Fara í efni  

Bæjarstjórn

1348. fundur 08. mars 2022 kl. 17:00 - 18:58 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varamaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Ólafur Adolfsson bæjarfulltúi, tekur þátt í fundinum í fjarfundi og samþykkir fundargerðina í lok fundar með rafrænum hætti.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2002293 Grjótkelduflói - landamerki / sveitarfélagamörk en málið var afgreitt á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. mars síðastliðinn sbr. fundargerð ráðsins nr. 232.

Jafnframt er óskað eftir að bæta við mál 2201005 fundargerð skipulags- og umhverfisráðs nr. 231 frá 28. febrúar síðastliðnum.

Málið verður númer 6 í dagskránni verði afbrigðin samþykkt og númer annarra mála á fundinum, miðað við útsenda dagskrá, hliðrast sem því nemur (verða þá nr. 7 til og með nr. 13).

Samþykkt 9:0

1.Innrás Rússa í Úkraínu fordæmd

2203036

Bókun bæjarstjórnar Akraness vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu.
Til máls tóku:

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun bæjarstjórnar Akraness:

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og lýsir sig jafnframt reiðubúna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Bæjarstjórn tekur einróma undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar síðastliðnum, sem og yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga sem bæjarfulltrúar hafa stutt með undirritun sinni.

Samþykkt 9:0

2.Skýrsla bæjarstjóra 2022

2203034

Skýrsla bæjarstjóra vegna tímabilsins frá september 2021 til og með febrúar 2022.
Til máls tóku:
SFÞ, RÓ, RBS, RÓ, RBS, KHS og RBS.

Lagt fram.

3.Aðalskipulag Hausthúsatorg - breyting

2009133

Breyting á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst frá 30. desember til og með 17. febrúar 2022. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Veitum og Landsneti á auglýsingartíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn, að breyting á aðalskipulagi vegna Hausthúsatorgs verði samþykkt og send Skipulagsstofnun.
Til máls tóku:
ÞG sem óskar eftir að víkja af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar sem og fundarliðar nr. 4. Fundarmenn gerðu ekki athugasemdir við ákvörðun bæjarfulltrúans.
RBS, sem óskar eftir að tjá sig bæði um fundarlið nr. 3 og nr. 4 saman undir dagskrárlið nr. 3.
Forseti heimilar fundarmönnum, kjósi þeir svo, að fjalla um báða fundarliðina undir þessum lið en eðli máls samkvæmt verða þeir afgreiddir sjálfstætt.

Bæjarstjórn Akranes samþykkir breytingu á aðalskipulagi vegna Hausthúsatorgs og að aðalskipulagið verði sent Skipulagsstofnun.

Samþykkt 8:0

4.Deiliskipulag Hausthúsatorg

2009134

Nýtt deiliskipulag skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, var auglýst frá 30. desember til og með 17. febrúar 2022. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Veitum og Landsneti á auglýsingartíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt, sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu vegna Hausthúsatorgs, að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0

ÞG tekur sæti á fundinum að nýju.

5.Deiliskipulag Sementsreits - Suðurgata nr. 92, nr. 94 og nr. 96.

2112195

Breyting á mænishæð var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tímabilið frá 14. janúar til og með 13. febrúar 2022. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir skipulagsbreytingu vegna deiliskipulags Sementsreits vegna Suðurgötu nr. 92, nr. 94 og nr. 96.

Samþykkt 9:0

6.Grjótkelduflói - landamerki / sveitarfélagamörk

2002293

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi drög að samkomulagi um breytt sveitarfélagamörk milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.

Erindið verði í framhaldinu sent á sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi um breytt sveitarfélagamörk Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.

Samþykkt 9:0

7.Sveitarstjórnarkosningar 2018 - 2022 - breytingar og kjörbréf

2202164

Björn Guðmundsson verði varabæjarfulltrúi í stað Ásu Katrínar Bjarnadóttur.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að Björn Guðmundsson verði varamaður í bæjarstjórn Akraness í stað Ásu Katrínar Bjarnadóttur sem býr erlendis vegna náms.

Fyrir mistök í stjórnsýslunni hafði Margrét Helga Isaksen áður verið samþykkt sem varamaður en Björn var ofar á samþykktum framboðslista Samfylkingarinnar við sveitarstjórnarkosningarnar 2018 vegna tímabilsins 2018 til og með 2022 og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessu.

Samþykkt 9:0

8.Þroskahjálp - stofnframlag

2101284

Þroskahjálp var einn af samstarfsaðilum sem undirritaði viljayfirlýsingu með Akraneskaupstað um uppbyggingu á leiguhúsnæði fyrir fatlað fólk á Akranesi 2020 (Samstarf um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátt).

Umsóknarfrestur til að sækja um stofnframlag er til 21. mars 2022 og Þroskahjálp vilja sveitarfélagins til samstarfs um uppbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk með því að sækja um stofnframlag 2022.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja yfirlýsing um samstarf við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um stofnframlag og uppbyggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk á Akranesi og þær kvaðir sem nauðsynlegar eru samkvæmt lögum um almennar íbúðir og reglugerð nr. 183/2020.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
EBr og KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að raungera fyrri yfirlýsingu og samþykkir fyrir sitt leyti að Þroskahjálp sæki um stofnframlag vegna fyrirhugðrar uppbyggingar á Akranesi á íbúðum fyrir fatlað fólk.

Verði umsókn Þroskahjálpar um stofnframlag samþykkt, skuldbindur bæjarstjórn Akraness sig til að uppfæra fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar til samræmis við ákvörðunina.

Samþykkt 9:0

9.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3492. fundargerð bæjarráðs frá 24. febrúar 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

176. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 1. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

184. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 15. febrúar 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

230. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 21. febrúar 2022.
231. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 28. febrúar 2022.
Til máls tók:
RBS um fundargerð nr. 230, fundarlið nr. 1, nr. 3 og nr. 9.
RBS um fundargerð nr. 231, fundarlið nr. 4 og nr. 6.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2022 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2201057

907. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar 2022.
Til máls tóku:
ÓA um dagskrárlið nr. 9.
RÓ um dagskrárlið nr. 9.
VLJ um dagskrárlið nr. 9.
ÓA um dagskrárlið nr. 9.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:58.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00