Fara í efni  

Bæjarstjórn

1276. fundur 12. júní 2018 kl. 17:00 - 19:46 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson varamaður
  • Liv Aase Skarsstad varamaður
  • Sandra M. Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Aldursforseti bæjarstjórnar, Einar Brandsson setti fundinn og bauð nýkjörna bæjarstjórn velkomna til fyrsta fundar bæjarstjórnar á kjörtímabilinu.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1806067 - Kjör forseta og varaforseta. Málið verður nr. 2 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 9:0.

Mál nr. 1801082 - Vegir á Vesturlandi - ástand/tvöföldun vegar á Kjalarnesi. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 9:0.

Mál nr. 1806093 - Sundabraut - ályktun bæjarstjórnar Akraness. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 9:0.

1.Sveitarstjórnarkosningar 2018

1802107

Niðurstaða kosninga til sveitarstjórnar 2018 - 2022.
Til máls tók: SFÞ.

Tilkynning yfirkjörstjórnar lögð fram.

2.Kjör forseta og varaforseta

1806067

Kjör forseta og varaforseta skv. 7. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Kosning forseta bæjarstjórnar og varaforseta til eins árs (1. og 2. varaforseti).

Fram kom tillaga um:
A. Forseti verði bæjarfulltrúi Valgarður Lyngdal Jónsson (S).

Samþykkt 9:0.
Forseti óskaði nýkjörnun forseta bæjarstjórnar til hamingju með kjörið.

B. Fyrsti varaforseti verði bæjarfulltrúi Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir (S).

Samþykkt 9:0.

Forseti óskaði nýkjörnum fyrsta varaforseta til hamingju með kjörið og fól honum stjórn fundarins.

C. Annar varaforseti verði bæjarfulltrúi Einar Brandsson (D).
Samþykkt 9:0.

Forseti óskar öðrum varaforseta til hamingju með kjörið.

3.Kosning samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar

1806033

Kosning í ráð og nefndir samkvæmt 43. gr. samþykktar Akraneskaupstaðar um stjórn og fundarsköp.
Samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar skal kjósa til eins árs þrjá aðalmenn og þrjá til vara í bæjarráð, skóla- og frístundaráð, skipulags- og umhverfisráð og velferðar- og mannréttindaráð. Tilnefningar eru eftirfarandi:

3.1 Bæjarráð
Aðalmenn:
Elsa Lára Arnardóttir (B)
Valgarður Lyngdal Jónsson (S)
Rakel Óskarsdóttir (D)
Varamenn:
Ragnar B. Sæmundsson (B)
Gerður Jóhannsdóttir (S)
Ólafur G. Adolfsson (D)

Samþykkt 9:0.

3.2 Skóla- og frístundaráð
Aðalmenn:
Bára Daðadóttir (S)
Ragnar B. Sæmundsson (B)
Sandra Sigurjónsdóttir (D)
Varamenn:
Kristinn Hallur Sveinsson (S)
Liv Aase Skarstad (B)
Þórður Guðjónsson (D)

Samþykkt 9:0.

3.3 Skipulags- og umhverfisráð
Aðalmenn:
Ragnar B. Sæmundsson (B)
Gerður Jóhannsdóttir (S)
Ólafur G. Adolfsson (D)
Varamenn:
Karítas Jónsdóttir (B)
Ása Katrín Bjarnadóttir (S)
Einar Brandsson (D)

Samþykkt 9:0.

3.4 Velferðar- og mannréttindaráð
Aðalmenn:
Gerður Jóhannsdóttir (S)
Elsa Lára Arnarsdóttir (B)
Einar Brandsson (D)
Varamenn:
Bára Daðadóttir (S)
Ragnar B. Sæmundsson (B)
Kristjana Helga Ólafsdóttir (D)

Samþykkt 9:0.

Samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar skal kjósa til fjögurra ára í menningar- og safnanefnd, barnaverndarnefnd, kjörstjórn, undirkjörstjórnir og stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis. Tilnefningar eru eftirfarandi:

3.5 Menningar- og safnanefnd (fimm aðalmenn og jafnmarga til vara).
Aðalmenn:
Ólafur Páll Gunnarsson (S)
Guðríður Sigurjónsdóttir (S)
Helga Kristín Björgólfsdóttir (B)
Ingþór Bergmann Þórhallsson (D)
Guðmundur Claxton (D)
Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Varamenn:
Heiðrún Hámundardóttir (S)
Ívar Orri Kristjánsson (S)
Ole Jakob Volden (B)
Aldís Ylfa Heimisdóttir (D)
Daníel Þór Heimisson (D)
Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Samþykkt 9:0.

