Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

130. fundur 17. desember 2013 kl. 16:30 - 17:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Dagný Jónsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Frumvarp til laga nr. 186 - um barnaverndarlög (rekstur heimila fyrir börn)

1311123

Erindi velferðarnefndar Aþingis dags. 25. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (rekstur heimila fyrir börn) mál nr. 186.

Lagt fram.

2.Fræðsluferð vegna málefna flóttafólks og annara innflytjenda til Kaupmannahafnar.

1312012

Félagsmálastjóri og yfirfélagsráðgjafi hafa fengið boð um að taka þátt í dagskrá í Kaupmannahöfn með öðru fagfólki frá Íslandi þar sem kynnt verður ýmiss þjónusta við flóttafólk.

Sveinborg kynnti markmið með fræðsluferðinni. Fjölskylduráð mælir með að tveir starfsmenn félagsþjónustunnar taki þátt í fræðsluferðinni þar sem stendur til að kynnast starfsumhverfi í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og annarra innflytjenda, skoða móttökuþjónustu, velferðarþjónustu, afleiðingar áfallastreitu, sérstakan stuðning við börn og unglinga. Fjölskylduráð vísar málinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

3.Reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur - endurskoðun

1312124

Framkvæmdastjóri leggur til við fjölskylduráð að á næsta ári verið Reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur endurskoðaðar. Endurskoðun ljúki í apríl. Ákvörðun fjölskylduráðs frá 3. september gildi þar til endurskoðuninni er lokið.

Fjölskylduráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra. Tillaga að nýjum reglum verða lagðar fyrir fjölskylduráð fyrir apríllok.

Fundi slitið - kl. 17:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00