um fyrir á grundvelli greinar nr. 15.B í Reglum um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar. Fjölskylduráð samþykkir heimild til að greiða vegna skóladagvistar barna sem sótt hefur verið um fyrir. Greiðslum verði þannig háttað að foreldrar greiða kr. 3000 á mánuði en Akraneskaupstaður greiði það sem umfram er. Ákvörðunin er tekin á grundvelli Reglum um fjárhagsaðstoð grein 15.B. Félagsmálastjóri lagði fram óskir um greiðslu um leikskólagjalda og var fjallað um þau málefni. Ekki var um neinar samþykktir að ræða.

2.Verklag við afgreiðslu fjárhagsaðstoð

901124



Rætt um verklagsreglur og heimildir starfsmanna til afgreiðslu mála á grundvelli Reglna um fjárhagsaðstoðar. Farið yfir almennt verklag um umsóknir og afgreiðslu þeirra. Framkvæmdastjóra falið að kynna málið fyrir bæjarráði.



Félagsmálastjóri vék af fundi að lokinni afgreiðslu þessa töluliðar.

3.Framlag Jöfnunarsjóðs v nem m sérþarfir 2008-2009

901091

Lagt fram.

4.Framlag Jöfnunarsjóðs v nýbúa 2008-2009

901088

Lagt fram.

5.Ávísun á öflug tómstundastarf

901122

Fjallað um samþykkt sem gerð var í tengslum við fjárhagsáætlun 2009. Ávísun á öflugt tómstundastarf mun nema kr. 20.000 á árinu og er það fjórföldun frá fyrra ári. Ávísunin verður send til nemenda grunnskólans og tveggja eldri árganga eins fljótt og auðið er. Ávísunin verður tvískipt og gildir til ársloka. Fjölskylduráð samþykkir að fella niður grein 4 í Reglum um nýtingu - Ávísun á öflugt tómstundastarf. En greinin sem felld er út, gerir ráð fyrir að tómstundafélög fái umsýslugjald kr. 500 fyrir hverja ávísun.

6.Myndbirting á heimasíðum skólanna

901123


Fjölskylduráð leggur til við grunnskólana og Þorpið að móta skýrar reglur um myndbirtingu á heimasíðum sínum ef þær eru ekki til staðar nú þegar. Þess verði gætt að myndefni sé framsett á tillitssaman hátt og alls siðgæðis gætt.

7.Úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.

901084

Lagt fram.

8.Umönnunargreiðslur - breyting á reglum

901167


Við samþykkt fjárhagsáætlunar 2009 var ekki gert ráð fyrir fjármunum til að standa undir greiðslum vegna 5. greinar í Reglum Akraneskaupstaðar um umönnunargreiðslu. Fjölskylduráð fellir 5. grein úr gildi en greinin felur í sér heimild til að greiða niður níundu klukkustund hjá dagforeldrum. Ákvörðunin gildir frá 1. febrúar 2009.

9.Fjárhagsáætlun 2009 - Fjölskyldustofa

901168


Fjölskyldurráð mun fá stöðulista frá framkvæmdastjóra mánaðarlega um rekstur fjölskyldustofu. Stöðulistinn mun vera fyrir hverja stofnun fyrir sig.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00