3.6 Barnaverndarnefnd (fimm aðalmenn og jafnmarga til vara).
Aðalmenn:
Sigrún Guðnadóttir (B)
Ragnheiður Stefánsdóttir (S)
Guðríður Haraldsdóttir (S)
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir (D)
Hafrún Jóhannesdóttir (D)
Varamenn:
Anna Þóra Þorgilsdóttir (B)
Guðríður Sigurjónsdóttir (S)
Sigríður Björk Kristinsdóttir (S)
Ólöf Linda Ólafsdóttir (D)
Þórður Guðjónsson (D)

Samþykkt 9:0.

3.7 Yfirkjörstjórn (þrír aðalmenn og jafnmarga til vara).
Aðalmenn:
Hugrún Olga Guðjónsdóttir (S)
Einar Gunnar Einarsson (D)
Björn Kjartansson (B)
Varamenn:
Valdimar Axelsson (D)
Kjartan Kjartansson (B)
Geir Guðjónsson (S)

Samþykkt 9:0.

3.8 Undirkjörnir (þrír aðalmenn og jafnmarga til vara í hverja kjördeild).
Undirkjörstjórn I
Aðalmenn:
Bára Ármannsdóttir (B)
Brynjar Sigurðsson (D)
Ingunn Sveinsdóttir (S)
Varamenn:
Bernódus Örn Karvelsson (B)
Finndís Helga Ólafsdóttir (D)
Þura B. Hreinsdóttir (S)

Samþykkt 9:0.

Undirkjörstjórn II
Aðalmenn:
Ella María Gunnarsdóttir (D)
Sigrún Ríkharðsdóttir (S)
Guðrún Jóna Guðbjartsdóttir (B)
Varamenn:
Sigríður Guðmundsdóttir (D)
Guðlaug Sverrisdóttir (S)
Þröstur Karlsson (B)

Samþykkt 9:0.

Undirkjörstjórn III
Aðalmenn:
Ólafur Ingi Guðmundsson (S)
Jófríður María Guðlaugsdóttir (B)
Karl Alfreðsson (D)
Varamenn:
Smári Viðar Guðjónsson (S)
Kristín Edda Búadóttir(B)
Jóna Björk Sigurjónsdóttir (D)

Samþykkt 9:0.

3.9 Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis (þrír aðalmenn og jafnmarga til vara).
Aðalmenn:
Elsa Lára Arnardóttir (B)
Kristjana Helga Ólafsdóttir (D)
Björn Guðmundsson (S)
Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Varamenn:
Karitas Jónsdóttir (B)
Einar Brandsson (D)
Kristján Sveinsson (S)
Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Samþykkt 9:0.

Samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar skal tilnefna þingfulltrúa hjá samtökum sveitarfélaga og í stjórnir. Tilnefningar eru eftirfarandi:

3.10 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (einn aðalmann og annan til vara).
Aðalmaður:
Guðjón Viðar Guðjónsson
Varamaður:
Geir Guðjónsson

Samþykkt 9:0.

3.11 Stjórn Faxaflóahafna (einn aðalmann og annan til vara og einn áheyrnarfulltrúa).
Aðalmaður:
Ragnar B. Sæmundsson (B)
Varamaður:
Karitas Jónsdóttir (B)
Áheyrnarfulltrúi:
Ólafur Adolfsson (D)

Samþykkt 9:0.

3.12 Stjórn Heilbrigðisnefndar Vesturlands (einn aðalmann og annan til vara).
Aðalmaður:
Ólafur Adolfsson (D)
Varamaður:
Rúna Björg Sigurðardóttir (D)

Samþykkt 9:0.

3.13 Sorpurðun Vesturlands (tvo aðalmenn og jafnmarga til vara).
Aðalmenn:
Sævar Jónsson (D)
Ole Jakob Volden (B)
Varamenn:
Stefán Þórðarson (D)
Karitas Jónsdóttir (B)

Samþykkt 9:0.

3.14 Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (tvo aðalmenn og jafnmarga til vara.
Aðalmenn:
Einar Brandsson (D)
Bára Daðadóttir (S)
Varamenn:
Sandra Sigurjónsdóttir (D)
Gerður Jóhannsdóttir (S)

Samþykkt 9:0.

3.15 Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga (fjóra aðalmenn og jafnmarga til vara).
Aðalmenn:
Valgarður L. Jónsson (S)
Ragnar B. Sæmundsson (B)
Rakel Óskarsdóttir (D)
Sandra Sigurjónsdóttir (D)
Varamenn:
Gerður Jóhannsdóttir (S)
Liv Aase Skarstad (B)
Ólafur G. Adolfsson (D)
Einar Brandsson (D)

Samþykkt 9:0.

