Fara í efni  

Bæjarstjórn

1111. fundur 12. október 2010 kl. 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.

1.1.Fundargerðir OR - 2010

1002247

Fundargerð 133. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. sept. 2010.

Lögð fram.

1.2.Bæjarstjórn Akraness - dagskrár 2010

1007109

Drög að dagskrá 1111. fundar bæjarstjórnar 12. okt. 2010.

Fundargerðin staðfest.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 32

1009021

Fundargerð 32. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. okt. 2010.

Bæjarstjórn vísar til þegar samþykktra töluliða byggingarhluta fundargerðarinnar.

2.1.Skipulagsreglugerð - ábendingar sveitarstjórna

1009083

Bréf bæjarráðs dags. 17. september 2010 þar sem óskum Skipulagsstofnunar, dags. 10. sept. 2010 varðandi ábendingar sveitarstjórna vegna gerðar nýrrar skipulagsreglugerðar er vísað til nefndarinnar. Ábendingar óskast sendar Heiðari Þorsteinssyni, lögfræðingi hjá Skipulagsstofnun, fyrir 15. okt. 2010.
Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um samráð og ráðgjöf vegna umsagnar.
Niðurstaðan verði send nefndarmönnum til umfjöllunar.

Lagt fram.

2.2.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut

1008040

Ákvörðun um stöðvunarskyldu á umferð frá Smiðjuvöllum 32 inn á Þjóðbraut.
Nefndin samþykkir að tillögu framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að stöðvunarskylda skuli vera á umferð af lóðinni nr. 32 við Smiðjuvelli út á Þjóðbraut.

Lagt fram.

2.3.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.

1009122

Tilkynning Umhverfisstofnunar um ársfund þ. 29. okt. n.k.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að Guðmundur Þór Valsson formaður nefndarinnar, Magnús Freyr Ólafsson nefndarmaður og Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri sæki fundinn.

Lagt fram.

3.Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu

1009124

Vísun frá byggingarfulltrúa, um hvort leyft verði að byggja við húsið samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Halldórs Stefánssonar tæknifræðings. Eignin er í óskipulögðu hverfi. Samþykki lóðarhafa raðhússins liggur fyrir
Nefndin leggur til að breytingin verði grenndarkynnt fyrir íbúum við Vogabraut 32, 34, 36 og 38.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

4.Umsókn um skilti við Hausthúsatorg

1009133

Vísun frá Byggingarfulltrúa. Umsókn Gamla Kaupfélagsins um að fá að setja upp auglýsingarskilti við Hausthúsatorgið að norðanverðu. Skilti þetta yrði málað og er stærð þess 3m x 1,5m
Nefndarmenn gera sér grein fyrir mikilvægi auglýsingaskilta fyrir fyrirtæki og félagasamtök en geta ekki orðið við beiðninni um varanlegt skilti að svo stöddu en samþykkja stöðu skiltis til bráðabirgða í tvo mánuði meðan unnið er að varanlegri lausn. Frágangur og staðsetning skal vera í samráði við byggingarfulltrúa.
Nefndin felur framkvæmdastjóra að gera tillögu að lausn á auglýsingaskiltum í bæjarlandinu til að verða við þeirri þörf sem talin er vera fyrir auglýsingar. Nefndin gerir það að tillögu sinni að haldinn verði fundur með hagsmunaaðilum um málið.

Til máls tók EB

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþ. 8:0.

EB situr hjá með vísan til sveitarstjórnarlaga um vanhæfi.

5.Stjórn Akranesstofu - 35

1010001

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Bókasafn - lengri opnunartími

1003173

Erindi bæjarbókavarðar um lengingu opnunartíma, m.a. með hliðsjón af lengingu opnunartíma íþróttamannvirkja.
Stjórn Akranesstofu leggur áherslu á að þjónusta bókasafnsins sé aðgengileg fyrir sem flesta bæjarbúa. Fyrir liggur að með tillögu bæjarbókavarðar um opið bókasafn á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00 geta Akurnesingar sem t.d. sækja vinnu til Reykjavíkur sem og fjölskyldur sótt sér fróðleik og skemmtun á bókasafnið. Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að breytingar á afgreiðslutíma verði samþykktar og tekið tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011. Lagt er til að breyttur afgreiðslutími taki gildi frá og með næstu áramótum.

