Fara í efni  

Bæjarstjórn

1340. fundur 26. október 2021 kl. 17:00 - 19:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Deiliskipulag Akratorgsreits - Suðurgata 93 breytt nýtingahlutfall

2108070

Umsókn um heimild til að hækka nýtingarhlutfall lóðar úr 0,8 í 0,87. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 8. september til og með 8. október 2021. Engar athugasemdir bárust.

Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Suðurgötu nr. 89, nr. 90, nr. 92, 94 og 97, Sunnubraut nr. 4, nr. 6 og nr. 8.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók: RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að deiliskipulag Akratorgsreits, nýtingarhlutfall Suðurgötu 93, verði aukið úr 0,8 í 0,87, sent Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

2.Eigendafundur HEV

2110124

Fundargerð eigendafundar sem haldinn var mánudaginn 18. október síðastliðinn.

Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2022.

Bæjarráð samþykkti gjaldskrá Heilbrigðiseeftirlits Vesturlands fyrir heilbrigðis-, mengunarvarna- og matvælaeftirlit á starfssvæði þess fyrir árið 2022.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2022.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akaraness samþykkir gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir heilbrigðis-, mengunarvarna- og matvælaeftirlit á starfsvæði þess fyrir árið 2022.

Samþykkt 9:0

3.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3472. fundur bæjarráðs þann 14. október 2021
3473. fundur bæjarráðs þann 21. október 2021
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

214. fundur skipulags- og umhverfisráðs þann 11. október 2021
215. fundur skipulags- og umhverfisráðs þann 18. október 2021
216. fundur skipulags- og umhverfisráðs þann 19. október 2021
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

173. fundur skóla- og frístundaráðs þann 4. október 2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

164. fundur velferðar- og mannréttindaráðs þann 18. október 2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2021 - Faxaflóahafnir

2101010

210. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 29. september 2021.
Til máls tóku:
EBr,RBS og ÓA.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00