3.16 Fulltrúaráð Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi (fimm aðalmenn og jafnmarga til vara).
Aðalmenn:
Uchechukwu Michael Eze (S)
Margrét Helga Ísaksen (S)
Alma Dögg Sigurvinsdóttir (B)
Ólöf Linda Ólafsdóttir (D)
Carl Jóhann Granz (D)
Varamenn:
Ívar Orri Kristjánsson (S)
Ása Katrín Bjarnadóttir (S)
Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad (B)
Ester Magnúsdóttir (D)
Guðmundur B. Júlíusson (D)

Samþykkt 9:0.

3.17 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (fimm aðalmenn og jafnmarga til vara).
Aðalmenn:
Elsa Lára Arnardóttir (B)
Ragnar B. Sæmundsson (B)
Bára Daðadóttir (S)
Rakel Óskarsdóttir (D)
Ólafur G. Adolfsson (D)
Varamenn:
Liv Aase Skarstad (B)
Þröstur Karlsson (B)
Gerður Jóhannsdóttir (S)
Einar Brandsson(D)
Sandra Sigurjónsdóttir (D)

Samþykkt 9:0.

3.18 Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands (einn aðalmann og annan til vara).
Aðalmaður:
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Varamaður:
Steinar Adolfsson sviðsstjóri

Samþykkt 9:0.

3.19 Almannavarnanefnd (einn aðalmann og annan til vara).
Aðalmaður:
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Varamaður:
Steinar Adolfsson sviðsstjóri

Samþykkt 9:0.

3.20 Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga (einn aðalmann og annan til vara).
Aðalmaður:
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Varamaður:
Steinar Adolfsson sviðsstjóri

Samþykkt 9:0.

4.Málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar 2018 - 2022

1806034

Málefnasamningur Samfylkingarinnar og Frjálsra með framsókn um meirihlutasamtarf bæjarstjórnar fyrir árin 2018-2022.
Til máls tóku:
BD, RÓ, SMS, LAS, EBr, KHS, ÓA, RBS, RÓ, RBS, RÓ og BD.

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju sinni með þá ákvörðun meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks og frjálsra að leggja áherslu á að eiga gott samstarf við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og halda áfram með mörg af þeim góðu verkefnum sem hafin voru í tíð fráfarandi bæjarstjórnar og mikil sátt ríkti um. Má þar nefna:

1. Uppbyggingu á þjónustu- og félagsaðstöðu eldri borgara.
2. Að gera eldri borgurum kleift að búa sem lengst á eigin heimili.
3. Stuðla að atvinnuþátttöku fólks með skerta færni.
4. Halda áfram uppbyggingu á starfsemi Höfða.
5. Fylgja eftir langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja.
6. Halda áfram góðu samstarfi við ÍA.
7. Setja upp grenndarstöðvar og flokka úrgang.
8. Vinna eftir langtímaáætlun og þarfagreiningu um endurnýjun slitlags.
9. Bæta öryggi vegfarenda á Akranesi.
10. Vinna að framgangi Samgönguáætlunar Vesturlands 2017 - 2029.
11. Knýja á um vegabætur á Kjalarnesi án tafar.
12. Ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur.
13. Opið bókhald Akraneskaupstaðar
14. Nýting á tækni í opinberri stjórnsýslu
15. Samstarf við stjórnendur HVE um áframhaldandi uppbyggingu starfseminnar


Einnig vilja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja meirihluta Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra til að berjast einnig fyrir þeim málum sem ekki koma fram í málefnasamningi og eru mikilvæg fyrir rekstur Akraneskaupstaðar og velferð íbúa. Má þar helst nefna glímuna við ríkið um skiptingu lífeyrisskuldbindinga B-deildar, tryggja starfsemi fiskmarkaðar á Akranesi og uppbyggingu á íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun. Þá viljum við leggja mikla áherslu á að fylgt verði eftir áformum um uppbyggingu á Sementsreit og Dalbrautarreit.

Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)


Málefnasamningurinn meirihlutans lagður fram.

5.Ráðning bæjarstjóra

1806049

Ráðning Sævars Freys Þráinssonar í starf bæjarstjóra til næstu fjögurra ára.
SFÞ víkur af fundi undir þessum lið.

Til máls tóku:
RÓ og EBr.

Samþykkt 9:0.

SFÞ tekur sæti á fundinum á ný.

6.Vegir á Vesturlandi - ástand / tvöföldun vegar á Kjalarnesi

1801082

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um fjárveitingar til tvöföldunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes.
Ályktun bæjarstjórnar Akraness:

Bæjarstjórn Akraness hefur undanfarin ár margsinnis vakið athygli samgönguyfirvalda á brýnni nauðsyn þess að auknum fjármunum verði varið til endurbóta á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að auka umferðaröryggi og greiða för.

