Fara í efni  

Bæjarstjórn

1137. fundur 13. desember 2011 kl. 17:00 - 20:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá
Forseti óskar eftir að fá að taka mál númer 1101029, um fráveitugjöld Orkuveitu Reykjavíkur, inn á dagskrá með afbrigðum.
Samþykkt: 9:0

1.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 8. desember 2011, var m.a. fjallað um fyrirliggjandi gögn vegna fjárhagsáætlunar A- og B-hluta Akraneskaupstaðar ásamt samstæðuáætlun.
Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þann 13. desember n.k.

Til máls tóku: Bæjarstjóri, E.Br, GPJ, bæjarstjóri, GS, SK.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni og lagði fram eftirfarandi tillögur sem hann lagði til að verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn með fjárhagsáætluninni.

Tillögur við framlagningu fjárhagsáætlunar 2012

Búnaðarkaup vegna Fjölbrautaskóla Vesturlands

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð kr. 2.349.000 til Fjölbrautaskóla Vesturlands til eflingar rafiðnaðardeild skólans vegna endurnýjunar tækjabúnaðar.

Ráðstöfun fjármuna vegna kaupa búnaðar/áhalda

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir sjóði vegna endurnýjunar tækja og áhalda hjá stofnunum bæjarins. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 10.733.000 sem stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til í gegnum þá stofu sem stofnunin tilheyrir og til bæjarráðs sem annast úthlutun fjármuna.

Ráðstöfun fjármuna vegna langtímaveikinda starfsmanna

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun kr. 10.450.000 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu í gegnum þá stofu sem stofnunin tilheyrir og til bæjarráðs sem annast úthlutun fjármuna.

Verkefni í nýsköpunar-, atvinnu- og ferðamálum

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir, undir óskiptum útgjöldum, fjárhæð 14.100.000 kr. til nýsköpunar, atvinnu- og ferðamála á Akranesi. Bæjarráði er falið að vinna nánari útfærslu hugmynda og leggja tillögur um ráðstöfun fjárins fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar, jafnframt er atvinnumálanefnd og stjórn Akranesstofu falið að leggja fyrir bæjarstjórn, greinargerðir um störf verkefnastjóra í atvinnumálum og atvinnumálanefndar vegna ársins 2011 svo og störf verkefnastjóra í ferðamálum og starfsemi upplýsingamiðstöðvar fyrir sama tímabil.

Félagsleg úrræði

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjármunum fyrir Endurhæfingahúsið Hver að fjárhæð kr. 6.572.000, til atvinnumála fatlaðs fólks að fjárhæð kr. 2.090.000 og til Búkollu að fjárhæð kr. 1.500.000.

Fjölskyldustofu og fjölskylduráði er falið að leggja fyrir bæjarstjórn greinargerð um starfsemina á árinu 2011 og áætlanir og horfur fyrir árið 2012, þar með möguleikum á að afla verkefnunum stuðning frá sjóðum og samstarfsaðilum sem staðið hafa að verkefnunum ásamt Akraneskaupstað. Greinargerðin liggi fyrir svo fljótt sem verða má, en eigi síðar en 1. mars 2012.

Styrkur til Stígamóta og Kvennaathvarfs

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlag að fjárhæð kr. 200.000 til Stígamóta og kr. 200.000 til Kvennaathvarfsins vegna starfsemi þeirra á árinu 2012.

Framlag til Fab Lab

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 9.668.000 til starfsemi Fab Lab á árinu 2012. Verkefnastjórn og forstöðumanni er falið að leggja fyrir bæjarstjórn greinargerð um starfsemina á árinu 2011, áætlanir og horfur fyrir árið 2012, þar með möguleikum á að afla verkefninu áframhaldandi stuðnings frá sjóðum og samstarfsaðilum að hugmyndasmiðjunni. Greinargerðin liggi fyrir svo fljótt sem verða má, en eigi síðar en 1. mars 2012.

Tillaga varðandi skipulagsverkefni

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 6.226.000 til verkefna vegna endurskoðunar aðal- og deiliskipulags á Akranesi. Skipulags- og umhverfisnefnd er falin nánari útfærsla verkefnanna.

