Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

58. fundur 28. janúar 2011 kl. 16:30 - 18:40 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun Fjölskyldustofu

1101177

Vinnuskjal um stefnumótunarvinnu innan Fjölskyldustofu lagt fram. Ákveðið að vinna tíma- og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund fjölskylduráðs.

2.Saman hópurinn - beiðni um styrk

1101171

Styrkbeiðni lögð fram. Fjölskylduráð samþykkir styrk að upphæð kr. 25.000.

3.Málefni leikskóla vorönn 2011

1101202

17:00 mættu á fundinn Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri Akrasels, Guðbjörg Gunnarsdóttir leikskólastjóri Teigasels, Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri Garðasels, Kristín Sveinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Vallarseli. Auk þess mætti á fundinn áheyrnafulltrúi starfsfólks leikskóla Árný Örnólfsdóttir.

Farið var yfir þrjá þætti í lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um starfsumhverfi leikskóla og lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til í samvinnu við leikskólastjóra.

A) Fjöldi barna í leikskólum

12. gr laga um leikskóla nr. 90/2008

"Við ákvörðun fjölda barna í leikskóla skal m.a. tekið tillit til aldursdreifingar barna og sérþarfa, lengdar dvalartíma þeirra, stærðar leik- og kennslurýmis og samsetningar starfsmannahóps."

Í reglugerð um starfsumhverfi leikskóla kemur fram í 6. gr. að: "Leikskólastjóri, að höfðu samráði við sveitarstjórn eða nefnd sveitarfélags sem fer með málefni leikskóla í sveitarfélaginu, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og starfsfólk leikskóla, tekur ákvörðun um fjölda barna í leikskóla hverju sinni. Ákvörðun um fjölda barna og skipulag skólastarfs skal taka mið af samsetningu barnahópsins, dvalartíma barna dag hvern, aldri þeirra og þörfum, samsetningu starfsmannahóps og umfangi sérfræðiþjónustu."

Leikskólastjórar hafa sammælst um að það sé nauðsynlegt að hafa fasta viðmiðunartölu um fjölda barna í leikskólum. Til að tryggja jafnræði milli leikskóla sé best að taka mið að eldri reglugerð um fjölda barna í leikskólum þar sem miðað er við 3 fermetra á barn í leikrými. Miðað við það er áætlaður fjöldi barna í leikskólum á Akranesi þessi:

Akrasel 150 börn miðað við starfandi 6 deildir

Garðasel 73 börn, 3 deildir

Teigasel 72 börn, 3 deildir

Vallarsel 143 börn, 6 deildir

Leikskólakennarar eru einnig sammála því að í samvinnu milli leikskólastjóra og fjölskyldustofu sé hægt að sækja um undanþágu frá þessari viðmiðunarreglu og tekið sé þá mið af samsetningu barnahópsins, dvalartíma barna dag hvern, aldri þeirra og þörfum, samsetningu starfsmannahóps og umfangi sérfræðiþjónustu. Gildir þá sveigjanleikinn í báðar áttir.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu leikskólastjóra um heildarfjölda barna samtímis í leikskólum á Akranesi.

B) Samsetning starfsmannahóps í leikskólum

Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er kveðið á um starfsréttindi og ráðningar í leikskólum. Þar segir í 9. gr. að

"Til þess að verða ráðinn kennari við leikskóla skal umsækjandi hafa öðlast leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari skv. 3. og 21. gr. Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara. Sveitarstjórn, eða sá sem sveitarstjórn felur umboð sitt, eða aðrir rekstraraðilar, ráða leikskólakennara og skólastjórnendur við leikskóla í samræmi við lög þessi, fyrirmæli laga um leikskóla og ákvæði sveitarstjórnarlaga."

Þetta felur í sér að starfsfólk inni á deildum þurfa að lágmarki 2/3 eða 66,6% menntaðir leikskólakennarar. Í dag er staðan þannig að allir leikskólarnir Akraneskaupstaðar eru að uppfylla þetta skilyrði að undanskildum einum sem nær tæpum 60% menntaðra leikskólakennara í deildarstarfi.

Fjölskylduráð mun ekki taka ákvörðun um hlutfall stöðugilda umfram 2/3 að svo stöddu.

C) Fjöldi starfsfólks í leikskólum

Í reglugerð um starfsumhverfi leikskóla kemur fram í 7. gr. að

Sveitarstjórn eða annar rekstaraðili tekur ákvörðun um fjölda og samsetningu starfs­manna­hóps í samráði við leikskólastjóra. Ákvörðunin skal byggjast á mati og tillögum leikskólastjóra og miðast við aldur, þarfir og fjölda barna. Sé um að ræða börn með sérþarfir skal leita álits viðkomandi greiningaraðila.?

Í dag er reiknilíkan notað til viðmiðunar við útreikning starfsfólks í leikskólum. Reiknilíkanið tekur til fjölda starfsfólks miðað við aldur og fjölda barna og dvalarstundir barna í leikskólunum.

Umræður voru um hvort þörf sé á endurskoðun á líkaninu. Ekki talin þörf á því að svo stöddu.

Anney, Guðbjörg, Ingunn, Kristín og Árný viku af fundir 18:30.

4.Ályktun frá Heimili og skóla

1101219

Ályktun frá Heimili og skóla var lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00