Fara í efni  

Bæjarstjórn

1390. fundur 12. mars 2024 kl. 17:00 - 17:40 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Magni Grétarsson varamaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun tillaga - Starfshópur um stefnumótun í öldrunarþjónustu

2312001

Bæjarráð samþykkti stefnu Akraneskaupstaðar í öldrunarþjónustu á fundi sínum þann 29. febrúar 2024 og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tóku:
LL, VLJ úr stóli forseta varðandi málsmeðferð og KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykktir stefnu Akraneskaupstaðar í öldrunarþjónustu.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness felur velferðar- og mannréttindaráði að formgera tillögur um forgangsröðun verkefna sem fari svo til efnislegrar meðferðar í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

2.Elínarvegur gatnagerð- umsókn um framkvæmdaleyfi

2403023

Umsókn Festi h. um framkvæmdarleyfi um gatnagerð og gerð reiðvegar á hluta Elínarvegs ásamt yfirborðsmótun við suðurenda Elínarvegs frá Hausthúsatorgi og afrein frá Akranesvegi. Á framkvæmdartíma verður opið fyrir umferð norður Elínarveg.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar á Elínarvegi skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir framkvæmdaleyfi skv. 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og reiðvegs á Elínarvegi.

Samþykkt 9:0

3.Deiliskipulag breyting á Sementsreit - Suðurgata 124

2312105

Breyting á deiliskipulagi Sementsreits vegna lóðarinnar Suðurgata 124. Heimilt verður að byggja íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum með allt að tveimur íbúðum ásamt bílskúrum.

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 30. janúar til 29. febrúar 2024 fyrir húseigendum við Suðurgötu 121, 122, 123 og 126 og Skagabraut 15, 17, 19 og 21.

Engar athugasemdir bárust.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send til Skipulagsstofnunar og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþkkir deiliskipulagsbreytingu á Sementsreit vegna lóðarinnar Suðurgata 124, að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

4.Samræmd móttaka flóttafólks

2209282

Bæjarráð samþykkti samningsdrögin með tilteknum athugasemdum/ábendingum á fundi sínum þann 29. febrúar 2024 og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tók:
KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir samningsdrögin en tekur undir ábendingar bæjarráðs um að skýra þurfi gildistímaákvæði samningsins sem og athugasemdir er lúta að að vanhöldum ríkisins um að fullnægja samningsbundna greiðsluskyldu sína.

Samþykkt 9:0

5.Fundargerðir 2024 - bæjarráð

2401002

3556. fundargerð bæjarráðs frá 29. febrúar 2024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2024 - velferðar- og mannréttindaráð

2401003

221. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 5. mars 2024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð

2401004

235. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. mars 2024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð

2401005

289. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. febrúar 2024

290. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 4.mars 2024
Til máls tók:
RBS um fundargerð nr. 290, dagskrárliði nr. 2 og nr. 3.


Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - Orkuveita Reykjavíkur

2301019

345. fundargerð stjórnar OR frá 27. nóvember 2023

346. fundargerð stjórnar OR frá 18. desember 2023
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2024 - Orkuveita Reykjavíkur

2401027

347. Fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur 16. janúar 2024

348. Fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur 22. janúar 2024
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2401028

944. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.febrúar 2024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2024 - SSV

2401026

179. fundargerð stjórnar SSV frá 24. janúar 2024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Lánasjóður sveitarfélaga aðalfundur 2024

2402325

Fundarboð aðalfundar 14.03.2024
Lagt fram.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri, fari með atkvæðarétt Akraneskaupstaðar á aðalfundi Lánasjóðsins þann 14. mars næstkomandi.

Samþykkt 9:0

14.Fundargerðir 2024 - stjórn fjallskilanefndar

2401029

16. fundur fjallskilanefndar frá 19.febrúar 2024
Til máls tóku:
RBS, EBr og VLJ úr stóli forseta.

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00