Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

97. fundur 02. október 2012 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1209190

Beiðni um niðurgreiðslu á heimaþjónustu.

Erindi lagt fram. Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun 2012

1209143

Beiðni um niðurgreiðslu á leikskólagjöldum.

Erindi lagt fram. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1209191

Beiðni um lán v/sérstakra aðstæðna

Erindi lagt fram. Afgreiðsla trúnaðarmál.

Sveinborg Kristjánsdóttir og Hrefna Ákadóttir viku af fundi kl. 17:00.

4.Starfsáætlanir leikskóla 2012-2013

1210001

Á fundinn mættu kl. 17:00 áheyrnafulltrúar skólastjórnenda leikskóla Ingunn Sveinsdóttir, Anney Ágústsdóttir, Margrét Þóra Jónsdóttir og Brynhildur Björg Jónsdóttir.

Farið var yfir helstu áherslur skólastarfsins 2012-12013. Endurskoðun skólanámskrá í samræmi við nýja Aðalnámskrá er komin mis langt á veg í skólunum en áætlað er að endurskoðun verði lokið sumarið 2013 hjá öllum leikskólum. Starfsáætlanir hvers skóla lagðar fram og samþykktar af fjölskylduráði.

5.Garðasel - úttekt Menntamálaráðuneytis

1009132

Mennta- og menningarmálaráðuneytið fól Attentus mannauður og ráðgjöf að gera úttekt í leikskólanum Garðaseli haustið 2010. Umbótaáætlun frá Fjölskyldustofu og Garðaseli var send ráðuneytinu í kjölfarið. Ráðuneytið óskaði nú eftir upplýsingum um hvernig hafi gengið að framfylgja þeim umbótum sem komu fram í umbótaráætluninni. Fjölskyldustofa og Garðasel hafa svarað erindinu. Bréfin lögð fram.

6.Skólastarf í tölum 2012-2013

1209176

"Skólastarf í tölum 2012-2013" yfirlit yfir helstu lykiltölur í leikskólum, grunnskólum og Tónlistarskólanum á Akranesi lagt fram. Skólastarf í tölum verður hægt að nálgast á heimasíðu Akraneskaupstaðar á næstu dögum.

7.Skóladagatal 2012-2013

1203163

Ingibjörg vek af fundi kl. 18:25. Leikskólinn Teigasel óskar eftir breytingum á skipulagsdögum vegna fyrirhugaðrar námsferðar til Boston vorið 2013. Óskað er eftir breytingum á skipulagsdögum þannig að áætlaður skipulagsdagur 19. nóvember 2012 verði færður til 26. apríl 2013, áætlaður skipulagsdagur 2. janúar 2013 verði færður til 29. apríl 2013 og áætlaður skipulagsdagur 2. apríl 2013 verði færður til 30. apríl 2013. Búið er að bera erindið undir foreldrafélag og foreldraráð leikskólans sem hefur samþykkt þessa beiðni. Fjölskylduráð samþykkir þessa breytingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00