Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

52. fundur 17. nóvember 2010 kl. 16:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Afrekssjóður Akraneskaupstaðar og ÍA

912056

Jón Þór Þórðarson og Sturlaugur Sturlaugsson mættu á fundinn. Drög að reglum vegna Afrekssjóðs Akraneskaupstaðar og ÍA vegna íþrótta, lista- og vísindafólks 25 ára og yngri til þátttöku í keppnum erlendis, lögð fram. Fjölskylduráð samþykkir að fyrirliggjandi drög að reglum og vísar reglunum til staðfestingar til bæjarstjórnar. Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að kr. 2.000.000 verði greiddar inn í sjóðinn árið 2010, samanber fjárhagsáætlun 2009 og 2010. Fjölskylduráð beinir því til bæjarráðs að í áætlun 2011 verði gert ráð fyrir kr. 3.000.000 til viðbótar til að jafna það framlag sem fyrir er minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar.

2.Endurnýjun samnings við ÍA 2010

1011080

Umræður um hvaða þætti í samningnum er ástæða til að endursemja eða fella út. Sturlaugi, Jóni Þór og Helgu er falið að vinna að nýjum samningi og leggja fram á næsta fundi Fjölskylduráðs.

Jón Þór og Sturlaugur viku af fundi kl. 17.12.

3.Erindi félagsmálastjóra

1008033

Sveinborg Kristjánsdóttir lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál. Sveinborg vek af fundi 17:37.

4.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Niðurstöður þjónustu- og viðhorfskannana foreldra fatlaðra barna og ungmenna og fullorðina notenda þjónustu Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vesturlandi og Akraneskaupstaðar. Fjölskylduráð þakkar starfshópnum og þeim sem komu að vinnu við ungirbúning og fyrirlagnir kannanirnar fyrir góða vinnu.

5.Heilsa og lífskjör skólanema - niðurstöður rannsókna 2009-2010

1011078

Skýrslan "Heilsa og lífskjör skólanema á Norðvestursvæði 2006-2010" var lögð fram. Skýrslan er birt á heimasíðu ásamt útdrátti.

6.Innritun í leikskóla - haust 2010

1011081

Fjölskylduráð er sammála því að fylgja verklagsreglum um innritun í leikskóla sem er að innrita börn sem uppfylla aldursviðmið.

7.Ávísun á öflugt tómstundastarf

909104

Umsókn um heimild til að nýta ávísun á öflugt tómstundastarf í íþróttafélagi utan Akraness. Fjölskylduráð frestar afgreiðslu málsins og leitar eftir frekari upplýsingum.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00