Fara í efni  

Bæjarstjórn

1312. fundur 28. apríl 2020 kl. 17:00 - 19:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Carl Jóhann Gränz varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.
Tveir bæjarfulltrúar, Bára Daðadóttir og Kristinn Hallur Sveinsson, taka þátt í fundinum í fjarfundarbúnaði.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2004169, Aðalskipulag og deiliskipulag vegn Skógarhverfis áfangi 3A og 3C - skipulagslýsing.

Málið verður nr. 8 í dagskránni verði afbrigðin samþykkt.

Samþykkt 9:0

1.Ársreikningur 2019 - ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit

2004032

Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar Akraness á ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit í sundurliðunarbók ársreiknings Akraneskaupstaðar vegna ársins 2019.
Forseti leggur fram tillögu um að ræða dagskrárliði nr. 1 til og með nr. 4 saman undir dagskrárlið nr. 2 og að gerð verði grein fyrir umræðunni þar þó hvert og eitt mál verði eðli máls samkvæmt afgreitt sérstaklega.

Tillagan samþykkt 9:0

Bæjarstjórn staðfestir ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit í sundurliðunarbók ársreiknings Akraneskaupstaðar vegna ársins 2019.

Samþykkt 9:0

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2019 - A hluti

2004036

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2019 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafnið í Görðum
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar

Rekstrarniðurstaða A-hluta, fyrir óreglulega liði, er jákvæð um 623,1 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 243,8 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A-hluta með óreglulegum liðum er jákvæð um 657,6 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 367,3 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í mkr. er 1.718 en nam 1.183 m.kr árið 2018.
Skuldaviðmið er 23% en var 26% árið 2018.
EBITDA framlegð er 8,38% en var 11,7% árið 2018.
Veltufé frá rekstri er 16,84% en var 21,4% árið 2018.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 89% en var 92% árið 2018.
Eiginfjárhlutfall er 57% en var 55% árið 2018.
Veltufjárhlutfall er 2,33 en var 2,75 árið 2018.
Til máls tóku:
SFÞ sem gerði grein fyrir niðurstöðu ársreikninga Akraneskaupstaðar 2019.

Framhald umræðu:
ELA, RÓ, EBr, RBS og VLJ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa ársreikningum A-hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 12. maí næstkomandi.

Samþykkt 9:0

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2019 - B-hluti

2004035

Ársreikningur Akraneskaupstaðar - B hluti
2.1. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2. Gáma
2.3. Háhiti ehf.
2.4 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 1,9 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 12,9 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Til máls tóku:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa reikningum B-hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 12. maí næstkomandi.

Samþykkt 9:0

4.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2019 - samstæða

2004034

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2019.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir óreglulega liði, var jákvæð um 621,2 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 231,0 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar með óreglulegum liðum var jákvæð um 655,6 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 354,4 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í m.kr. er 1.721 en nam 2.081 m.kr. árið 2018.
Skuldaviðmið er 23% en var 26% árið 2018.
EBITDA framlegð er 7,83% en var 10,80% árið 2018.
Veltufé frá rekstri er 15,27% en var 19,49% árið 2018.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 84% en var 87% árið 2018.
Eiginfjárhlutfall er 55% en var 53% árið 2018.
Veltufjárhlutfall er 2,19 en var 2,52 en árið 2018.

Bæjarráð staðfesti samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn Akraness að reikningurinn og ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit vegna ársins 2019 verði samþykkt.
Til máls tóku:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa samstæðureikningi A- og B-hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 12. maí næstkomandi.

Samþykkt 9:0

5.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi ráðstafanir til viðspyrnu vegna Covid-19 faraldursins.

1. Aukið fjármagn i sjóð tómstunda- og íþróttafélaga til að halda uppi öflugu félags-, tómstunda og íþróttastarfi fyrir börn og unglinga. Samtals kr. 4.500.000 sem skal ráðstafa á deild 06750-5948.

