Fara í efni  

Bæjarstjórn

1148. fundur 22. maí 2012 kl. 17:00 - 18:20 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson 1. varaforseti
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir (GB) varamaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
1. varaforseti, Guðmundur Páll Jónsson, stýrði fundi og bauð hann fundarmenn velkomna til fundarins.

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2011 - A hluti

1205023

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2011, A-hluti. Síðari umræða.
1.1. Aðalsjóður
1.2. Eignasjóður
1.3. Gáma
1.4. Byggðasafn
1.5. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Til máls tóku: EB, HR, bæjarstjóri, EB, HR, GS, bæjarstjóri, GPJ, GS

Einar Brandsson lagði fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokksins:

Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ársreiknings Akraneskaupstaðar 2011 á bæjarstjórnarfundi nr.1148, 22 maí 2012.

Þegar niðurstöður ársreiknings Akraneskaupstaðar fyrir árið 2011 er lagður fram kemur í ljós að meirihlutinn hefur misst tök á útgjaldahlið rekstrar Akraneskaupstaðar á sínu fyrsta heila ári við völd. Tap af rekstri er tæpar 195 milljónir króna sem er 216 milljón króna lakari afkoma en áætlað var í upphaflegri fjárhagsáætlun. Sú niðurstaða er í raun ennþá verri ef horft er til þess að tekjur bæjarfélagsins voru talsvert hærri en áætlað var og framkvæmdir á árinu voru í lágmarki. Launakostnaður hækkar mikið og er aðalskrifstofa kaupstaðarins þar í fararbroddi.

Í kjölfar efnahagshrunsins á sínum tíma greip þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins, í góðu samstarfi við hluta þáverandi minnihluta, til sársaukafullra en nauðsynlegra sparnaðaraðgerða á árunum 2009 og 2010 sem lækkuðu útgjöld bæjarins um 260 milljónir króna. Þær aðgerðir skiluðu tilætluðum árangri en því miður tók núverandi meirihluti þá ákvörðun að afturkalla þær flestar. Afleiðingar þeirrar ákvörðunar liggja nú fyrir í vaxandi taprekstri.

Þó fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar sé að mörgu leyti sterk leggja ný sveitarstjórnarlög þær skyldur á herðar kjörinna fulltrúa að rekstur sveitarfélaga sé í jafnvægi á hverju þriggja ára tímabili. Nú er fyrsta slíka tímabilið að verða hálfnað og því þarf rekstur Akraneskaupstaðar að skila talsverðum hagnaði á næsta eina og hálfa ári. Það mun ekki nást nema með gjörbreyttum vinnubrögðum meirihluta bæjarstjórnar eins og við höfum ítrekað bent á í umræðum og bókunum í bæjarstjórn.

Sparnaðaraðgerðir eru ávallt umdeilanlegar og sársaukafullar, sérstaklega þegar horft er til þess að 60% af rekstrarútgjöldum sveitarfélaga er launakostnaður. Bæjarfulltrúar meirihlutans verða að bregðast nú þegar við í rekstri sveitarfélagsins og horfast í augu við þær staðreyndir sem ársreikningurinn leiðir í ljós. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu hér eftir sem hingað til ekki víkjast undan erfiðum ákvörðunum og hvetja aðra bæjarfulltrúa til hins sama."

22.05.2012

Gunnar Sigurðsson (sign)

Einar Brandsson (sign)

Hrönn Ríkharðsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta bæjarstjórnar:

,,Bókun meirihluta bæjarstjórnar vegna ársreiknings Akraneskaupstaðar fyrir árið 2011:

Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir árið liggur nú fyrir.

Afkoma ársins er ekki í samræmi við væntingar bæjaryfirvalda og hefur versnað frá árinu 2010, nokkuð umfram fjárhagsáætlun, en þær skýringar helstar eru utanaðkomandi áhrif sem Akraneskaupstaður hefur að mestu leyti engin áhrif á, svo sem verðbólga, óhagstæð gengisþróun og hækkun lífeyrisskuldbindinga. Í þessu samhengi verður að líta til þess að á síðasta kjörtímabili jók þáverandi meirihluti langtímaskuldir kaupstaðarins nánast fjórfalt og hefur sú aukna skuldsetning töluverð áhrif.

