Fara í efni  

Bæjarstjórn

1344. fundur 11. janúar 2022 kl. 17:00 - 18:12 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Einar Brandsson varaforseti, stýrir fundi í forföllum forseta.

Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar og óskar þeim og fjölskyldum þeirra sem og öðrum Skagamönnum gleðilegs árs.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2104261 Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3C, mál nr. 2104262 Deiliskipulag Skógarhverfi 5 og mál nr. 2111071 Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áfangi Baugalundur 24 en málin voru samþykkt á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 10. janúar sbr. fundargerð ráðsins nr. 225.

Jafnframt er óskað eftir að taka inn með afbrigðum mál 2101002 fundargerðir bæjarráðs á árinu 2021 og mál nr. 2201002 fundargerðir bæjarráðs á árinu 2022.

Málin verða númer 7, nr. 8, nr. 9, nr. 10 og nr. 11 í dagskránni verði afbrigðin samþykkt og númer annarra mála á fundinum, miðað við útsenda dagskrá, hliðrast sem því nemur (verða þá nr. 12 til og með nr. 19).

Samþykkt 8:0

Fundurinn fer einnig fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja þeir bæjarfulltrúar sem taka þátt í fundinum með þeim hætti,fundargerðina með rafrænum hætti. Um er að ræða bæjarfulltrúana Ólafur Adolfsson og Þórður Guðjónsson. Vegna tæknilegra vandamála komst Ólafur Adolfsson ekki inn á fundinn og gat því ekki tekið þátt í afgreiðslu mála.

1.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102302

Sameiginlegur viðauki nr. 34.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar á fundi sínum nr. 3482 þann 16. desember síðastliðinn og vísaði honum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021 en viðaukinn felur í sér tilfærslu á milli deilda samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali og hefur ekki áhrif á væntanlega rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 8:0

2.Fjárhagsáætlun Höfða 2021 - viðauki 2

2111154

Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2021.
Bæjarráð samþykkti viðauka 2 frá Höfða við fjárhagsáætlun ársins 2021 og vísaði honum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 35 á fundi sínum nr. 3482 þann 16. desember síðastliðinn og að vísa honum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar. Í viðaukanum er teknir saman viðauki nr. 1 frá Höfða, sem samþykktur var á fundi bæjarráðs nr. 3468 þann 16. september síðastliðinn, sem og viðauki nr. 2 frá Höfða, sem samþykkur var á fundi bæjarráðs nr. 3482 þann 16. desember síðastliðinn.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021 en viðaukinn gerir ráð fyrir að 57.872 þús. kr. betri rekstrarniðurstöðu hjá Höfða en upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir og að rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar (A- og B- hluti) verði því betri sem nemur sömu fjárhæð.

Samþykkt 8:0
Fylgiskjöl:

3.Langtímaveikindi starfsmanna 2021 (veikindapottur)

2108149

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 36 að fjárhæð kr. 31.904.196 og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tóku:
ELA sem óskar eftir að víkja af fundi. Enginn fundarmanna gerir athugasemd við þá ákvörðun bæjarfulltrúans.
SMS, SFÞ og KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 36 vegna fjárhagsáætlun ársins 2021 samtals að fjárhæð kr. 31.904.196 sem færast á milli kostnaðarstaða (deilda) samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali. Ráðstöfuninni er mætt með auknum skatttekjum á deild 00010-0020.

Samþykkt 7:0

Heildarúthlutun til stofnana Akraneskaupstaðar vegna kostnaðar við afleysingar vegna langtímaveikinda starfsmanna á árinu 2021 er samtals kr. 74.544.196.

ELA tekur sæti á fundinum á ný.
Fylgiskjöl:

4.Deiliskipulag Flóahverfis - Breyting grænir iðngarðar

2109252

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis sem felst m.a. í að breyta lóðum og gatnakerfi svæðisins.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst til kynningar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að deiliskipulagsbreyting Flóahverfis verði auglýst til kynningar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 8:0

5.Deiliskipulag 1. áfangi Skógarhverfi - breyting Beykiskógar 19

2106126

Teknar voru fyrir athugasemdir sem bárust vegna Beykiskóga 19.
Skipulags- og umhverfisráð ákvað eftir ábendingar að fara í víðtækari grenndarkynningu á breytingu við Beykiskóga 19, þar sem umsókn er um hækkun á húsi um eina hæð, þ.e. heimilaðar verði fimm hæðir í stað fjögurra. Skipulags- og umhverfisráð m.a. í ljósi frekara mótmæla, leggur til við bæjarstjórn að hafna breytingunni m.t.t. þess að um lágreista byggð er að ræða, í Skógahverfi 1. áfanga sem taka þarf tillit til.
Til máls tóku:
SMS sem óskar eftir að víkja af fundi. Enginn fundarmanna gerir athugasemd við þá ákvörðun bæjarfulltrúans.

