Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

86. fundur 06. mars 2012 kl. 16:30 - 19:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Dagný Jónsdóttir (DJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Reglur um fjárhagsaðstoð 14.04.10

1007016

Á síðasta fundi fjölskylduráðs var ákveðið að endurskoða reglur um fjárhagsaðstoð og leggja til samþykktar á næsta fundi.

Þær greinar sem breytingar verða á eru:

7. grein Fjárhagsaðstoð aftur í tímann, 14. grein Ungmenni 18-24 ára, ný grein 15. grein Ungmenni. Aðrar greinar - töluliðir breytast í samræmi nýja grein. Nú eru það 19. grein Námsstyrkir, 22. grein Styrkur eða lán til fyriframgreiðslu húsaleigu og til tryggingar húsaleigu, 23. grein Greiðsla sérfræðiaðstoðar og 25. grein Jólastyrkur. Framkvæmdarstjóra falið að senda reglurnar til kynningar og staðfestingar í bæjarstjórn.

2.Málefni aldraðra - skipan starfshóps

1203023

Fjölskylduráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

3.Bakvaktir

1111098

Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að kanna möguleika Akraneskaupstaðar að gerast aðilar að samkomulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um bakvaktir. Fjölskylduráð samþykkir að gera bráðabirgðasamning við starfsmenn félagsþjónustu á meðan samstarfsmöguleikar eru kannaðir.

4.Sérstakar húsaleigubætur 2012

1203030

Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum þannig að fyrir hverjar kr. 1.000 fær leigjandi kr. 1.300 í sérstakar húsaleigubætur. Fjölskylduráð leggur til að húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur geti aldrei numið hærri fjárhæð en samtals kr. 70.000 og aldrei farið yfir 70% af leigufjárhæð sem var áður 75%. Fjölskylduráð leggur einnig til að leigutaki greiði þó að lágmarki kr. 40.000 í húsaleigu að frádregnum almennum og sérstökum húsaleigubótum sem var áður kr. 30.000. Framkvæmdarstjóra falið að senda breytingarnar til kynningar og staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Fjárhagsáætlun 2012 Fjölskyldustofa - niðurskurður

1201203

Fjölskylduráð telur að ekki verði ráðist í meira en 1% hagræðingu í leik- og grunnskólum. Fjölskylduráð leggur eftirfarandi tillögur fyrir bæjarráð.

Leikskólar

Tilraun verði gerð sumarið 2012 um að þrír leikskólar loki í fimm vikur frá og með 2. júlí til og með 3. ágúst . Fjórði leikskólinn verður opinn þetta tímabil, 2. júlí til og með 3. ágúst. Foreldrum sem taka sumarfrí á öðrum tíma standi til boða leikskólaþjónusta í þeim leikskóla ef 20 eða fleiri börn munu nýta þá þjónustu og mun starfsfólk hinna leikskólanna einnig starfa þar með börnum. Sambærilegt fyrirkomulag hefur verið reynt í öðru sveitarfélagi og reynst vel. Nánari útfærsla verður í höndum leikskólanna og kynntar foreldrum fljótlega.

Eftir sumarið verður þessi tilraun metin og ákvarðanir teknar um frekari hagræðingu sé þess þörf.

Grunnskólar

Hagræðingu í grunnskólum verður náð með lækkun launakostnaðar og sammælst hefur verið um leiðir við skólastjórnendur.

Tónlistarskóli

Fjölskylduráð telur eðlilegt að ráðist verði í 2% hagræðingu í rekstri skólans.

Fjölskyldustofa.

Áætluð er 1% hagræðing, nánari útfærsla í höndum framkvæmdastjóra.

Félagsþjónusta

Almenn markmið í félagsþjónustunni er að halda útgjöldum innan fjárhagsáætlunar en reiknað er með lægri útgjöldum árið 2012 en árið 2011.

Tillögur fjölskylduráðs felast í breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð og breytingum á sérstökum húsaleigubótum. Einnig er fyrirhuguð skoðun á framkvæmd veitingu fjárhagsaðstoðar. Reikna má með kr. 5.000.000 hagræðingu við rekstur Endurhæfingarhússins Hver vegna framlags Velferðarráðuneytisins sem tilkynnt var um í febrúar sl.

Fjölskylduráð felur framkvæmdarstjóra Fjölskyldustofu að senda tillögurnar um hagræðingu hjá stofnunum Fjölskyldustofu til bæjarráðs.

6.Sumarstarf 2012

1202230

Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála mætti á fundinn kl. 16:30. Rætt um kynningu á sumarstarfi fyrir börn og ungmenni á Akranesi. Fjölskylduráð telur að setja eigi sérstakan hnapp á heimasíðu Akraneskaupstaðar þar hægt er að nálgast upplýsingar um sumarstarfið. Upplýsingarnar verða aðgengilegar fyrstu vikuna í maí.

Eins og undanfarin ár verður boðið upp á lengda viðveru - frístundaklúbbur fyrir fötluð börn frá 5. bekk í Þorpinu í júní mánuði frá kl. 8:00-16:00.

7.Leikjanámskeið 2012

1202224

Undanfarin ár hefur Skátafélag Akraness annast leikjanámskeið samkvæmt samningi við Akraneskaupstað. Leikjanámskeiðin standa börnum frá 6 ára aldri til boða.

Fyrir fundinum liggja drög að samningi við Skátafélagið vegna sumarsins 2012. Samningurinn kveður á um að Skátafélagið standi fyrir sjö námskeiðum sumarið 2012. Fjölskylduráð samþykkir samninginn eins og hann lagður fram. Starfshópur um íþrótta og æskulýðsmál hefur bókað eftirfarandi "Undanfarin ár hefur Skátafélagið verið með samning við Akraneskaupstað um að halda leikjanámskeið á sumrin fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Samstarfið hefur gengið vel en starfshópurinn vill benda á að jafnræðis sé gætt og Akraneskaupstaður auglýsi reglulega eftir aðilum til að sjá um rekstur sumar,- og leikjanámskeiða fyrir 6 - 10 (eða 12) ára börn á Akranesi." Fjölskylduráð styður bókun starfshópsins og felur verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnarmála að auglýsa eftir aðilum eigi síðar en í október 2012. Heiðrún vék af fundi kl. 17:00.

8.Erindi til fjölsk.ráðs - trúnaðarmál

1203012

Erindi lagt fyrir fjölskylduráð. Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00