Fara í efni  

Bæjarstjórn

1186. fundur 25. mars 2014 kl. 17:00 - 17:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1301269

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 25. febrúar 2014.

2.Þjónustumiðstöð fyrir aldraða - viðauki

1403086

Viðauki við fjárhagsáætlun 2014, vegna fyrirhugaðra kaupa Akraneskaupstaðar á fasteigninni Dalbraut 6 og lóðaréttindum, fastanúmer 210-0560. Bæjarráð vísar viðaukanum til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn.

Samþykkt 9:0.

3.Þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Akranesi - Dalbraut 6

1306073

Drög að kaupsamningi vegna Dalbrautar 6 og viðauka við hann. Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar og staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning og viðauka við kaupsamninginn milli Akraneskaupstaðar og Bifreiðastöðvar Þórðar Þ. Þórðarsonar ehf.

Bæjarstjóra verði falið að skrifa undirframangreind skjöl til staðfestingar þeim skuldbindingum sem í því felast fyrir Akraneskaupstað.
Til máls tóku: ÞÞÓ, SK, GS og GPJ.

Samþykkt 9:0.

4.Mannréttindastefna Akraneskaupstaðar

1303082

Bæjarráð þakkar starfshópi um mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar fyrir vel unnið starf og vísar lokaútgáfunni til samþykktar í bæjarstjórn.

Til máls tók: GB.

Samþykkt 9:0.

5.Fundargerðir 2014 - bæjarstjórn.

1401184

1185. fundargerð bæjarstjórnar frá 11.3.2014.

Til máls um lið 5 tók EBr, RÁ

Fundargerðin staðfest 9:0.

6.Fundargerðir 2014 - bæjarráð.

1401158

3213. fundargerð bæjarráðs frá 13.3.2014 og 3214. fundargerð bæjarráðs frá 20.3.2014.

Lagðar fram.

7.Fundargerðir 2014 - fjölskylduráðs.

1401159

136. fundargerð fjölskylduráðs frá 18.3.2014.

8.Fundargerðir 2014 - framkvæmdaráð.

1401160

116. fundargerð framkvæmdaráðs frá 6.3.2014 og 117. fundargerð frá 20.3.2014.

9.Fundargerðir 2014 - Faxaflóahafnir sf.

1401090

118. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 14.3.2014.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00