Ef skoðuð er rekstrarafkoma kaupstaðarins í heild sinni til að átta sig á breytingum frá fyrra ári, má sjá eftirfarandi:

Rekstrarafkoma sem er neikvæð um 194,6 m.kr. versnar frá fyrra ári, en þá var afkoman jákvæð um 383,2 m.kr. Breyting milli ára er því samtals 577 m.kr.

Helstu stærðir sem hafa áhrif á þessa niðurstöðu frá fyrra ári eru:

· Fjármagnsliðir fara úr jákvæðri niðurstöðu í neikvæða, frávik 303 m.kr.

· Lífeyrisskuldbindingar aukast (án Höfða) um 37 m.kr.

· Halli á málefnum fatlaðra, en rekstur þess málaflokks var tekinn yfir á árinu var 15,3 m.kr.

· Rekstur Höfða fer úr jákvæðri niðurstöðu í neikvæða; frávik 102,8 m.kr., þar af hækkuðu lífeyrisskuldbindingar um 59 m.kr. og tekjur lækkuðu vegna fækkunar hjúkrunarrýma um 26 m.kr.

Í ljósi niðurstöðu ársreikningsins er ljóst að bæjarstjórn mun skoða til hvaða aðgerða mögulegt og raunhæft er að grípa, þannig að rekstrarstaða kaupstaðarins komist í betra horf. Markmiðið er að spara án þess þó að skerða grundvallarþjónustu. Að þeim málum er nú þegar unnið undir stjórn bæjarráðs.

Fjárhagslegur og félagslegur grundvöllur Akraneskaupstaðar stendur traustum fótum, og mun bæjarstjórn Akraness gera sitt til, þannig að kaupstaðurinn geti áfram veitt íbúum sínum afbragðsþjónustu með sambærilegum hætti og verið hefur undanfarin misseri, eins og fjölmargar viðurkenningar til stofnana kaupstaðarins bera vitni um."

Akranesi, 22. maí 2012.

Guðmundur Páll Jónsson (sign)

Hrönn Ríkharðsdóttir (sign)

Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)

Einar Benediktsson (sign)

Gunnhildur Björnsdóttir (sign)

Dagný Jónsdóttir (sign)

Þröstur Þór Ólafsson (sign)

Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með undirritun sinni.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2011 - B hluti

1205024

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2011, B-hluti. Síðari umræða.
2.1. Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili
2.2. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.3. Háhiti ehf.

Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með áritun sinni.

3.Ársreikningar Akraneskaupstaðar 2011 - samstæða

1205025

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2011. Síðari umræða.

Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með undirritun sinni.

4.Bifreiðakaup v/ þjónustumiðstöð - ZZ-F23

1203099

Bréf bæjarráðs dags. 18. maí 2012, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu um að söluandvirði bifreiðarinnar VZ-312 verði nýtt sem hluti af sparnaði Framkvæmdastofu árið 2012.

Samþykkt 9:0.

5.Reglur um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana - breyting 2012

1204100

Bréf bæjarráðs dags. 18. maí 2012 þar sem breytingum á reglum um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku: HR, GPJ, ÞÞÓ

Reglurnar samþykktar 9:0 með áorðnum breytingum.

6.Bæjarstjórn - 1147

1205003

Fundargerð bæjarstjórnar frá 8. maí 2012.

Fundargerðin staðfest 9:0.

7.Bæjarráð - 3152

1205005

Fundargerð bæjarráðs frá 8. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2011 - A hluti

1205023

7.2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2011 - B hluti

1205024

7.3.Ársreikningar Akraneskaupstaðar 2011 - samstæða

1205025

8.Bæjarráð - 3153

1205006

Fundargerð bæjarráðs frá 10. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.1.Samkomulag um launakjör

1203122

8.2.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - kostnaðarskipting.

