Fara í efni  

Bæjarstjórn

1305. fundur 14. janúar 2020 kl. 17:00 - 21:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir varamaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Einar Brandsson fyrsti varaforseti bæjarstjórnar stýrir fundi í veikindaforföllum forseta.

Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar. Forseti tilkynnir að afgreiðslu máls nr. 1 á dagskránni um ráðningu slökkviliðsstjóra verði frestað þar til í lok fundar og þá verði slökkt á útsendingunni.

Fundargerðin verður svo birt miðvikudaginn 15. janúar þegar nauðsynlegt tilkynningar hafi verið sendar út til umsækjenda um stöðuna.

1.Slökkviliðsstjóri - ráðning

1911046

Tillaga um ráðningu slökkviliðsstjóra fyrir slökkvilið Akranes og Hvalfjarðarsveit.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráða Jens Heiðar Ragnarsson í starf slökkviliðsstjóra.

Bæjarstjórn Akranes vill nota þetta tækifæri til að þakka Þránni Ólafssyni fyrrverandi slökkviliðsstjóra fyrir hans störf fyrir Akraneskaupstaðar og óskar honum velfarnaðar.

2.Langtímaveikindi starfsmanna 2019 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)

1905404

Bæjarráð samþykkti á fundum sínum þann 12. og 19. desember sl. úthlutun úr veikindapotti vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar sem tilkomin er vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2019. Bæjarráð vísar viðauka 18 og 20 til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
ELA sem lýsti sig vanhæfa í málinu og óskaði eftir að víkja af fundi við afgreiðsluna.
GS sem lýsti sig vanhæfa í málinu og óskaði eftir að víkja af fundi við afgreiðsluna.
RÓ og SFÞ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 18 að fjárhæð kr. 67.921.000 og nr. 20 að fjárhæð kr. 10.345.000 við fjárhagsáætlun 2019.

Samþykkt 7:0.
ELA og GS taka sæti á fundinum á nýjan leik.

3.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2019

1912262

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 19. desember sl. viðauka nr. 19 vegna launa við fjárhagsáætlun 2019 og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun 2019 en viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 9:0.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1904196

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 19. desember sl. viðauka númer 21 við fjárhagsáætlun ársins 2019 og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness. Viðaukinn hefur ekki áhrif á ætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 21. við fjárhagsáætlun 2019 en viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 9:0.

5.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

1912177

Samkvæmt breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga skal í hverju sveitarfélagi starfa formlegur samráðsvettvangur sem nefnist Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks. Í samráðshópnum skulu sitja þrír fulltrúar kosnir að bæjarstjórn.

Hagsmunasamtök fatlaðs fólk hafa tilnefnt eftirfarandi aðila: Þroskahjálp hefur tilnefnt Borghildi Birgisdóttur, Öryrkjabandalagið hefur tilnefnt Böðvar Guðmundsson og Sjálfbjörg hefur tilnefnt Sólveigu Sigurðardóttur.

Velferðar- og mannréttindaráð tók málið fyrir á fundi sínum 18. desember 2019 og mælir með því við bæjarstjórn að tilnefna Kristínu Þóru Jóhannsdóttur, Sylvíu Kristinsdóttur og Halldór Jónsson sem fulltrúa bæjarstjórnar í samráðshópnum.
Til máls tók:
KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að tilnefna Kristínu Þóru Jóhannsdóttur, Sylvíu Kristinsdóttur og Halldór Jónsson sem fulltrúa bæjarstjórnar í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

Samþykkt 9:0.

6.Fjöliðjan

1910179

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að staðsetning Fjöliðjunnar verði áfram á Dalbraut 10.

Ástæður þess eru m.a. eftirfarandi: Almenn ánægja stjórnenda og starfsmanna Fjöliðju með þá staðsetningu sbr. þarfagreiningu sem lögð hefur verið fram. Minni óvissa um tímasetningar þ.e. hvenær hægt sé að fara úr þeirri bráðabirgðaaðstöðu þar sem starfsemi Fjöliðjunnar er í dag. Starfsemi Fjöliðju hentar ekki á jarðhæð í íbúðarhúsnæði m.a. vegna hávaða og starfsemi á lóð. Ef óbreytt staðsetning verður samþykkt er ljóst að horfa þarf til stækkunar núverandi lóðar vegna hugmynda um stækkun húss og þá starfsemi sem nauðsynleg er innan lóðar.
Til máls tóku:
RBS, KHS, GS, SMS, RÓ, RBS, ELA, ÓA, SMS, RÓ, ELA, RBS og KHS.

Forseti óskar eftir að ELA, annar varaforseti, taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.
ELA tekur við stjórn fundarins.
EBr.

Forseti tekur að ný við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn samþykkir að starfsemi Fjöliðjunnar verði áfram að Dalbraut 10.

Samþykkt 9:0.

7.Vogar/Flæðilækur - Vogar 17, sameina lóðir.