Tillaga varðandi Vinnuskóla Akraness

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjármunum til reksturs Vinnuskóla Akraness á árinu 2012, kr. 45.355.000. Bæjarstjórn felur rekstrarstjóra Vinnuskólans ásamt tveimur fulltrúum skipuðum af Fjölskylduráði og Framkvæmdaráði að taka reksturinn til umfjöllunar, tilgang hans og fyrirkomulag. Niðurstöður skulu lagðar fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar eigi síðar en 1. apríl 2012.

Tillaga varðandi rekstur tjaldsvæðis og almenningssalerna

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 4.895.000 til reksturs tjaldsvæðis og almenningssalerna á árinu 2012. Bæjarstjórn felur stjórn Akranesstofu og verkefnastjóra að taka rekstur þessa málaflokks til skoðunar m.a. með það að markmiði að reksturinn verði boðinn út og leggja fyrir bæjarstjórn tillögur eigi síðar en 15. febrúar 2012.

Tillaga varðandi átak í atvinnumálum

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 14.525.000 til verkefna vegna atvinnuátaks fyrir atvinnulaust fólk. Bæjarstjórn felur starfsmanna- og gæðastjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögur um nánari útfærslu í samráði við Framkvæmdastofu um ráðstöfun fjárins og verkefnaval.

Tillaga varðandi jólaskreytingar

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 1.728.000 til jólaljósaskreytinga og uppsetningu jólatrjáa á árinu 2012. Bæjarstjórn felur verkefnastjóra Akranesstofu og framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að kanna með þátttöku stofnana og fyrirtækja á Akranesi við uppsetningu og rekstur jólaljósa fyrir jól/áramótin 2012/2013. Niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2012.

Tillaga varðandi Kirkjuhvol

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 6.165.000 til reksturs Kirkjuhvols á árinu 2012. Bæjarstjórn felur stjórn Akranesstofu að taka reksturinn til skoðunar, tilgang hans og fyrirkomulag. Niðurstöður skulu lagðar fyrir bæjarstjórn eigi síðar en 1. apríl 2012.

Tillaga varðandi hátíðahöld

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 15.138.000 til hátíðarhalda, viðburða og afmælis Akraneskaupstaðar á árinu 2012. Stjórn Akranesstofu og starfshópi um afmælishald kaupstaðarins er falið að leggja tillögur fyrir bæjarráð um ráðstöfun fjárins eigi síðar en 1. febrúar 2012.

Tillaga varðandi uppbyggingu Akraneshafnar

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipa starfshóp sem hafi það verkefni að skoða hvernig efla megi starfsemi Akraneshafnar. Bæjarráði er falið að útbúa erindisbréf fyrir hópinn og gera tillögur um skipan hans.

Tillaga varðandi framlög til stjórnmálasamtaka á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006, að gera ráð fyrir framlagi í fjárhagsáætlun ársins 2012 til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi að fjárhæð kr. 1.000.000.-

Tillaga varðandi úthlutun styrkja

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir sjóði vegna úthlutunar styrkja til einstaklinga og félagasamtaka á grundvelli reglna sem Akraneskaupstaður hefur sett. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 8.572.000 sem aðilar geta sótt um fjárveitingu til í gegnum um viðkomandi stofu sem veitir umsögn/tillögu til bæjarráðs sem síðan tekur ákvörðun um úthlutun innan ramma fjárhagsáætlunar.

Tillaga varðandi bæjarstjórnarfund unga fólksins

Bæjarstjórn samþykkir að vísa framkomnum tillögum frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem haldinn var þann 29. nóvember 2011 til umfjöllunar og úrvinnslu hjá Fjölskyldu- og Framkvæmdaráði.

Tillaga varðandi sorpmál.

Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu að taka saman tölulegar upplýsingar um sorpmagn, losun sorps til Fíflholta, endurvinnslu og flokkun sorps undanfarinna ára á Akranesi og leggja fyrir bæjarstjórn til upplýsinga.

