Fara í efni  

Bæjarstjórn

1159. fundur 20. desember 2012 kl. 17:00 - 17:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Hjördís Garðarsdóttir varamaður
  • Andrés Ólafsson fjármálastjóri og settur bæjarritari
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Gunnhildur Björnsdóttir varamaður sat fundinn í stað Hrannar Ríkharðsdóttur varamanns.
Hjördís Garðarsdóttir varamaður sat fundinn í stað Þrastar Þórs Ólafssonar.

Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

1.Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili - ábyrgð á láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

1212068

Einföld ábyrgð Akraneskaupstaðar vegna lántöku Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 110.000.000 kr.
Breyting á samþykkt bæjarstjórnar frá 11. desember 2012.

Samþykktin verði eftirfarandi:
,,Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 110.000.000 kr. til , í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún http://akrone/onecrm/oneForms/icons/print.gif">í hlutfalli við eignarhluti í Höfða. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu nýrrar hjúkrunarálmu og breytingu á tvíbýlum í einbýli sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins að eignarhald að félaginu megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Akraneskaupstaður selji eignarhlut í Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili til annarra opinberra aðila, skuldbindur Akraneskaupstaður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Andrési Ólafssyni, fjármálastjóra, kt. 060951-4469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Akraneskaupstaðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. Um leið fellur úr gildi samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 11. desember 2012 um sama efni."

Samþykkt 9:0.


Fundi slitið - kl. 17:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00