Lagt fram.

5.2.Málefni Ljósmyndasafns Akraness

909012

Framhaldsumræður frá 34. fundi stjórnar Akranesstofu þar sem fjallað var um starfsemi og framtíð Ljósmyndasafns Akraness.
Verkefnastjóri lagði fram gögn um starfsemi nokkurra ljósmyndasafna víða um land og gerði lauslega grein fyrir rekstrarfyrirkomulagi og skipulagi þeirra. Verkefnastjóra er falið að leggja fram tillögu að starfi og stefnu Ljósmyndasafnsins á næsta fundi stjórnar.

Lagt fram.

5.3.Byggðasafnið í Görðum - breytingar á stofnskrá

902164

Erindi Safnaráðs um leiðréttingar á stofnskrá Byggðasafnsins frá 10. október 2008 til samræmis við leiðbeiningar safnaráðs um slíkar stofnskrár.
Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra og forstöðumanni Byggðasafns að leggja fram tillögur að þeim breytingum sem Safnaráð kallar eftir í bréfi sínu og leggja fram á næsta fundi stjórnar.

Lagt fram.

5.4.Vökudagar og aðventa á Akranesi 2010.

1008026

Umræður um viðbótarfjárframlög vegna umræddra viðburða.
Verkefnastjóri gerði grein fyrir umfangi viðkomandi viðburða. Stjórn Akranesstofu óskar eftir því að bæjarráð veiti viðbótarfjárveitingu til Vökudaga að upphæð krónur 750.000 og til jólatrésskemmtunar á Akratorgi að upphæð krónur 350.000, enda er jólatréð sjálft, uppsetning þess og skreyting á forræði Framkvæmdastofu.

Lagt fram.

6.Framkvæmdaráð - 45

1009019

Fundargerð 45. fundar framkvæmdaráðs frá 5. okt. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók GRG varðandi bifreiðastæði og akstur bifreiða við vatnsból í Akrafjalli. Hann benti jafnframt á hættu í gönguleið í klettabelti í Akrafjallinu.

HR og KJ tóku undir með GRG.

6.1.Framkvæmdir á Jaðarsbökkum.

1009118

Bréf Knattspyrnufélags ÍA dags. 16.09.2010, þar sem óskum félagsins um framkvæmdir á Jaðarsbökkum er komið á framfæri. Samkvæmt mati félagsins er þörf fyrir framkvæmdir að fjárhæð 176 milljónir króna á næstu árum sem sundurliðast þannig: Æfingarsvæði, endurnýjun grassvæða 65 m.kr, aðalvöllur, endurnýjun grassvæða 12 m.kr, Akraneshöllin, áhaldageymslur, upphitun áhorfendasvæða og málun gafla 46 m.kr, Áhorfendastúka, viðhald og skyggni, 16 m.kr, skrifstofuhús KFÍA 30 m.kr og miðasöluskúr 6 m.kr.
Samþykkt að vísa erindinu til starfshóps sem vinnur að úttekt og forgangsröðun verkefna í íþróttamannvirkjum bæjarins svo og vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2011 hvað viðhaldsverkefni varðar sem fram koma í bréfinu.

Lagt fram.

6.2.Vesturgata og Bakkatún. Yfirborðsfrágangur.

1009129

Greinargerð Orkuveitu Reykjavíkur ásamt myndum vegna yfirborðsfágangs á Vesturgötu og Bakkatúni. Framkvædaráð hafði óskað eftir skýringum fyrirtækisins á umræddum endurbótum, en yfirboðsviðgerð umrædds svæðis er talið ábótavant. Telur fyrirtækið að umræddar endurbætur hafi verið unnar á þann besta hátt sem völ var á miðað við aðstæður.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að gott samstarf sé við verktaka til að tryggja að frágangur verka sé í hverju tilfelli góður.

