Fara í efni  

Bæjarstjórn

1347. fundur 22. febrúar 2022 kl. 17:00 - 17:50 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Jafnlaunavottun - viðhaldsvottun 2022

2108135

Viðhaldsvottun jafnlaunvottunar fer fram dagana 28. febrúar og 1. mars næstkomandi. Jafnlaunakerfi Akraneskaupstaðar er í sífelldri endurskoðun og lögð er til smávægilegar orðalagsbreytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness þann 12. janúar 2021.

Velferðar- og mannréttindaráð, skóla- og frístundaráð og skipulags- og umhverfisráð samþykkja eða gera ekki athugasemdir við breytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar og vísa stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar en breytingarnar nú taka m.a. mið af ábendingum vottunaraðilans Versa Vottun ehf. og breytingum í löggjöf sem lúta að jafnrétti kynjanna.

Samþykkt 9:0

2.Reiknilíkan leikskólanna

1906136

Fjárhagsáætlun leikskóla 2022 - viðauki 1.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. febrúar, aukna fjárveitingu að fjárhæð kr. 6,9 m.kr. til Teigasels vegna fjölgunar barna í þjónustu umfram áætlun sem tekur til tímabilsins mars til og með desember næstkomandi.

Gera þarf ráð fyrir auknu fjármagni sem þessu nemur við fjárhagáætlun ársins 2023. Ráðstöfuninni er mætt af liðnum 20830-4995 og fært á liðinn 04130-1691.
Til máls tók: VLJ sem víkur af fundi undir þessum lið og óskar eftir afleysingu frá 1. varaforseta.
Engin fundarmanna gerir athugasemdir við ákvörðun bæjarfulltrúans.

EBr, 1. varaforseti, tekur við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar, samtals að fjárhæð 6,9 m.kr., sem er mætt af liðnum 20830-4995 og er fært á liðinn 04130-1691.

Samþykkt 8:0

VLJ tekur sæti á fundinum að nýju og tekur við stjórn fundarins.

3.Fjöliðjan Smiðjuvellir 28 - leigusamningur

2202071

Leigusamningur við Línuvélar ehf. um húsnæði fyrir Fjöliðjuna að Smiðjuvöllum 28 til þriggja ára.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi húsaleigusamning til þriggja ára vegna starfsemis Fjöliðjunar vegna tímabilsins 1. maí 2022 til og með 28. febrúar 2025 og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og undirritun samningsins. Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn að fjárhæð kr. 5.865.200 vegna ráðstöfunarinnar sem mætt verður af liðnum 20830-4995 og fært á liðinn 02240-4420.

Um virðisaukaskattskylda leigu húsnæðis er að ræða sem gert er ráð fyrir að fáist endurgreidd frá ríkisskattstjóra vegna virðisaukaskattskyldrar starfsemi Fjöliðjunnar.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 vegna framangreinds og vísaði honum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Til máls tók: KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar, samtals að fjárhæð kr. 5.866.000, sem er mætt af liðnum 20830-4995 og er fært á liðinn 02240-4420.

Samþykkt 9:0

4.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging

2201087

Á 172. fundi velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 19. janúar 2022 var tekið fyrir erindið - Dalbraut 8 - uppbygging. Drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp vegna uppbyggingar samfélagsmiðstöðvar að Dalbraut 8.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti fyrirliggjandi drög að erindisbréfi stýrihóps og vísaði drögunum til bæjarráðs.
Á fundi sínum þann 10. febrúar 2022 samþykkti bæjarráð fyrirliggjandi drög að erindisbréfi stýrihóps vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar samfélagsmiðstöðvar að Dalbraut 8.

Gert er ráð fyrir að í stýrihópnum verði tveir fulltrúar bæjarstjórnar og annar þeirra gegni formennsku, ytri verkefna- eða fagstjóri og fulltrúar frá viðkomandi fagsviðum þ.e. velferðar- og mannréttindasviði, skóla- og frístundasviði og skipulags- og umhverfissviði.