Akranesi, 12. desember 2011

Bæjarstjórn samþykkir 9:0 að vísa áætluninni og tillögunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

Á fundi sínum þann 8. desember s.l. samþykkti bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að ráðum og stjórnum og stofum Akraneskaupstaðar verði falið að yfirfara fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun 2012. Við þá vinnu verði gengið út frá hagræðingarkröfum m.v. núverandi rekstur sem nemur allt að 3% en að lágmarki 1% af útgjöldum viðkomandi málaflokka. Tillögur verði lagðar fyrir bæjarráð eigi síðar en 24. febrúar 2012.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

3.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 8. desember s.l. að leggja til við bæjarstjórn að stjórn Höfða verði falið að endurskoða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2012, þannig að reksturinn verði í jafnvægi og leggja tillögur sínar fyrir eignaraðila til nánari kynningar og afgreiðslu.

Greinargerð með framlagningu fjárhagsáætlunar 2012:

Bæjarráð Akraness bendir á eftirfarandi atriði við framlagningu áætlunarinnar:

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar er þröng. Kemur það til m.a. vegna ytri aðstæðna í þjóðfélaginu, lægri rauntekna vegna minni umsvifa í samfélaginu, fjárhagsþrenginga sem m.a. kalla á umtalsverða hækkun útgjalda til félagslegra þátta og svo mætti telja áfram.
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar er miðuð út frá þeirri grundvallarsýn að viðhalda þeim rekstri sem kaupstaðurinn hefur einsett sér að viðhafa í stofnunum sínum án þess að til almennra skerðinga á umfangi og þjónustu komi, nema í eins takmörkuðum mæli og unnt er. Áhersla er lögð á að viðhalda sem kostur er fjárframlögum til grunnþjónustu, félags-, skóla- og ungmenna- og íþróttamála sem eru hornsteinar þess samfélags sem bæjarfulltrúar eru sammála um að Akranes eigi að standa fyrir. Það er mat bæjarráðs að þeim markmiðum eigi að vera hægt að ná í samstilltu átaki bæjaryfirvalda og starfsmanna kaupstaðarins án þess að grunnþjónusta skerðist að marki.

Í ljósi þessa verður ekki hjá því komist að hækka gjaldskrár hjá Akraneskaupstað sem gripið verður til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar samhliða aðhalds- og sparnaðaraðgerðum. Gjaldskrám hjá Akraneskaupstað hefur verið haldið óbreyttum frá upphafi árs 2009, þrátt fyrir hækkanir launa og verðlags á tímabilinu. Þessar hækkanir eru nauðsynlegar til að unnt sé að viðhalda þeirri þjónustu sem bæjarstjórn er sammála um að veita bæjarbúum.
Bæjarstjóri mun gera nánari grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar við framlagningu frumvarpsins á fundi bæjarstjórnar þann 13. desember n.k.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 8:0. Hjá sat GS.

4.Álagning fasteignagjalda 2012

1112017

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 8. desember 2011, var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu fasteigna- og þjónustugjalda á árinu 2012:

Útsvar verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,48%

Fasteignaskattur verði eftirfarandi á árinu 2012:
0,3611 % af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
1,32% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
1,65% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 14.950.- fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur og sorpeyðingargjald verði kr. 12.750.-
Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verði 1,598% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 1,055% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og innheimt með fasteignagjöldum.
Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2012 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september, 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.
Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2012, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Gjöld sem nema lægri upphæðum en kr. 12.000.- í heildarálagningu skal innheimta með einum gjalddaga á ári þann 15. apríl.

Til máls tóku: GS, SK.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

5.Gjaldskrár Akraneskaupstaðar 2012

1112018

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 8. desember 2011, var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn eftirfarandi tillögu vegna breytinga á gjaldskrám Akraneskaupstaðar fyrir árið 2012:
Bæjarstjórn samþykkir að hækka almennar gjaldskrár um 9% frá 1. janúar 2012, aðrar en þær sem taka hækkun skv. byggingarvísitölu á hverjum tíma og fæðisgjöld í skólum bæjarins sem hækkuð voru s.l. haust.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

6.Lán nr. 39/2011 - Lánasjóður sveitarfélaga

1111161

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 8. desember 2011, var m.a. fjallað um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 150 m.kr. til 10 ára, lánið er verðtryggt með breytilegum vöxtum sem nú eru 3,90%.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, að fjárhæð 150.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna erlent lán sveitarfélagsins hjá lánasjóðnum sem var með endurskoðunarákvæði í desember 2011, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara, kt. 270754-3929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Bæjarstjórn samþykkir lántökuna 9:0, í samræmi við samþykkt bæjarráðs.