Lagt fram.

6.3.Íþróttamannvirki - viðhaldsverkefni

1008083

Greinargerð Almennu verkfræðistofunnar dags í ágúst 2010 vegna ástands utanhúss á mannvirkjum íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum. Greinargerðin tekur á hvaða viðhaldsaðgerðir eru taldar nauðsynlegar og þeim raðað í forgangsröð og kostnaðarmetnar. Kostnaður vegna verkefnanna er áætlaður 17 m.kr.

Lagt fram.

6.4.Grundaskóli / Þak / Útboðsgögn

1001013

Minnisblað verkefnastjóra dags. 29.09.2010 varðandi uppgjör verksins "Grundaskóli þakviðgerðir"
Heildarkostnaður við verkið var um 14,4 m.kr með umsjónarkostnaði og teiknivinnu. Verkið var boðið út á sínum tíma og var lægsta tilboð tæplega 14,8 m.kr, án umsjónarkostnaðar og teiknivinnu, en ákveðið var að hafna öllum tilboðum og að framkvæmdastofa myndi annast verkið með verktökum og eigin starfsmönnum.
Lagt fram til upplýsingar á fundi framkvæmdaráðs.

Til máls tóku: Bæjarstjóri

Bæjarstjóri svaraði fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar bæjarfulltrúa frá fundi 28. sept. s.l. varðandi kostnað við þakviðgerðir á Grundaskóla.

Lagt fram.

6.5.Eignir Akraneskaupstaðar - Sláttuvél og hoppukastalar.

1009158

Minnisblað rekstrarstjóra íþróttamannvirkja dags. 30.09.2010, þar sem lagt er til að sláttuvél sem Akraneskaupstaður á og hefur ekki verið notuð undanfarin ár verði auglýst til sölu svo og hoppukastalar í eigu kaupstaðarins og voru hugsaðir til afnota í Akraneshöllinni sem hafa verið afar lítið notaðir.
Afgreiðslu frestað.

Lagt fram.

6.6.Vélaskemma fyrir golfklúbbinn

1005091

Ársreikingur GL fyrir árið 2009 kynntur ásamt tölvupósti frá útibústjóra Landsbankans á Akranesi dags. 23.09.2010 um viðskipti klúbbsins við bankann er skýrð. Minnisblað verkefnastjóra dags. 30.09.2010 um skiptingu kostnaðar á milli GL og Akraneskaupstaðar vegna framkvæmda við vélaskemmu sem gerir ráð fyrir byggingu 510 m2 stálgrindarhúsi og kostnaðarskiptingu á milli bæjarins 80% og klúbbsins 20%. Framkvæmdakostnaður er áætlaður um 84 m.kr og er hluti Akraneskaupstaðar um 67,2 m.kr og GL 16,8 m.kr og þar af greiðir Akraneskaupstaður m.a. hluta fjárhæðarinnar með lóð á hafnarsvæði Akraneskaupstaðar að fjárhæð 16,9 m.kr. Gert er ráð fyrir að samið verði við DS lausnir um kaup á stálgrindarhúsi sem fyrirtækið mun sjá um að reisa á vallarsvæðinu.
Vísað til kynningar hjá bæjarfulltrúum.

Til máls tóku: HR, KJ, EB, ÞÞÓ, GPJ, EBen.

Lagt fram.