1904108

Óskað hefur verið eftir að sameina lóðirnar Vogar 17 og Vogar/ Flæðilækur. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóð við Voga 17 og lóð við Voga/Flæðilæk verði sameinaðar skv. meðfylgjandi gögnum.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að sameina lóðirnar Vogar 17 og Vogar/Flæðilækur.

Samþykkt 9:0.

8.Þjóðbraut 3 - samningur um uppbyggingu

1912264

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 19. desember 2019 samning um uppbyggingu vegna Þjóðbrautar 3 og vísar samningunum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Bestla Þróunarfélags ehf. um uppbyggingu á Þjóðbraut nr. 3.

Samþykkt 9:0

9.Asparskógar 8 - Skipulagsbreyting - Umsókn um byggingarleyfi

1910187

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 28. október sl. að nýtingarhlutfall (A- og B- rýma) á lóðinni við Asparskóga 8 verði 0,48 í stað 0,46 skv. deiliskipulagi. Aukið nýtingarhlutfall vegna gerð svalaganga (B-rýma umfram það sem gert var ráð fyrir í deiliskipulagi). Byggingin er innan byggingarreits og ákvæða um hámarkshæð. Breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og umsækjanda og telst því óverulegt frávik frá deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu við Asparskóga nr. 8 sem felst breytingu á nýtingarhlutfalli (A- og B rýma) úr 0,46 í 0,48.
Breyting verð gerð skv.3.mgr.43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

10.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - breyting á skipulagsmörkum.

1906112

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð sviðsstjóra dags. 27. desember 2019 sem svar við framkominni athugasemd þar sem því er mótmælt að fella eigi úr gildi deiliskipulag fyrir síðari hluta 2. áfanga Skógarhverfis.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á skipulagsmörkum verði samþykkt sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Forseti óskar eftir að taka mál nr. 10, nr. 11 og nr. 12 saman í eina umræðu sem yrðu þá bókaðar undir lið nr. 10 en að greidd yrðu atkvæði um hvert og eitt mál undir viðeigandi málum.

Engar athugasemdir gerðar við þá tillögu forseta um málsmeðferð.

Til máls tóku:

RÓ og SMS.

Forseti óskar eftir að ELA, annar varaforseti, taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.
ELA tekur við stjórn fundarins.
EBr, RBS, EBr, RÓ, SMS, GVG, RBS, KHS, RBS, ÓA, GVG.

Forseti tekur að ný við stjórn fundarins.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu til samþykktar:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða greinargerð sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs dags. 27. desember 2019 sem svar við framkominni athugasemd um að fella eigi úr gildi deiliskipulag fyrir síðari hluta 2. áfanga Skógarhverfis.

Samþykkt 6:3 (ELA/RBS/GVG/KHS/GS/ÓA:RÓ/SMS/EBr)

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu til samþykktar:

Bæjarstjórn samþykkir breytingu á skipulagsmörkum sbr. 41. gr. skipulagslagslaga nr. 123/2010, að breytingin verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og að auglýsing um gildistöku verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 6:3 (ELA/RBS/GVG/KHS/GS/ÓA:RÓ/SMS/EBr)

11.Deiliskipulag Skógarhverfi 4.áf.

1905357

Lagt fram deiliskipulag að þéttri byggð fjölbýlishúsa milli Þjóðbrautar og Asparskóga. Deiliskipulagið var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 31. október til og með 15. desember 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag að þéttri byggð fjölbýlishúsalóða milli Þjóðbrautar og Asparskóga, að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0, einn bæjarfulltrúi situr hjá (EBr)

12.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3B

1908199

Um er að ræða þriggja hektara skólalóð við Asparskóga. Gert er ráð fyrir ýmsum stofnunum s.s. leikskóla, grunnskóla og íþróttahúsi. Deiliskipulagið var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 31. október til og með 15. desember 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt, sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulag um skólalóð við Asparskóga, að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:1 (EBr)

13.Fundargerðir 2019 - bæjarráð

1901005

3396. fundargerð bæjarráðs frá 12. desember 2019.
3397. fundargerð bæjarráðs frá 19. desember 2019.
3398. fundargerð bæjarráðs frá 19. desember 2019.
Til máls tóku:
ELA um fundargerð nr. 3396, lið nr. 2.
ELA um fundargerð nr. 3397, liði nr. 2, nr. 3 og nr. 13.
ELA um fundargerð nr. 3398, lið nr. 1.
GVG um fundargerð nr. 3397, lið nr. 3
RÓ um fundargerð nr. 3398, lið nr. 1.
RÓ um fundargerð nr. 3397, lið nr. 11, nr. 13, nr. 1 og nr. 3.
KHS um fundargerð nr. 3397, lið nr. 3
SMS um fundargerð nr. 3397, lið nr. 3 og leggur fram eftirfarandi tillögu um stofnun starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi ásamt greinargerð:

Sjálfstæðisflokkurinn leggur til við bæjarstjórn Akraness að fela bæjarráði í samvinnu við skipulags- og umhverfisráð að vinna drög að erindisbréfi starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi. Erindisbréfið og skipan starfshóps verði lögð fyrir ráðin til samþykktar eigi síðar en í lok febrúar 2020.