7.Lán - lífeyrissjóður verslunarmanna

1112036

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 8. desember 2011, var m.a. fjallað um lántöku hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna að upphæð 250 m.kr. til 20 ára, lánið er verðtryggt með 4,05% vöxtum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að taka lán hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna, að fjárhæð 250.000.000 kr. til 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til að endurfjármagna erlent lán sveitarfélagsins hjá Landsbankanum og Íslandsbanka.Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara, kt. 270754-3929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánasamning við Lífeyrissjóð Verslunarmanna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Til máls tóku: E.Br, bæjarritari, GPJ.

Bæjarstjórn samþykkir lántökuna 9:0, í samræmi við tillögu bæjarráðs.

8.Búseta og þjónusta við fatlaða - Fasteignir ríkisins

1105072

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 8. desember 2011, var m.a. fjallað um kaup Akraneskaupstaðar á fasteignum ríkisins vegna málefna fatlaðra.
Bæjarritari gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Innanríkisráðuneytisins um kaup Akraneskaupstaðar á fasteignunum Dalbraut 10 (Fjöliðjan) og sambýlunum að Laugabraut 8 og Vesturgötu 102. Kaupverð eignanna í heild sinni er 123,0 m.kr. sem ríkissjóður lánar til nokkurra ára.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Akraneskaupstaður kaupi umræddar eignir og taki til þess lán hjá ríkissjóði í samræmi við tilboð þar um. Bæjarritara gefin heimild til frágangs málsins.

Til máls tóku E.Br, GPJ, HR, GS, HR, GS, bæjarritari.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 8:1. Á móti GS.

9.Íbúagátt

1110254

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 24. nóvember 2011, var m.a. fjallað um minnisblað deildarstjóra bókhalds vegna íbúagáttar dags. 20. október 2011. Óskað er fjárheimildar til að taka upp svokallaða "Bæjardyr" sem er íbúagátt, þannig að íbúar hafi rafrænan aðgang að öllum reikningum sínum frá bæjarfélaginu og að þeir birtist síðan í heimabönkum greiðenda. Jafnframt falli niður útsendingar reikninga í pappírsformi.

Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt til verkefnisins að fjárhæð 883 þ.kr. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011. Þess verði jafnframt gætt að bæjarbúum verði kynnt breytingin með fullnægjandi hætti.

Til máls tóku: HR, bæjarstjóri, SK, ÞÓ.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

10.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun 2012

1111070

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 1. desember 2011, var m.a. fjallað um bréf HEV dags. 2. nóvember 2011, þar sem greint er frá samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og þjónustugjaldskrá. Jafnframt er greint frá endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 og uppgreiðslu á uppsöfnuðum halla. Óskað er staðfestingar á gjaldskrá, fjárhagsáætlun 2012 og greiðslufyrirkomulagi á uppsöfnuðum halla eldri ára.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir samþykkt bæjarráðs 9:0.

11.Fráveitugjöld Orkuveitu Reykjavíkur

1101029

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 9. desember 2011, þar sem óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar á að Orkuveita Reykjavíkur fari með rekstur fráveitu innan sveitarfélagsins og hafi þar umboð bæjarstjórnar til að láta birta í B-deild stjórnartíðinda auglýsingar um gjaldskrár fyrir fráveitu.

Til máls tóku: GS, HR, GPJ.

Bæjarstjórn staðfestir 9:0 að Orkuveita Reykjavíkur fari með rekstur fráveitu innan Akraness og hafi þar með umboð bæjarstjórnar til að birta í B- deild Stjórnartíðinda auglýsingar um gjaldskrár fyrir fráveitu.

12.Bæjarstjórn - 1136

1111025

Fundargerð bæjarstjórnar frá 22. nóvember 2011.