6.7.Kartöflugarðar 2010

1003132

Minnisblað garðyrkjustjóra dags. 29.09.2010 varðandi mögulegan flutning á kartöflugörðum bæjarins á nýjan stað við gömlu innkeyrslu í bæinn handan svokallaðs Bílásshúss, en núverandi garðstæði eru gengin úr sér og mikil órækt þar til staðar. Áætlaður kostnaður við að brjóta nýtt land er um 1,0 m.kr, þar af um 650 þúsund krónur á árinu 2010.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu garðyrkjustjóra um flutning á kartöflugörðum bæjarins og fer jafnframt fram á við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting að fjárhæð 250 þúsund þannig að hægt sé að framkvæma nauðsynlegan undirbúning á árinu 2010.

Til máls tóku: HR, GPJ

Lagt fram.

6.8.Trjárækt í hestabeitarhólfi

1009053

Erindi Björns Jónsónar um heimild til að planta út trjáplöntum í beitarhólf sem hann hefur haft til afnota vegna hesta. Umsögn garðyrkjustjóra dags. 27.09.2010, en hann telur því ekki neitt að fyrirstöðu að hægt sé að heimla slíka plöntun.
Framkvæmdaráð samþykkir umrædda beiðni Björns á þeim nótum að plöntun sé heimil, enda verði gengið frá tímabundnum samningi þar um með nánari ákvæðum. Samningsdrögin verði síðan lögð fyrir framkvæmdaráð til staðfestingar.

Lagt fram.

6.9.Hundaeftirlit

1009048

Erindi Margrétar Tómasdóttur dags. 8.09.2010, þar sem athugasemdir eru gerðar við störf dýraeftirltismanns.

Framkvæmdastjóri kynnti gögn varðandi málið frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands dags. 9.9.2010 og lögregluskýrslu vegna sama máls. Einnig kynnti framkvæmdastjóri kröfu HEV dags. 28.09.2010 þar sem krafa er gerð um að öll hundaleyfi til Margrétar verði afturkölluð svo og bréf sitt til Margrétar dags. 30.09.2010 þar sem hann tilkynnir fyrirhugaða afturköllun leyfa.
Einnig kynnti framkvæmdastjóri minnisblað sitt dags. 24.09.2010 ásamt fylgigögnum varðandi kvartanir Margrétar yfir dýraeftirlitsmanni. Niðurstaða framkvæmdastjóra eftir að hafa kynnt sér málsgögn m.a. með viðræðum við dýraeftirlitsmann, næsta yfirmann hans og fulltrúa HEV, er að ekki sé hægt að taka undir þau umkvörtunarefni Margrétar á dýraeftirlitsmann Akraneskaupstaðar, og ber framkvæmdastjóri fullt traust til Magnúsar Sigurðssonar, starfsmanns Akraneskaupstaðar sem sinnt hefur starfi dýraeftirlitsmanns, til að starfa áfram sem eftirlitsmaður og telur að ásakanir Margrétar séu ekki byggðar á staðreyndum, m.a. með vísan til fyrirliggjandi gagna.
Framkvæmdaráð tekur undir álit framkvæmdastjóra hvað varðar störf dýraetirlitsmanns og hafnar þar með kröfu Margrétar Tómasdóttur sbr erindi hennar.

Lagt fram.

6.10.Götuljós.

1004013

Tölvupóstur Orkuveitu Reykjavíkur dags. 22.09.2010, varðandi niðurstöður úr tilraunaverkefni sveitarfélaga og OR um lækkun logtíma götulýsinga. Niðurstaðan er sú að með því að lækka logtímann úr 50 luxa lýsingu niður í 30 luxa lýsingu náist fram sparnaður um 3% sem gerir 9.300.- krónur á mánuði fyrir Akranes.
Framkvæmdastjóri telur þennan sparnað ekki þess virði að halda honum áfram og bendir á að skerðingin kemur fyrst og fremst niður á þeim tíma sem börn eru á leið í og úr skóla og leggur til að Akraneskaupstaður færi aftur til fyrra horfs logtímann á Akranesi.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra.

Lagt fram.

