Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

80. fundur 11. desember 2011 kl. 17:00 - 18:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Brekkubæjarskóli-starfsmannamál desember 2011

1112042

Á fundinn voru boðaðir áheyrnarfulltrúar vegna málefna grunnskóla. Áheyrnarfulltrúar Grundaskóla höfðu boðað forföll. Áheyrnarfulltrúarnir Arnbjörg Stefánssdóttir skólastjóri, Elinbergur Sveinsson grunnskólakennari og Ólöf Ólafsdóttir formaður foreldrafélags mættu og einnig Inga Ósk Jónsdóttir starfsmanna- og gæðastjóri.

Rædd voru starfsmannamál Brekkubæjarskóla og í hvaða ferli þau mál eru. Áheyrnafulltrúar og starfsmanna- og gæðastjóri viku af fundi kl. 17:55.

Fjölskylduráð telur að málin séu í góðum farvegi hjá stjórnendum skólans.

Fjölskylduráð hvetur skólasamfélagið í heild sinni að vinna samkvæmt því sem segir í reglugerð nr. 1040/2011 6.gr. í III.kafla um jákvæðan skólabrag og samskipti sem og ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagins í grunnskólum. Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni. Einnig kemur fram að starfsfólk grunnskóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag.

Fjölskylduráð styður stjórnendur skólans í að vinna í þessum anda.

Fundi slitið - kl. 18:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00