Bæjarstjórn Akraness hafnar breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Skógarhverfis vegna Beykiskóga 19 sem felst í hækkun á húsi um eina hæð (ósk um að heimilað verði fimm hæða hús í stað fjögurra hæða húss).

Samþykkt 7:0

SMS tekur sæti á fundinum á ný.

6.Deiliskipulag Skógarhverfi 4. áfangi - Asparskógar 1

2111084

Umsókn Bryggju 2 ehf., um hækkun nýtingarhlutfalls á Asparskógum 1, úr 0,51 í 0,54. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga frá 29. nóvember t.o.m. 2. desember 2021. Engar athugasemdir bárust. Samþykki barst frá tveimur aðilum.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 4. áfanga - Asparskógar 1, sem felst í hækkun nýtingarhlutfalls um 0,03 (úr 0,51 í 0,54), að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0

7.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3C - nýtt skipulag

2104261

Lögð fram greinargerð vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð sviðsstjóa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið.
Til máls tóku:
Forseti heimilar umræðu um dagskrárliði nr. 7 og nr. 8 saman.
RBS, SMS og EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fyrirliggjandi greinargerð sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs dags. 6. janúar síðastliðinn, sem samþykkt var í skipulags- og umhverfisráði þann 10. janúar síðastliðinn, verði svör bæjarstjórnar við framkomnum athugasemdum um skipulagið.

Samþykkt 5:0, 3 sitja hjá (EBr, SMS og ÞG)

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3C (nýtt skipulag), að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og það birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 5:1 (EBr), 2 sitja hjá (SMS og ÞG)

8.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 5 - nýtt skipulag

2104262

Lögð fram greinargerð vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð sviðsstjóra verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fyrirliggjandi greinargerð sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs dags. 6. janúar síðastliðinn, sem samþykkt var í skipulags- og umhverfisráði þann 10. janúar síðastliðinn, verði svör bæjarstjórnar við framkomnum athugasemdum um skipulagið.

Samþykkt 5;0, 3 sitja hjá (EBr, SMS og ÞG)

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 5C (nýtt skipulag), að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og það birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 5:1 (EBr), 2 sitja hjá (SMS og ÞG)

9.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áfangi - Baugalundur 24 breyting

2111071

Breyting á deiliskipulagi fellst í að stækka byggingarreit um 1,4 m í austur að opnu svæði og nýtingarhlutfall hækkað úr 0,35 í 0,40.
Erindið var grenndarkynnt frá 26. nóvember til og með 25. desember 2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tóku:
RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga - Baugalundur 24, sem felur í sér stækkun á byggingarreit um 1,4 m í austur að opnu svæði og hækkun nýtingarhlutfalls um 0,05 (farí úr 0,35 í 0,4), að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0

10.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3480. fundur bæjarráðs þann 9. desember 2021
3481. fundur bæjarráðs þann 13. desember 2021
3482. fundur bæjarráðs þann 16. desember 2021
3483. fundar bæjarráðs þann 22. desember 2021
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3484. fundur bæjarráðs þann 6. janúar 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

224. fundur skipulags- og umhverfisráðs frá 3. janúar 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

180. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 10. desember 2021
181. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 14. desember 2021
Til máls tók:
BD um fundargerð 181.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

182. fundur skóla- og frístundaráðs frá 4. janúar 2022.
Til máls tók:
BD um dagskrárliði nr. 2 og nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

170. fundur velferðar- og mannréttindaráðs frá 13. desember 2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

171. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 5. janúar 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerðir 2021 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2101008

124. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 16. desember 2021 ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerðir 2021 - Orkuveita Reykjavíkur

2101009

311. fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. október 2021.

312. fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. nóvember 2021
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

19.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd 2021 - 2022

2201040

Fundargerð eigendafundar OR frá 10. desember 2021.
Til máls tóku:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:12.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00