Er stýrihópnum ætlað að leggja fyrir tillögur á sameiginlegum fundi bæjarráðs, velferðar- og mannréttindaráðs, skóla- og frístundaráðs og skipulags- umhverfisráðs ásamt öðrum hagsmunaðilum eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi. Eðli máls samkvæmt getur breyting orðið á skipan bæjarfulltrúa í hópnum í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor.
Til máls tóku:
GVG, KHS, RÓ, ELA,

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf stýrihóps vegna uppbyggingar samfélagsmiðstöðvar að Dalbraut 8.

Samþykkt 9:0

Forseti leggur fram þá tillögu að fulltrúar bæjarstjórnar Akraness í stýrihópnum verði bæjarfulltrúarnir Kristinn Hallur Sveinsson og Einar Brandsson.

Samþykkt 9:0

5.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði

2201071

Á 172. fundi velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 19. janúar 2022 var tekið fyrir og samþykkt drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp vegna uppbyggingar á húsnæði fyrir áhaldshús, Fjöliðjuna vinnu- og hæfingarhluta og Búkollu.

Velferðar- og mannréttindaráð vísaði drögunum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. febrúar 2022 fyrirliggjandi drög að erindisbréfi stýrihóps vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á húsnæði fyrir Áhaldahús, Fjöliðjuna vinnu- og hæfingarhluta og Búkollu.

Gert er ráð fyrir að í stýrihópnum verði tveir fulltrúar bæjarstjórnar og annar þeirra gegni formennsku, fulltrúar Fjöliðjunnar, áhaldahúss og Búkollu og fulltrúar frá viðkomandi fagsviðum þ.e. velferðar- og mannréttindasviði og skipulags- og umhverfissviði.

Er stýrihópnum ætlað að leggja fyrir tillögur á sameiginlegum fundi bæjarráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs ásamt öðrum hagsmunaðilum eigi síðar en 2. apríl næstkomandi.
Til máls tóku:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf stýrihóps vegna uppbyggingar á húsnæði fyrir áhaldahús, Fjöliðjuna vinnu- og hæfingarhluta og Búkollu.

Samþykkt 9:0

Forseti leggur fram þá tillögu að fulltrúar bæjarstjórnar Akraness í stýrihópnum verði bæjarfulltrúarnir Kristinn Hallur Sveinsson og Einar Brandsson.

Samþykkt 9:0

6.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3489. fundargerð bæjarráðs frá 10. febrúar 2022
3490. fundargerð bæjarráðs frá 14. febrúar 2022
3491. fundargerð bæjarráðs frá 15. febrúar 2022
Til máls tóku:
RÓ vegna fundargerðar nr. 3489, dagskrárliður nr. 9.
RÓ óskar eftir upplýsingum varðandi stöðu máls sem tengist nýlegu útboði á lóðum á Sementsreit sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 13. desember 2021 og hvort virkt samtal sé í gangi á milli aðila.
SFÞ svarar því til að virkt og mjög gott samtal sé í gangi, gögn sem óskað hefur verið eftir skv. útboði hafa verið rýnd, m.a. af ytri ráðgjafa og endurskoðanda Akraneskaupstaðar.
EBr, spyr jafnframt um útboðsmálið á Sementsreitnum.
SFÞ svarar.
GVG spyr um málefni Skagans 3x sem hefur verið mikið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið.
SFÞ segir frá þeim samtölum sem hann hefur átt við fulltrúa fyrirtækisins.
RÓ þakkar þau svör sem hún hefur fengið við spurningum sínum.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

175. fundur velferðar- og mannréttindaráðs þann 15. febrúar 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

104. fundargerð skóla- og frístundaráðs þann 15. febrúar 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2022 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2201057

906. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. febrúar 2022.
Til máls tóku:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00