Fara í efni  

Bæjarstjórn

1287. fundur 12. febrúar 2019 kl. 17:00 - 19:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1810163 um sjóvörn og hækkun Faxabrautar, verður dagskrárliður nr. 5.
Mál nr. 1902024 um vegi á Vesturlandi og tvöföldun vegar á Kjalarnesi 2019, verður dagskrárliður nr. 6.

Samþykkt 9:0.

1.Reglur 2019 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

1901180

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum þann 24. janúar síðastliðinn reglur um afslátt fasteignagjalda til elli- og örorkulífsþega á árinu 2019. Reglunum er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi reglur.

Samþykkt 9:0.

2.Aðalskipulag Akraness M2 - breyting á miðsvæði (Akratorg, Kirkjubraut,Stillholt)

1811021

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness M2 vegna breytinga á Kirkjubraut 39. Breytingin felst í breyttum skipulagsákvæðum fyrir M2, þ.e. auknu byggingarmagni skal mæta með gerð nýrra bílastæða í göturými, með samnýtingu og með bílageymslum neðanjarðar þar sem aðstæður leyfa. Skilmálar um fjölda bílastæða vegna aukinnar nýtingar skulu settir í deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 25. janúar 2019. Skipulagslýsing var auglýst 21. nóvember með fresti til að skila inn ábendingu til 13. desember 2018. Haldið var opið hús til kynningar á skipulagsbreytingunni föstudaginn 18. janúar síðastliðinn.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar hún hefur verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Samþykkt 9:0.

3.Deilisk. Stofnanareitur - Kirkjubraut 39

1807077

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits sem unnin er af Al-hönnun ehf. dags. 5. júní 2018. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdráttum og í greinargerð. Í tillögunni felst að að byggja upp verslunar- og hótel á lóðinni. Nýtingarhlutfall er aukið úr 0,4-0,6 í 1,56 og byggt verði alla 4. hæða hús í götulínu. Skipulagslýsing var auglýst 21. nóvember með fresti til að skila inn ábendingum til 13. desember 2018. Haldið var opið hús til kynningar á skipulagsbreytingunni föstudaginn 18. janúar síðastliðinn.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga á breytingu deiliskipulagins verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið vill benda á að allur kostnaður sem hlýst af skipulagsbreytingunni fellur á umsækjanda hennar, þar með talinn kostnaður vegna bílastæðagjalds.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að tillaga á breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

4.Aðalskipulag Flóahverfi breyting

1809183

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna stækkunar Flóahverfis hefur verið afgreidd til auglýsingar. Verkfræðistofan Efla hefur fyrir hönd Landsnets óskað eftir því að gert verði ráð fyrir 66 kV jarðstreng, flutningslínu raforku, milli Brennimels og tengivirkis á Akranesi. Tillaga að legu strengsins suðaustan Flóahverfis var unnin í samráði við Skipulags- og umhverfissvið og skipulagsráðgjafa. Gera þarf grein fyrir legu strengsins á aðalskipulagsuppdrætti og er því lagt til að hann verði færður inn á breytingarblað vegna Flóahverfis. Lagt er fram endurskoðuð tillaga vegna stækkunar Flóahverfis þar sem jarðstrengurinn er sýndur og lagt til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. sviðsstjóra er falið að senda endurskoðaða breytingartillögu til Skipulagsstofnunar til yfirferðar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn, að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Akraness vegna stækkunar Flóahverfis verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar hún hefur verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Samþykkt 9:0.

5.Sjóvörn og hækkun Faxabrautar

1810163

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um Faxabraut.
Forseti ber upp eftirfarandi ályktun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akraness telur það mikið sanngirnismál að ríkið greiði þann kostnað sem þarf í uppbyggingu Faxabrautar. Faxabraut er þjóðvegur í þéttbýli sem þarf að hækka og styrkja, bæði vegna ástands hans og þeirrar byggðar sem fyrirhugað er að reisa á Sementsreitnum.

Með samþykkt Samgönguáætlunar fyrir árin 2019-2023 var 200 milljónum veitt í uppbyggingu Faxabrautar á árunum 2019 og 2020. Þetta eru góð tíðindi og að mati bæjarstjórnar Akraness mikilvæg fyrstu skref í átt að fullri fjármögnun ríkisins á þessari nauðsynlegu framkvæmd. Bæjarstjórn bendir á að verkið er kostnaðarmetið á 550 milljónir og því er hér aðeins um upphaf verkefnisins að ræða.

Bæjarstjórn Akraness hvetur samgönguyfirvöld og ríkisstjórn til að tryggja nægt fjármagn til Faxabrautar, eigi síðar en á árunum 2021 og 2022, eins og kemur fram í nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um Samgönguáætlun 2019-2023.

Bæjarstjórn Akraness mun fylgja þessu mikla sanngirnismáli eftir og þrýsta áfram á að full fjármögnun skili sér.

Áskorunin er send samgönguráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vegagerðinni.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir (sign)
Bára Daðadóttir (sign)
Liv Aase Skarstad (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)

Samþykkt 9:0.

Til máls tóku:
RÓ, ÓA og RBS.

6.Vegir á Vesturlandi - ástand / tvöföldun vegar á Kjalarnesi 2019

1902024

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um Vesturlandsveg um Kjalarnes.
Forseti ber upp eftirfarandi ályktun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akraness varð fyrir miklum vonbrigðum þegar framkvæmdum við breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes var frestað í samgönguáætlun 2019-2023 og fjármunir sem ætlaðir voru til framkvæmdanna settir í önnur verkefni. Bæjarfulltrúar brugðust strax við og kröfðust skýringa frá Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vegagerðinni.