2. Fjármagn til heilsueflingar íbúa Akraness 18 ára og eldri (kr. 5.000 hreyfiseðill á hvern íbúa). Samtals kr. 15.000.0000 sem skal ráðstafað á deild 06700-5948.

3. Aukið fjármagn til viðburðarhalds í menningarmálum. Samtals kr. 3.000.000 sem skal ráðstafað á deild 05770-4950.

4. Aukið fjármagn i styrktarsjóð menningarmála. Samtals kr. 1.500.000 sem skal ráðstafað á deild 05890-5948.

5. Fjármagn til sérstaks markaðsátaks á Akranesi. Samtals kr. 4.000.000 sem skal ráðstafað á deild 13020-5948.

6. Fjármagn til nýsköpunar og tækni í innleiðingu rafrænnar þjónustu hjá Akraneskaupstað og opnað fyrir aðkomu frumkvöðla til nýsköpunar. Samtals kr. 10.000.000 sem skal ráðstafað á deild 13020-4390.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2020 að upphæð samtals kr. 38.000.000. Kostnaðarauka verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
EBr, RBS,RÓ, VLJ og ELA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2020, samtals að fjárhæð kr. 38.000.000, og að kostnaðaraukanum verði mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Samþykkt 9:0

6.Viðhald fasteigna

2004027

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 10 að fjárhæð kr. 54.000.000 vegna aukinna viðhaldsframkvæmda á árinu 2020 sem skal ráðstafað á inn á 31830-4620. Kostnaðarauka verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísaði viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
RBS, EBr, CJG, SFÞ, RBS, RÓ, RBS, EBr og RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins 2020, samtals að fjárhæð kr. 54.000.000, og að kostnaðaraukanum verði mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Samþykkt 9:0

7.Faxabraut Akranesvegur 509 - framkvæmdaleyfi

2004026

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir endurgerð á 800m kafla Faxabrautar. Framkvæmdin felur í sér gerð grjótvarnar meðfram Faxabraut, endurbyggingu á núverandi vegi og lagnavinnu.
Til máls tók:
RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir endurgerð á 800m kafla Faxabrautar en framkvæmdin felur í sér gerð grjótvarnar meðfram Faxabraut, endurbyggingu á núverandi vegi og lagnavinnu.

Samþykkt 9:0

8.Aðalskipulag- og deiliskipulag v. Skógarhverfis áf. 3A, og 3C, og Garðalundur - skipulagslýsing.

2004169

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst.
Til máls tóku:
EBr, RÓ, RBS, KHS, RBS, RÓ, KHS, EBr, ÓA, VLJ, EBr og ÓA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulags Skógarhverfis áfanga 3A og 3C og Garðalundar verði auglýst.

Samþykkt 6:1, 2 bæjarfulltrúar sitja hjá. (Samþykkir: VLJ/ELA/RBS/BD/KHS/ÓA. Á móti: EBr. Hjáseta:RÓ/CJH)

9.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3411. fundargerð bæjarráðs frá 14. apríl 2020.
3412. fundargerð bæjarráðs frá 16. apríl 2020.
3413. fundargerð bæjarráðs frá 22. apríl 2020.
Til máls tóku:
RÓ um fundargerð nr. 3412, fundarlið nr. 4.
ELA um fundargerð nr. 3412, fundarlið nr. 4.
ELA um fundargerð nr. 3413, fundarlið nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

151. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs 20. apríl 2020.
Til máls tók:
RBS um fundarlið nr. 7.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

128. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. apríl 2020.
Til máls tóku:
BD um fundarlið nr. 3.
SFÞ um fundarlið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

125. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 22. apríl 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2020 - Faxaflóahafna

2001014

191. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 17. apríl 2020.
Til máls tóku:
ÓA um fundarliði nr. 2 og nr. 5 (b. liður).
RBS um fundarlið nr. 2 og nr. 5 (b. liður)

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00