6.11.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Tillaga HEV á reglum sbr nýjar samþykktir um hundahald í þeim tilfellum sem umsóknir eru um að halda fleiri hunda en tvo. Við leyfisveitingu þarf m.a. að hafa í huga mismunandi rýmisþarfir fyrir hunda, gæta að lágmarkssærð vistarvera bæði úti og inni og fl.
Framkvæmdaráð óskar eftir umsögn félags hundaeigenda á Akranesi á tillögunni.

Til máls tóku: EB, GPJ

Lagt fram.

6.12.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.

1010008

Bréf Knattspyrnufélags ÍA dags. 30.09.2010, þar sem óskað er eftir viðræðum við Akraneskaupstaðar hvort áhugi væri á því að ganga til samninga við KFÍA um að félagið annist rekstur Akranesvallar og Akraneshallar.
Framkvæmdaráð samþykkir að boða bréfritara á fund við ráðið.

Til máls tók: ÞÞÓ og GPJ

Lagt fram.

7.Fjölskylduráð - 49

1009026

Fundargerð 49. fundar fjölskylduráðs frá 5. okt. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Heimsóknir í stofnanir Fjölskyldustofu haust 2010

1009114

Fjölskylduráð mun hefja fundi sína með heimsóknum í stofnanir sem heyra undir ráðið og heimsótti Fjölskylduráð að þessu sinni Vallarsel og Grundaskóla 5. okt. s.l.

7.2.Innflytjendamál

1009104

Akranesdeild Rauða krossins hefur sent fjölskylduráði bréf þar sem óskað er eftir umræðum við ráðið um samning sem er í gildi milli Akraneskaupstaðar og Akranesdeildar Rauða krossins. Einnig fylgja með ýmis gögn sem tengjast efni samningsins.
Anna Lára Steindal framkvæmdarstjóri og Shymali verkefnisstjóri Akranesdeildar mættu á fundinn 17:30 og fóru yfir verkefni deildarinnar og samstarfssamninginn Akraneskaupstaðar og Akranesdeildar RKÍ vegna þjónustu við innflytjendur. Fjölskylduráð mun skoða málið nánar og vísar þessu máli til fjárhagsáætlanagerðar.

Til máls tók: HR, KJ

Lagt fram.

7.3.Unglingaráð Akraness

1010011

Með fundarboði fylgdi erindisbréf Unglingaráðs Akraness. Fyrir fundi fjölskylduráðs liggur að ákveða tímasetningu bæjarstjórnarfundar unga fólksins en ósk er um að halda hann í nóvembermánuði.
Fjölskylduráð leggur til að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn 16. nóvember kl. 17:00.

Til máls tók: HR

Lagt fram.

7.4.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Starfshópur, sem skipaður var Eydísi Aðalbjörnsdóttur, Guðmundi Páli Jónssyni, Ruth Rauterberg, Sveinborgu Krisjánsdóttur og Svölu Hreinsdóttur, hefur lokið störfum. Starfshópurinn skilar viðamikilli skýrslu um málefni fatlaðs fólks sem fylgir fundarboði Fjölskylduráðs.
Skýrsla starfshóps er lögð fram. Starfshópurinn lagði þjónustu- og viðhorfskönnun fyrir foreldra/forráðamenn fatlaðra barna og ungmenna og fullorðna notendur þjónustu Akraneskaupstaðar. Unnið er að samantekt niðurstaðna og verður sú samantekt birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar ásamt skýrslunni. Fjölskylduráð vill þakka starfshópi fyrir vel unnin störf og greinagóða skýrslu.

Til máls tók: HR

Lagt fram.

7.5.Erindi félagsmálastjóra

1010027

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi-trúnaðarmál.

Lagt fram.

7.6.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

7.7.Aðalskipulag - endurskoðun

801023

8.Bæjarstjórn - 1110

1009020

Fundargerð 1110. fundar bæjarstjórnar frá 28. sept. 2010.

Fundargerðin staðfest 9:0.