Ekki þarf að hafa fleiri orð um ástand Vesturlandsvegar og hefur bæjarstjórn Akraness marg oft vakið athygli á þeim lífshættulegu aðstæðum sem vegfarendum þar er boðið upp á. Þess vegna var það mikilvægt að fjármagn yrði tryggt í afgreiðslu samgönguáætlunar svo framkvæmdir við Vesturlandsveg um Kjalarnes myndu ekki tefjast og að framkvæmdirnar yrðu boðnar út á þessu ári. Við því hefur nú verið brugðist, en bæjarstjórn hefði þó viljað sjá mun meiri þunga lagðan í þetta verkefni eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Bæjarstjórn Akraness ítrekar að orð skulu standa og mun fylgja þessu máli fast eftir.

Ályktunin er send til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir (sign)
Bára Daðadóttir (sign)
Liv Aase Skarstad (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)

Samþykkt 9:0.

Til máls tóku:
RÓ og BD.

Forseti óskar eftir að GJJ fyrsti varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls undir þessum lið.

GJJ tekur við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:
VLJ, RBS, RÓ og RBS.

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:
GJJ.

7.Fundargerðir 2019 - bæjarráð

1901005

3366. fundargerð bæjarráðs frá 24. janúar 2019.
Til máls tóku:
RÓ um fundarliði nr. 1, nr. 2, nr. 4, nr. 5 og nr. 6.

Forseti óskar eftir að GJJ fyrsti varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls undir þessum lið.

GJJ tekur við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:
VLJ um fundarliði nr. 1, nr. 2 og nr. 5.
RBS um fundarliði nr. 2 og nr. 9.
SMS um fundarliði nr. 2, nr. 4, nr. 6 og nr. 9.
ÓA um fundarliði nr. 1 og nr. 6.
VLJ um fundarlið nr. 4.

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2019 - skipulags- og umhverfisráð

1901008

101. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 28. janúar 2019.
102. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 4. febrúar 2019.
Til máls tóku:
SMS um fundargerð nr. 101, lið nr. 8.
SMS um fundargerð nr. 102, lið nr. 1, um lausar lóðir í bæjarfélaginu og um lið nr. 3.
RBS um fundargerð nr 101, lið nr. 8.
SMS um fundargerð nr. 102, lið nr. 1, um lausar lóðir í bæjarfélaginu og um lið nr. 3.
RÓ um fundargerð nr. 101, lið nr. 3.
RBS um fundargerð nr. 101, lið nr. 3.
RÓ um fundargerð nr. 101, lið nr. 3 og leggur fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi lýsa yfir vonbrigðum með að núverandi meirihluti bæjarstjórnar Akraness hafi ekki lagt þunga sinn í þá vinnu að klára útboðsgögn um rekstur á ferjusiglingum á milli Akraness og Reykjavíkur, fyrir sumarið 2019, eins og vonir okkar stóðu til í upphafi þessa kjörtímabils. Ljóst er að ferðamönnum hefur fjölgað talsvert hér á Akranesi á síðustu misserum og þykir vinsælt að koma í dagsferðir á Akranes, njóta Langasands og Guðlaugar sem og umhverfisins á Breiðinni. Ferjusiglingar hefðu verið kjörin viðbót við ferðamannastrauminn ásamt þeim fjölmörgu farþegum sem gætu nýtt sér þennan umhverfisvæna ferðamáta til og frá vinnu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins binda miklar vonir til þess að unnið verði að kappi við að klára undirbúning þessa verkefnis svo siglingar geti hafist eigi síðar en vorið 2020.

Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)

Framhald umræðu:

RBS um fundargerð nr. 101, lið nr. 7.
VLJ um fundargerð nr. 102, lið nr. 3.
GJJ um fundargerð nr. 101, lið nr. 7.
RÓ um fundargerð nr. 101, lið nr. 7.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2019 - skóla- og frístundaráð

1901007

96. fundargerð skóla- og frístundaráðs 28. janúar 2019.
97. fundargerð skóla- og frístundaráðs 4. febrúar 2019.
Til máls tóku:
BD um fundargerð nr. 96, liði nr. 1 og nr. 2.
BD um fundargerð nr. 97, lið nr. 2 og um ályktun starfsfólks leikskóla frá 6. febrúar síðastliðinn.
RÓ um fundargerð nr. 96, lið nr. 3.
VLJ um fundargerð nr. 96, lið nr. 3.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2019 - velferðar- og mannréttindaráð

1901006

97. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 30. janúar 2019.
98. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 6. febrúar 2019.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2019 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

1901010

93. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili frá 29. janúar 2019.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1901018

867. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. janúar 2019.
Forseti óskar eftir að GJJ fyrsti varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls undir þessum lið.

GJJ tekur við stjórn fundarins.

VLJ um lið nr. 19.
ÓA um lið nr. 19.
RBS um lið nr. 14.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Forseti tekur á ný við stjórn fundarins.

13.Fundargerðir 2018 - Orkuveita Reykjavíkur

1801026

269. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. desember 2018.
Til máls tóku:
ÓA um lið nr. 14.
EBr um lið nr. 6 og um störf starfskjaranefndar Orkuveitu Reykjavíkur og þróun launa forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2011 í ljósi þeirrar umræðu sem fram fer nú um stundir í þjóðfélaginu.

Forseti óskar eftir að GJJ fyrsti varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls undir þessum lið.

GJJ tekur við stjórn fundarins.

VLJ um liði nr. 6 og nr. 14.
ÓA um lið nr. 14.
VLJ um lið nr. 14.
RÓ um lið nr. 14.

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00