Greinargerð:
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 lagði Sjálfstæðisflokkurinn til við bæjarstjórn Akraness að sveitarfélagið kæmi fram með umhverfisstefnu eigi síður en í apríl 2019. Umhverfisstefnunni myndi fylgja aðgerðaáætlun um hvernig Akraneskaupstaður hyggst mæta fyrirliggjandi áskorunum um aðgerðir í umhverfismálum s.s. loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr plastnotkun. Í janúar 2020 hefur stefnan ekki litið dagsins ljós sem er miður að mati bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Er það von okkar að stefnan verði lögð fyrir bæjarstjórn á komandi vikum.

Einn liður í að fylgja eftir umhverfisstefnu er að greina hvernig sveitarfélagið getur gert betur þegar kemur að sorphirðu og endurvinnslu sorps og eyðingu. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að stofnaður verði starfshópur sem ætlað er að koma fram með kostnaðarmetnar tillögur að umbótum í þessum efnum fyrir lok árs 2021.

- Sveitarfélög á Íslandi hafa undanfarin ár verið að horfa í auknum mæli til hinna 17 heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ellefta markmiðið tekur á sjálfbærum borgum og samfélögum þar sem undirmarkmið er m.a. aukin endurvinnsla og flokkun sorps. Þrettánda markmiðið snýr að aðgerðum í loftslagsmálum sem endurvinnsla og flokkun hafa einnig áhrif á. Þá hefur ríkisstjórn Íslands sett fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og eru úrgangsmál einn af þeim þáttum sem þar eru settir fram. Akraneskaupstaður þarf að mynda sér skýra sýn um það hvernig sveitarfélagið í samvinnu við bæjarbúa ætlar að draga úr myndun sorps með aukinni endurvinnslu og flokkun.

- Árið 2022 þarf Akraneskaupstaður að bjóða út að nýju að sorphirðu fyrir heimili, rekstur á móttökustöð, flutning og urðun á sorpi. Það er mikilvægt að fá tímanlega fram tillögur um úrbætur í sorpmálum sem munu stuðla að aukinni sjálfbærni og bættum loftgæðum til framtíðar.

- Sorpurðun Vesturlands hf. tekur við urðanlegu sorpi m.a. frá Akranesi og Akraneskaupstaður er einn að eigendum félagsins. Áskoranir Sorpurðunar Vesturlands hf. til framtíðar eru miklar. Akraneskaupstaður þarf því að setja fram með skýrum hætti hvaða væntingar hann hefur umþjónustuhlutverk Sorpurðunar Vesturlands til framtíðar.

Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að starfshópurinn verði skipaður 5 fulltrúum, þremur frá meirihluta og tveimur frá minnihluta. Þá er lagt til að formaður starfshópsins verði úr röðum Sjálfstæðisflokksins. Starfshópurinn þarf að fá aðgang að fagaðilum málaflokksins sem og embættismönnum Akraneskaupstaðar. Starfshópur um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps þarf að taka mið af ofangreindum þáttum og ljúka störfum sínum eigi síðar en 31. desember 2021.

Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)

Framhald umræðu:

ELA, KHS og forseti sem skýrir skilning sinn á tillögunni sem felst eingöngu í að fela bæjarráði að skipa starfshóp um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi og leggja fram tillögu að skipan og erindisbréfi fyrir slíkan hóp.

Framhald umræðu:

RÓ, ELA, KHS og forseti sem leggur fram þá málamiðlun að tillögu Sjálfstæðismanna um stofnun starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi verði vísað til bæjarráðs.

Framhald umræðu:

RÓ, ELA, forseti verður við beiðni um fundarhlé.

Framhald umræðu að loknu fundarhléi.

ELA, forseti ber upp eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa tillögu um stofnun starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi til bæjarráðs.

Samþykkt 9:0.

ELA um fundargerð nr. 3397, liði nr. 2, nr. 3 og nr. 13.
ELA um fundargerð nr. 3398, lið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2019 - skipulags- og umhverfisráð

1901008

137. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs 9. desember 2019.
138. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 16. desember 2019.
139. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 30. desember 2019.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2019 - skóla- og frístundaráð

1901007

119. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17. desember 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2019 - velferðar- og mannréttindaráð

1901006

117. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. desember 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

118. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 8. janúar 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerðir 2019 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

1901010

105. fundargerð stjórnar Höfða frá 2. desember 2019.
Til máls tóku:
ELA um fundarlið nr. 2.
ÓA um fundarlið nr. 2.
ELA um fundarlið nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerðir 2019 - Orkuveita Reykjavíkur

1901021

282. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. nóvember 2019.
Til máls tók:
KHS um fundarlið nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1901018

877. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. desember 2019.
Til máls tóku:
RÓ um fundarlið nr. 5.
ELA um fundarlið nr. 5.
SFÞ um fundarlið nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00