9.Bæjarráð - 3090

1010003

Fundargerð 3090. fundar bæjarráðs frá 7. okt. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

10.Dvalarheimilið Höfði - fjármögnun byggingar hjúkrunarrýma

1009005

Bréf stjórnar Dvalarheimilisins Höfða, dags. 1. sept. 2010, þar sem þess er farið á leit við eignaraðila heimilisins að þeir komi að fjármögnun vegna byggingar tíu hjúkrunarrýma til að fækka fjölbýlum á heimilinu. Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 7. okt. s.l. og mættu þar til viðræðna Kristján Sveinsson, formaður stjórnar Dvalarheimilisins Höfða og Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri.
Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og því verði vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2011.

Til máls tóku: HR, KJ og GPJ.

Bæjarstjórn samþykkir erindið og samþykkir jafnframt að vísa því til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011.

Samþ. 9:0

11.Lokauppgjör vegna byggingar verknámshúss Fjölbrautaskóla Vesturlands

1010033

Bréf skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, dags. 5. okt. 2010, varðandi lokastöðu framkvæmda við verknámshús bygginga- og mannvirkjagreina, skuld við rekstur skólans vegna þessara framkvæmda og skiptingu skuldar milli sveitarfélaganna sem standa að rekstri skólans. Jafnframt er þess óskað að Akraneskaupstaður hafi forgöngu um að endurskoða samning sveitarfélaga á Vesturlandi og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um skólann.
Til viðræðna á fund bæjarráðs 7. okt. s.l. mætti Hörður Ó. Helgason, skólameistari.
Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi lokauppgjör vegna framkvæmda við verknámshús bygginga- og mannvirkjagreina verði samþykkt, en hlutur Akraneskaupstaðar er kr.2.199.877 eða 74,92%. Lagt var til að fjármögnun yrði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Til máls tóku: ÞÞÓ, HR og GPJ

Bæjarstjórn samþykkir greiðslu á hlut Akraneskaupstaðar kr. 2.199.877 og samþykkir jafnframt að vísa fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Þá samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að hafa forgöngu, f.h. Akraneskaupstaðar, um endurskoðun samnings sveitarfélaga um skólann og ræða við aðila samningsins ásamt skólameistara.

Samþ. 9:0

12.Kosningar vegna stjórnlagaþings

1010030

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 6. okt. 2010, varðandi kosningar til stjórnlagaþings. Lagt er til að bæjarstjórn gefi bæjarráði fullnaðarheimild til að ganga frá framlagningu kjörskrár svo og að úrskurða kærur sem kunna að koma fram að kjördegi og þar með endanlegum frágangi kjörskrár. Þá er einnig lagt til að greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjörstjórna og annarra starfsmanna verði með sama fyrirkomulagi og var viðhaft við síðustu kosningar sl. vor.

Bæjarstjórn samþykkir erindið og samþykkir jafnframt að vísa því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþ. 9:0

12.1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.

1003012

Rekstrarstaða A-hluta Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið janúar - ágúst 2010.
Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er hagnaður 185,5 mkr. á móti áætluðum hagnaði 191 mkr. Hagnaður með fjármagnsliðum nemur 329 mkr. á móti áætluðum hagnaði 299,8 mkr. Ath.: Fjárhagsáætlun hefur verið uppfærð með annarri endurskoðun og skýrir það breytingu frá síðasta milliuppgjöri.

Lagt fram.

13.Vökudagar og aðventa á Akranesi 2010.

1008026

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 6. okt. 2010, þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna Vökudaga að upphæð 750 þús.kr. og til jólatrésskemmtunar á Akratorgi að fjárhæð 350 þús.kr. Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra, dags. 5. okt. 2010, varðandi sundurliðun kostnaðar. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir jafnframt að vísa erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþ. 9:0.