Til máls tóku: SK, GS, SK, IV, GPJ.

Gunnar Sigurðsson óskar eftir að bóka eftirfarandi:

"Starfsmannavandamál í Brekkubæjarskóla hafa verið töluvert til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Í framhaldi af uppsögn Bjarna Þórs Bjarnasonar og Hrannar Eggertsdóttur, dagsett 7.nóvember sl., óskaði ég eftir því með bókun á bæjarstjórnarfundi þann 22.nóvember sl. að starfsmannastjórinn gæfi skriflega skýrslu um aðkomu sína að málinu. Þessa ósk ítrekaði ég síðan með tölvupósti til bæjarstjóra og starfsmannastjóra þann 7.desember sl.

Skýrsla starfsmannastjórans barst mér, og væntanlega öðrum bæjarfulltrúum, þann 9.desember sl. Ég verða að segja að aðkoma starfsmannastjóra að málefnum Brekkubæjarskóla veldur mér miklum vonbrigðum. Fram kemur í skýrslunni að eina aðkoma starfsmannastjórans að málefnum Bjarna Þórs og Hrannar hafi verið að sitja fundi með þeim og forseta bæjarstjórnar ásamt því að gera tillögu að svarbréfi til þeirra vegna bréfs þeirra, dagsett 13.júlí sl.

Þá kemur einnig fram í skýrslunni að starfsmannastjórinn hafi hlutast til um að ráðinn yrði sálfræðingur, að beiðni skólastjórans, til að veita sérfræðiaðstoð "sem fellst í handleiðslu fyrir stjórnendateymi Brekkubæjarskóla". Handleiðslan mun enn standa yfir samkvæmt skýrslunni.

Ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með takmarkaða aðkomu starfsmannastjórans að starfsmannavandmálum Brekkubæjarskóla. Ég leit þannig á að hann ætti að vinna með stjórnendum skólans að lausn allra vandamálanna sem þar hafa komið upp. Þess í stað er hennar eina aðkoma fólgin í aðstoð við ráðningu aðkeypts sérfræðings að beiðni skólastjórans. Ég hafði væntingar til þess að unnt væri að leysa vandamálin þannig að allir aðilar gætu vel við unað. Raunveruleikinn er hins vegar sá að tveir vel metnir kennarar með samtals 67 ára starfsreynslu telja sig hrakta úr starfi."

Fundargerðin staðfest 9:0.

13.Bæjarráð - 3134

1111028

Fundargerð bæjarráðs frá 24. nóvember 2011.

Lögð fram.

13.1.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

13.2.Stofnun Sambands orkusveitarfélaga.

1111107

13.3.Velferðarvaktin - aðgæsla við hagræðingar

1111085

13.4.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

13.5.Lánasjóður sveitarfélaga - lán nr. 0610064 - lánskjör

1110018

13.6.Hvalfjarðargöng - tvöföldun

1110257

13.7.Bostonferð starfsmanna

1111091

Til máls tóku: GS,HR,E.Br,bæjarstjóri,ÞÓ,E.Br,GPJ,SK,GS,SK,GPJ.

Gunnar Sigurðsson óskar eftir að bóka eftirfarandi:
"Ég undirritaður get ekki stutt þessa afgreiðslu bæjarráðs og tel það ekki vera verkefni bæjarráðs að lána sumum starfsmönnum Akraneskaupstaðar einkalán eins og farið er fram á, í erindi starfsmanna. Það er annarra að lána."


Guðmundur Páll óskar bókað að hann áskilji sér rétt til bókunar vegna bókunar Gunnars á næsta fundi bæjarráðs eða bæjarstjórnar.

Gunnar Sigurðsson leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn Akraness samþykkir á fundi sínum þriðjudaginn 13.desember 2011 að fela bæjarritara að gera drög að reglum um notkun á kreditkortum í nafni Akraneskaupstaðar. Þessi drög að reglum skulu vera tilbúin fyrir 1.febrúar 2012 og þá lögð fyrir bæjarráð og síðan bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar."


Tillagan samþykkt 9:0.

