Fara í efni  

Bæjarstjórn

1166. fundur 12. mars 2013 kl. 17:00 - 18:20 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, stjórnaði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

Gunnhildur Björnsdóttir varamaður situr fundinn í stað Hrannar Ríkharðsdóttur aðalmanns.

1.Heiðarbraut 40, Stofnanareitur deiliskipulagsbreyting

1303009

Tilkynning um afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. mars 2013, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að Bjarna Jónssyni, f.h. Skarðseyrar ehf., verði veitt heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á gildandi deiliskipulagi lóðarinnar við Heiðarbraut 40.

Til máls tóku: EB, GPJ

Guðmundur Páll Jónsson, formaður bæjarráðs, lagði til að erindinu verði vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði. Jafnframt er óskað eftir frekari upplýsingum frá skipulags- og umhverfisnefnd.

Forseti bar tillögu formanns bæjarráðs upp til afgreiðslu:

Samþykkt 9:0

2.Veitingastaður við Jaðarsbakka - kynning á hugmyndum

1303002

Tilkynning um afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. mars 2013 á erindi Jóhannesar Karls Guðjónssonar um skipulagsbreytingar vegna hugmynda um veitingastað við Jaðarsbakka neðan Jaðarsbrautar.
Nefndin tók jákvætt í erindið og heimilaði að lagðar yrðu fram tillögur að deiliskipulagsbreytingu.

Til máls tók EB

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0.

3.Bæjarstjórn - 1165

1302024

Fundargerð bæjarstjórnar frá 26. febrúar 2013.

Fundargerðin staðfest 9:0.

4.Bæjarráð - 3181

1302020

Fundargerð bæjarráðs frá 27. febrúar 2013.

Til máls tóku:

EB undir tölul. 3 og tölul. 7.

GPJ tók til máls undir tölul. 7.

Einar Brandsson lagði fram eftirfarandi bókun við tl. 7 f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

,,Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera ekki athugasemd við að auglýst var eftir framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og atvinnu- og ferðamálafulltrúa. Við teljum hins vegar að þar sem ekki var sátt um að auglýsa eftir framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs í bæjarráði hefði ekki átt að auglýsa það starf nema að fengnu samþykki bæjarstjórnar þar sem ágreiningur var um það í bæjarráði. Þetta er í samræmi við 62.grein bæjarmálasamþykktarinnar. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins erum þeirrar skoðunar að fresta hefði átt ráðningu framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs í það minnsta út þetta ár í sparnaðarskyni. Störf þessa framkvæmdastjóra á að leysa með því að dreifa þeim á núverandi starfsmenn þar sem nú eru á launaskrá fyrrverandi bæjarritari út árið 2013 og fyrrverandi bæjarstjóri til loka apríl 2013."


Gunnar Sigurðsson (sign)

Einar Brandsson (sign)


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 85

1302033

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fjölskylduráð - 109

1302012

Fundargerð fjölskylduráðs frá 28. febrúar 2013.

Til máls tóku undir tl. 16: ÞÞÓ, GS, ÞÞÓ, IV, EB, GPJ, bæjarstjóri

Þröstur Þ. Ólafsson kom á framfæri leiðréttingu á bókun fjölskylduráðs í 16. tl. þar sem á að standa: ,, ...þegar tvö systkini eru hjá dagforeldrum þá verði niðurgreiðsla hærri ...".

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fjölskylduráð - 110

1303001

Fundargerð fjölskylduráðs frá 5. mars 2013.

Til máls tók undir tl. 10: EBen., ÞÞÓ

Til máls tóku undir tl. 5: EBen., SK

Til máls tók undir tl. 6: EBen.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Framkvæmdaráð - 93

1302013

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 21. febrúar 2013.

Til máls tóku undir tl. 1: EB, bæjarstjóri, EB

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Framkvæmdaráð - 94

1302032

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 7. mars 2013.

Til máls tóku undir tl. 7: EBen., GPJ

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Höfði - fundargerðir 2013

1302040

Fundargerð stjórnar Höfða frá 28. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00