14.Bókasafn - lengri opnunartími

1003173

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 6. okt. 2010, varðandi opnunartíma Bókasafns Akraness frá og með næstu áramótum. Stjórnin leggur áherslu á að þjónusta bókasafnsins sé aðgengileg fyrir sem flesta bæjarbúa. Fyrir liggur tillaga bæjarbókavarðar um opið bókasafn á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00. Stjórn Akranesstofu samþykkti 5. okt. s.l. að leggja til við bæjarráð að breytingar á afgreiðslutíma verði samþykktar og tekið verði tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011. Lagt er til að breyttur afgreiðslutími taki gildi frá og með næstu áramótum.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og var jafnframt lagt til að fjármögnun verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2011.

Til máls tók: KJ, EB og GPJ

Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

Samþ. 9:0

15.Leiksýning skólabarna - styrkbeiðni

1010032

Boð Þjóðleikhússins til 4-5 ára barna á leiksýninguna ,,Sögustund". Skv. upplýsingum framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu liggur kostnaður Akraneskaupstaðar við að þiggja boð á sýninguna í ferðakostnaði eða um 90 þús.kr.
Bæjarráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum 7. okt. s.l. og samþykkti að vísa því til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið og samþykkir jafnframt að vísa því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþ. 9:0

15.1.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2010

1010034

Tilkynning um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 14. og 15. okt. n.k. á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á vef sambandsins.

Lagt fram.

15.2.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut

1008040

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 6. okt. 2010, varðandi stöðvunarskyldu á umferð frá Smiðjuvöllum 32 inn á Þjóðbraut. Nefndin samþykkti tillögu framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að stöðvunarskyldan skuli vera á umferð af lóðinni nr. 32 við Smiðjuvelli út á Þjóðbraut.
Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkti jafnframt að fara þess á leit við Sýslumanninn á Akranesi að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Lagt fram.

15.3.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.

1009122

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 6. okt. 2010, þar sem lagt er til að tveir nefndarmenn skipulags- og umhverfisnefndar ásamt framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, sæki ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga þann 29. okt. nk.
Bæjarráð samþykkti erindið á fundi sínum 7. okt. s.l.

Lagt fram.

16.Aðalskipulag - endurskoðun

801023

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 6. okt. 2010, varðandi endurskoðun aðalskipulags. Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum skal að loknum sveitarstjórnarkosningum tekin ákvörðun um hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulag verði endurskoðað með sérstöku tilliti til breyttra forsenda í samfélaginu.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Bæjarstjóri, GRG og SK

Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulags- og umhverfisnefnd að gera tillögur að breytingu á aðalskipulagi Akraness og jafnframt leggja fram kostnaðaráætlun vegna verksins.

Samþykkt 9:0

17.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 6. okt. 2010, varðandi stækkun lóðar og deiliskipulagsbreytingu á Vesturgötu 113B. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að orðið verði við beiðninni um lóðarstækkun. Að því gefnu að lóðarstækkun fáist, samþykkir nefndin að heimila umsækjanda að láta vinna og leggja fram breytingartillögu á gildandi deiliskipulagi. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. beiðni umsækjanda um lóðarstækkun eins og hún er framlögð af skipulags- og umhverfisnefnd.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á erindinu 9:0.

17.1.Sorphirða

903109

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 5. okt. 2010, varðandi sorphirðu hjá stofnunum Akraneskaupstaðar. Meðf. er minnisblað frá fundi forstöðumanna stofnana frá 30. sept. 2010.
Bæjarráð samþykkti að fram fari sameiginlegt útboð fyrir þær stofnanir kaupstaðarins sem eru í þeirri aðstöðu að slíkt henti. Þær stofnanir sem eru í húsnæði þar sem sérstakt húsfélag annast samninga um sorphirðu fyrir fasteignina yrðu undanskildar.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir kostnaðarmati frá Skipulags- og umhverfisstofu vegna flokkunar sorps hjá einstökum bæjarstofnunum.

Til máls tóku: KJ, GPJ og HR

Lagt fram.

