Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

101. fundur 06. nóvember 2012 kl. 16:30 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri Fjölskyldustofu
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð - fjölskylduráð

902228

Sveinborg Kristjánsdóttir lagði fram fyrirspurn um grunnupphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2013. Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar hækki frá 1. janúar 2013 um 4,5%.

2.Húsaleigubætur - fjölskylduráð

1210192

Sveinborg lagði fram fyrirspurn um tekju- og eignaviðmið við afgreiðslu sérstakra húsaleigubóta. Fjölskylduráð samþykkir að tekjuviðmið fyrir einstaklinga verði kr. 2.269.701. Tekjuviðmið fyrir hjón/sambúðarfólk verði kr. 2.610.156. Tekjuviðmið vegna hvers barns verður kr. 336.000. Eignamörk fjölskyldu verði kr. 2.516.000.

3.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun 2012

1210190

Sveinborg og Ingibjörg Gunnarsdóttir lögðu fram mál, áfrýjun vegna fjárhagsaðstoðar. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Húsnæðismál - áfrýjun 2012

1211031

Sveinborg og Ingibjörg Gunnarsdóttir lögðu fram mál, áfrýjun vegna húsaleigubóta. Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Húsnæðismál - áfrýjun nóv. 2012

1211026

Sveinborg og Ingibjörg Gunnarsdóttir lögðu fram mál, áfrýjun vegna húsaleigubóta. Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Húsnæðismál - áfrýjun 2012

1211035

Sveinborg og Ingibjörg Gunnarsdóttir lögðu fram mál, áfrýjun vegna húsaleigubóta. Afgreiðsla trúnaðarmál.

7.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1211029

Sveinborg og Ingibjörg Gunnarsdóttir lögðu fram mál, áfrýjun vegna fjárhagsaðstoðar. Afgreiðsla trúnaðarmál.

8.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1211030

Sveinborg og Ingibjörg Gunnarsdóttir lögðu fram mál, áfrýjun vegna fjárhagsaðstoðar. Afgreiðsla trúnaðarmál.

9.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1211041

Sveinborg og Ingibjörg Gunnarsdóttir lögðu fram mál, áfrýjun vegna fjárhagsaðstoðar. Afgreiðsla trúnaðarmál.

Sveinborg og Ingibjörg viku af fundi kl. 17:55.

10.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2012

1211042

Á hverju ári er haldinn bæjarstjórnarfundur unga fólksins. Fulltrúar úr Unglingaráði Akraness koma þá saman til fundar og fjalla um þau málefni sem eru ungu fólki hugleikin.

Fjölskylduráð samþykkir að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn 20. nóvember 2012 kl. 16:00.

11.Ungmennaráð Akraness

1210201

Fjölskylduráði hefur borist bréf frá verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála þar sem lagt er til að nafni Unglingaráðs Akraness verði breytt í Ungmennaráð Akraness í samræmi við lög og það sem tíðkast í öðrum sveitarfélögum.

Fjölskylduráð samþykkir breytinguna og einnig fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Akraness og vísar erindisbréfinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00