1205039

8.3.Bifreiðakaup v/ þjónustumiðstöð - ZZ-F23

1203099

8.4.Tölvukaup skv. tilboði

1202226

8.5.Fasteignaskattur 2012 - umsóknir um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

1203047

8.6.Styrkir 2012 - v/menningar, íþróttamála, atvinnumála og annara mála.

1202070

8.7.Reglur um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana - breyting 2012

1204100

8.8.Suðurgata 57 (Landsbankahús) - hugsanleg nýting

1201238

8.9.Rannsóknir á hrossum á Kúludalsá

1205059

8.10.Minka- og refaveiðar - framlög

1205028

8.11.Fjallskilasamþykkt - nefnd um sameiningu samþykkta

1202233

8.12.K.F.U.M. og K. 50 ára - styrkbeiðni

1204143

8.13.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

8.14.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 67

1205012

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 14. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.1.Hagaflöt 10, innbyrðis breytingar og breyttur eigandi

1205044

9.2.Vogabraut 4 umsókn um merkingar á sumarhóteli

1205070

9.3.Kalmansvellir 6 umsókn um viðbyggingu

1205074

9.4.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag

1202219

9.5.Deiliskipulag - Grófurðunar- og vélhjólasvæði

1205064

9.6.Jörundarholt - stórbílastæði

1204038

Til máls tóku: GS, HR

Hrönn óskaði upplýsinga um skipulag Jörundarholts.

9.7.Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar 2012

1205089

9.8.Efnistaka á Langasandi 2012

1205088

10.Stjórn Akranesstofu - 53

1205002

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 3. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.1.Byggðasafnið - starfsmannamál

1112097

10.2.Bókasafn - erindi bæjarbókavarðar varðandi héraðsskjalasafn

1203204

10.3.Sólmundarhöfði - gömlu húsin

1205011

10.4.Garðalundur/Langisandur - uppbygging þjónustu og afþreyingar

1205010

10.5.Viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar 2012

1204005

11.Stjórn Akranesstofu - 54

1205013

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 15. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.1.Bæjarlistamaður Akraness 2012

1204004

11.2.Erlendir listamenn - heimsókn á Akranes

1205098

11.3.Akranesstofa - ferðamál

1203043

11.4.Garðakaffi - samningur um rekstur 2012

1203207

Til máls tóku: HR, ÞÞÓ, GS

11.5.Tjaldsvæði- samningur um rekstur 2012

1203206

12.Framkvæmdaráð - 77

1205015

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 16. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.1.Vinnuskóli Akraness - laun 2012

1204116

12.2.Gjaldskrár íþróttamannvirkja 2012

1201089

12.3.Verktakar - aðkeypt þjónusta

1203071

12.4.Langisandur - viðgerð á útisturtu

1205101

12.5.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

13.Fjölskylduráð - 89

1203024

Fundargerð fjölskylduráðs frá 15. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.1.IPA - umsókn um fjármagn

1205072

13.2.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni

1205073

13.3.Félagsþjónustan - verkferlar og vinnulag mars 2012

1203127

13.4.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205078

13.5.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205097

13.6.Fyrirmyndarstofnun 2012 STRV

1205093

13.7.Stóri leikskóladagurinn

1205063

13.8.Starfsreglur um sérkennslu í leikskólum á Akranesi

1205051

13.9.Verklagsreglur leikskóla

902012

13.10.Vinnustaðagreining - starfsmenn Akraneskaupstaðar nóv - des 2011

1104089

13.11.Málefni aldraðra - skipan starfshóps

1203023

13.12.Tillaga til umsagnar mál 120 - heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

1203198

13.13.Herdísarholt

1205050

13.14.Skagastaðir - starfsemi á árinu 2012

1110305

13.15.Búseta fatlaðra framtíðarhugmyndir

1204075

13.16.Tillaga til þingsályktunar mál 220 - tímasett áætl. um flutning heilsug. frá ríki til sveitarfél.

1203208

14.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2012

1201149

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 11. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00