18.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 29. sept. 2010, þar sem sótt er um viðbótarfjárveitingu vegna langtímaveikinda starfsmanna að fjárhæð kr. 2.476.132.- Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010 var ákveðið að veita stofnunum bæjarins viðbótarfjármagn ef um langtímaveikindi er að ræða.
Bæjarráð samþykkti erindið á fundi sínum 7. okt. s.l.

Til máls tóku: KJ og GPJ

Bæjarstjórn samþykkir erindið og jafnframt að vísa því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt 9:0.

18.1.Menningarráð Vesturlands - starfsemi

1009027

Bréf Menningarráðs Vesturlands, dags. 6. sept. 2010, þar sem Menningarráð býðst til að kynna starfsemi ráðsins fyrir nýjum sveitarstjórnum og menningarnefndum.
Bæjarráð samþykkti 7. okt. s.l. að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Menningarráðs Vesturlands um framkvæmd kynningarinnar.

Lagt fram.

18.2.Skógræktarfélag Akraness - fjárveiting

1008077

Bréf Skógræktarfélags Akraness, dags. 26. sept. 2010, þar sem þökkuð eru góð viðbrögð við styrkumsókn. Bæjarstjórn, varamönnum og bæjarstjóra er boðið í skoðunarferð um svæði félagsins upp í Slögu og inn við Miðvogslæk nú í haust.
Bæjarráð samþykkti 7. okt. sl. að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um fyrirhugaða skoðunarferð.

Lagt fram.

18.3.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010.

1010009

Tilkynning um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010 sem haldinn verður föstudaginn 15. okt. nk. á Hilton Hótel Nordica. Fundurinn hefst kl. 12:00.

Lagt fram.

18.4.Fráveituframkvæmdir á Akranesi.

1010010

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 28. sept. 2010, varðandi breytingu á framvindu fráveituframkvæmda á Akranesi.
Bæjarráð samþykkti 7. okt. s.l. að boða fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur til viðræðna um málið.

Lagt fram.

18.5.Höfðasel - Akrafjallsvegur

1007019

Bréf Ingimars Magnússonar, f.h. Bjarmar ehf., þar sem gerð er fyrirspurn um hvernig staðið var að öflun tilboða í verkið ,,Höfðasel-Akrafjallsvegur".
Lagt fram. Bæjarráð samþykkti 7. okt. s.l. að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu.

Til máls tók bæjarstjóri og lagði til þá breytingu á bókun bæjarráðs að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu.

Samþykkt 9:0

19.Styrkbeiðni - útgáfa karlakórsins Svanir.

1010013

Bréf Svavars Garðarssonar, f.h. karlakórsins Svanir, dags. 1. okt. 2010, þar sem óskað er styrkveitingar samtals að fjárhæð 450 þús.kr.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2011.

Til máls tóku: SK

Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2011.

Samþykkt 9:0.

20.Skagaleikflokkurinn - húsnæðismál

1009139

Húsaleigusamningur Akraneskaupstaðar, kt. 410169-4449 og Arion banka hf. kt. 581008-0150, um húsnæðið að Vesturgötu 119, eignarhluti 01 0201 sem er 259,2 fermetra iðnaðarhúsnæði á Akranesi, fastanr. 223-9631, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum. Leigutíminn hefst 1. okt. 2010 og lýkur þann 1. febrúar 2011. Fellur samningurinn þá úr gildi án uppsagnar, nema um annað verði samið. Leiga er kr. 100.000 á mánuði. Notkun húsnæðisins er ætluð fyrir starfsemi Skagaleikflokksins.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Til máls tóku: KJ, ÁMJ

Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og samþykkir jafnframt að vísa fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþ. 8:0

Hjá sat KJ

21.Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar árið 2010

1010037

Bréf fjármálastjóra, dags. 5. okt. 2010, þar sem óskað er staðfestingar Akraneskaupstaðar á meðf. gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar sem gildir fyrir árið 2010.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti 9:0

21.1.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010

1010035

Fundargerð 92. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 23. sept. 2010.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00