Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

85. fundur 21. febrúar 2012 kl. 16:30 - 19:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Dagný Jónsdóttir (DJ) bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Bakvaktir

1006157

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mætti á fundinn kl. 16:30. Bréf frá formanni barnaverndarnefndar um bakvaktir lagt fram. Rætt um að kanna hvort ákjósanlegt væri fyrir Akraneskaupstað að fá aðild að bakvaktarfyrirkomulagi SSH. Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdarstjóra að leita eftir samkomulagi við starfsmenn félagsþjónustu Akraneskaupstaðar um bakvaktir á meðan aðrar leiðir eru kannaðar.

2.Fjárlagabeiðnir 2012

1110107

Drög að samningi milli Velferðarráðuneytisins og Endurhæfingarhússins HVER lögð fram til kynningar. Í samningnum er fjallað m.a. um þjálfun, atvinnulega endurhæfingu, náms- og starfsráðgjöf. Starfsmenn félagsþjónustunnar munu rýna samninginn. Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdarstjóra að óska eftir frest til bæjarráðs um skil á framtíðarskipulagi endurhæfingarhússins Hvers.

3.Ályktun kirkjuþings 2011

1202158

Bréf lagt fram um ályktun kirkjuþings 2011 þar sem kirkjuþing 2011 "...hvetur til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa í anda óbreyttrar trúfrelsishefðar á Íslandi. Hún felur í sér víðtækt frelsi til tjáningar og iðkunar trúar en virðir jafnframt ólíkar lífsskoðanir. Foreldraréttur skal virtur. Trúarleg og siðferðileg mótun ungmenna sé í samræmi við trú eða lífsskoðanir foreldra".

4.Fjárhagsáætlun 2012 Fjölskyldustofa - niðurskurður

1201203

Hagræðingartillögur í félagsþjónustunni ræddar. Sveinborgu Kristjánsdóttur félagsmálastjóra falið að kanna ný viðmið við útreikninga sérstakra húsaleigubóta og leggi fram tillögu á fundi fjölskylduráðs 6. mars. Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að leggja fram endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð á næsta fundi ráðsins 6. mars í samræmi við þær tillögur sem félagsmálastjóri lagði fram á fundinum. Sveinborg vek af fundi 18:10.

Fjölskylduráð mun leita eftir umsögn frá foreldraráðum í leikskólunum um hagræðingartillögur sem hafa verið lagðar fram. Tillögur um hagræðingu í grunnskólum og Tónlistarskólanum ræddar. Hagræðingatillögur verða teknar fyrir í heild sinni á næsta fundi fjölskylduráðs.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00