13.8.SSV - spurningalisti til sveitarfélaga

1111075

13.9.Útsvar - álagningarhlutfall 2012

1111126

13.10.Framleiðsla á innrennslislyfjum

1109151

13.11.Almenningssamgöngur - þjónustukönnun

1111087

13.12.Íbúagátt

1110254

13.13.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Til máls tóku: E.Br, bæjarstjóri.

14.Bæjarráð - 3135

1111022

Fundargerð bæjarráðs frá 27. nóvember 2011.

Lagt fram.

14.1.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

15.Bæjarráð - 3136

1111035

Fundargerð bæjarráðs frá 1. desember 2011.

Lagt fram.

15.1.Framleiðsla á innrennslislyfjum.

1109151

15.2.Fjárhagsáætlun 2012

1111155

15.3.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun 2012

1111070

16.Bæjarráð - 3137

1112002

Fundargerð bæjarráðs frá 4. desember 2011.

Til máls tók: HR.

Lagt fram.

16.1.Fjárhagsáætlun 2012

1111155

17.Bæjarráð - 3138

1112004

Fundargerð bæjarráðs frá 8. desember 2011.

Lagt fram.

17.1.Markaðsstofa Vesturlands - samstarf sveitarfélaga

1102106

17.2.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

17.3.Álagning fasteignagjalda 2012

1112017

17.4.Gjaldskrár Akraneskaupstaðar 2012

1112018

17.5.Lán nr. 39/2011 - Lánasjóður sveitarfélaga

1111161

17.6.Jólakort Akraneskaupstaðar 2012

1112027

17.7.Lán - lífeyrissjóður verslunarmanna

1112036

17.8.Starfsmannamál - framkvæmdastjóri.

1110087

Til máls tóku: GS, bæjarstjóri, GPJ, GS.

17.9.Búseta og þjónusta við fatlaða - Fasteignir ríkisins

1105072

18.Skipulags- og umhverfisnefnd - 59

1111033

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 28. nóvember 2011.

Lagt fram.

18.1.Kirkjubraut 46 - breyting á lóð

1111097

18.2.Hestamannafélagið Dreyri - keppnisvöllur

1111092

18.3.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags- og umhverfisstofa

1110098

18.4.Miðbær 1 - umsókn um lóð

1110149

Til máls tóku: E.Br, SK.

19.Fjölskylduráð - 78

1111023

Fundargerð fjölskylduráðs frá 29. nóvember 2011.

Lagt fram.

19.1.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun 2011

1111096

19.2.Fjárhagserindi - áfrýjun 2011

1105124

19.3.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1111169

19.4.Aðstoð vegna húsnæðis

1107396

19.5.Bakvaktir

1006157

19.6.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2012

1111160

19.7.Fjöliðjan - Ósk um kaup á pökkunarbúnaði

1109135

19.8.Starfshópur um skólamál - 1

1111011

20.Fjölskylduráð - 79

1112003

Fundargerð fjölskylduráðs frá 6. desember 2011.

Lagt fram.

20.1.Akrasel-ósk um breytingu á skipulags- og námskeiðsdögum 2011-2012

1109040

20.2.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun 2011

1112019

20.3.Úttektir á leik- og grunnskólum

1111157

20.4.Velferðarvaktin - aðgæsla við hagræðingar

1111085

20.5.Skólavogin - ákvörðun fjölskylduráðs

1111007

20.6.UMFÍ - tillögur

1112007

21.Framkvæmdaráð - 68

1111020

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 24. nóvember 2011.

Lagt fram.

21.1.Gjaldskrár íþróttamannvirkja

906162

21.2.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - vaktafyrirkomulag

1109022

21.3.Hestamannafélagið Dreyri - keppnisvöllur

1111092

22.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur - 2011

1101190

Fundargerðir númer 164,165 og 166 frá 14.,18., og 28. nóvember 2011.

Lagt fram.

23.Yfirkjörstjórn - Fundargerðir 2011

1104029

Fundargerð yfirkjörstjórnar frá 15. nóvember 2011.

Lagt fram.

Forseti óskaði bæjarbúum og bæjarstarfsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Gunnar Sigurðsson þakkaði forseta óskirnar og óskaði honum sem aldursforseti bæjarstjórnar forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 20:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00