Ljóst er að ástand Vesturlandsvegar um Kjalarnes er með öllu óásættanlegt og öryggi vegfarenda er teflt í hættu. Daglega fara um veginn þúsundir bíla og sífellt eykst fjöldi óöruggra vegfarenda sem fara um veginn.
Það voru því sár vonbrigði að við nýlega úthlutun á fjögurra milljarða króna viðbótarframlagi ríkisins til brýnna vegaframkvæmda skuli Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, enn og aftur horfa framhjá hrópandi framkvæmdaþörf á Vesturlandsvegi um Kjalarnes.

Bæjarstjórn Akraness krefst þess að samgönguyfirvöld, svari ákalli Skagamanna og bregðist tafarlaust við hættulegu ástandi Vesturlandsvegar um Kjalarnes og tryggi að í nýrri samgönguáætlun verði lokið við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum til Reykjavíkur innan þriggja ára.

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir (sign)
Bára Daðadóttir (sign)

Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Liv Aase Skarstad (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra M. Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)

Samþykkt 9:0.

7.Sundabraut - ályktun bæjarstjórnar Akraness

1806093

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um Sundabraut í kjölfar birtingar málefnasamnings nýs meirihlutar í Reykjavík.
Ályktun bæjarstjórnar Akraness:

Í málefnasamningi Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem saman mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur kemur fram að nýr meirihluti spanni breitt pólitískt litróf með fjölbreytta sýn og ólíkar áherslur en sameinist um hagsmuni og lífsgæði borgarbúa og skynsamlega uppbyggingu Reykjavíkur til framtíðar.

Bæjarstjórn Akraness vill minna borgarfulltrúa á að í Reykjavíkurborg er miðstöð opinberrar stjórnsýslu, helstu stofnanir á sviði menntunar og heilbrigðisþjónustu á Íslandi og þar er einnig helsta inn- og útflutningsgátt landsins. Reykjavík er höfuðborg Íslands og því ber borgarfulltrúum að hugsa um og taka tillit til hagsmuna og lífsgæða allra landsmanna.

Samgöngur til og frá höfuðborginni eru gríðarlegt hagsmunamál þeirra sem sækja vinnu, nám og þjónustu til höfuðborgarinnar og því eru það mikil vonbrigði að ekki skuli vikið einu orði að lagningu Sundabrautar í málefnasamningi nýs meirihluta í Reykjavík. Það hefur legið fyrir um langt skeið að núverandi vegtenging að norðan og vestan inn í borgina er algerlega ófullnægjandi og undanfarin 20 ár hefur verið umræða um og unnið að tillögum um lagningu Sundabrautar án þess að málið hafi þokast áfram.

Bæjarstjórn Akraness skorar á Reykjavíkurborg og ríkið að hefja án tafar undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem bætir umferð til og frá höfuðborginni og eykur umferðar- og almannaöryggi. Aðgerðarleysi og umkenningaleikur Reykjavíkurborgar og ríkisins hefur staðið of lengi og tími er kominn á aðgerðir með hagsmuni borgarbúa og Íslendinga allra að leiðarljósi.

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir (sign)
Bára Daðadóttir (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Liv Aase Skarstad (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra M. Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)

Samþykkt 9:0.

8.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

1801200

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 24. maí síðastliðinn viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018 og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tók: SFÞ.

Samþykkt 9:0.

9.Baugalundur 2 - grenndarkynning

1805105

Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Þeir hagsmunaaðilar sem send var grenndarkynning hafa skilað inn samþykki sínu. Baugalundi 4 hefur ekki verið úthlutað. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu deiliskipulags Skógarhverfis 2. áfanga vegna Baugalundar 2. Skipulagsbreytingin skal send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku skal birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

10.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar

1806065

Bæjarstjórn samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 28. ágúst nk.
Bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 50. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 9:0.

11.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3345. fundargerð bæjarráðs frá 24. maí 2018.
Til máls tók:
ÓA um lið nr. 3.
Ró um liði nr. 13 og nr. 14.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2018 - velferðar- og mannréttindaráð

1801006

81. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. maí 2018.
82. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 30. maí 2018.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð

1801007

83. fundargerð Skóla- og frístundaráðs frá 23. maí 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2018 - skipulags- og umhverfisráð

1801008

84. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs 24.5.2018.
85. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs 6.6.2018.
Til máls tók:
EBr um fundargerð nr. 84, lið nr. 3.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2018 - Höfði

1801015

82. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 14. maí 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2018 - Orkuveita Reykjavíkur

1801026

259. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. apríl 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17.Fundargerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1801023

860. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. maí 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:46.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00