Fara í efni  

Bæjarstjórn

1219. fundur 22. september 2015 kl. 17:00 - 18:11 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna.
Forseti minnist látins bæjarfulltrúa, Harðar Pálssonar.

Hörður Húnfjörð Pálsson bakarameistari lést 14. september síðastliðinn, 82 ára að aldri.
Hörður fæddist á Skagaströnd 27. mars 1933 en ólst upp á Sauárkróki. Foreldrar hans voru Páll Sveinbjörnsson, bifreiðastjóri og Sigrún Ásbjörg Fannland, húsfreyja og skáldkona.

Hann lærði bakaraiðn á Sauðárkróki og stundaði framhaldsnám í bakstri í Þrándheimi í Noregi.
Hörður flutti til Akraness árið 1958 og tók þá við rekstri Alþýðubrauðgerðarinnar og rak hana til ársins 1963 er hann hóf eigin rekstur og stofnaði Harðarbakarí sem hann starfrækti allt til ársins 1998.

Hann sat í bæjarstjórn Akraness fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1974 til 1986 ásamt því að sitja í nefndum á vegum kaupstaðarins. Hörður sat um skeið í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands, stjórn Dvalarheimilisins Höfða og var stjórnarformaður Skipasmíðastöðvarinnar Þorgeir og Ellert. Hann sat í stjórn Stórstúku Íslands um langt árabil.

Á yngri árum stundaði Hörður frjálsar íþróttir og var einn af stofnendum Íþróttafélagsins Drangeyjar á Sauðárkróki sem síðar sameinaðist Ungmennafélaginu Tindastóli. Hann sat í Knattspyrnuráði Akraness og var formaður þess 1988 til 1989.

Söngur var Herði hugleikinn og söng hann í kór Sauðárkrókskirkju og síðar í kór Akraneskirkju. Hann var einn af stofnendum Skagakvartettsins árið 1967 og söng með honum í 25 ár.

Hörður var sæmdur riddarakrossi árið 2002 fyrir störf að atvinnu- og félagsmálum.

Eftirlifandi eiginkona Harðar er Inga Þórey Sigurðardóttir. Þau eignuðust fjögur börn, Guðrúnu Bryndísi, Sigurð Pál, Hörð og Sigríði Önnu.

Bæjarfulltrúar og aðrir risu úr sætum og vottuðu hinum láta virðinga sína.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1501357

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 25. ágúst 2015.

2.Kosning í ráð og nefndir 2015, samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar

1505056

Þórunn Örnólfsdóttir hefur óskað eftir ársleyfi sem aðalmaður Bjartrar framtíðar í menningar- og safnanefnd.
Lagðar eru fram tillögur frá Bjartri framtíð um að Kristinn Pétursson verði aðalmaður í menningar- og safnanefnd og að Þórunn Örnólfsdóttir verði varamaður í nefndinni.
Samþykkt 9:0.

3.Stefnumörkun í menningarmálum

1502041

Tillögur bæjarráðs um breytingar í menningarmálum á Akranesi og nýtt skipurit Akraneskaupstaðar lagðar fram til samþykktar í bæjarstjórn.
Til máls tóku: ÓA, IP, RÁ, IV, VLJ, ÓA og RÁ.
Tillaga 1 - Menningar- og safnamál - sérstakur málaflokkur
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa ráðningu forstöðumanns sem hafi yfirumsjón með menningar- og safnamálum á Akranesi.

Tillaga 2 - tilfærsla á störfum
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna skipulagsbreytinguna fyrir stjórnendum og starfsmönnum málaflokksins og bjóða fastráðnum starfsmönnum ný og breytt starfsheiti og verkefni í samræmi við sameiningu málaflokksins.

Tillaga 3 - breytingar á opnunartíma Byggðasafnsins í Görðum og Bókasafns Akraness
Bæjarráð samþykkir að breyta opnunartíma byggðasafnsins og bókasafnsins með eftirfarandi opnunartímum:
Bókasafnið verði opið frá kl. 12.00 til 18.00 virka daga en að auki tvær morgunopnanir frá kl. 10:00 til 12:00 vegna sögustunda fyrir börn annarsvegar og átthagastunda fyrir almenning hinsvegar. Opið verður á laugardögum yfir vetrartímann eins og er nú er. Breytingin taki gildi 1. janúar 2016. Byggðasafnið verði lokað frá og með 1. október og frá 1. janúar til 1. maí 2016 verði bæði Byggðasafnið og Safnaskálinn lokuð vegna endurnýjunar á sýningum. Tekið verði á móti hópum samkvæmt sérstöku samkomulagi á þessu tímabili og gegn gjaldi, þar sem það á við.

Breytingunum í heild ásamt nýju skipuriti vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fyrirhuguð er þann 13. október næstkomandi.

Samþykkt 9:0.

4.Fundargerðir 2015 - bæjarráð

1501211

3261. fundargerð bæjarráðs frá 7. september 2015.
3262. fundargerð bæjarráðs frá 10. september 2015.

Til máls tóku:
IP um fundargerð 3262, lið númer 9.
RÓ um fundargerð 3262, lið númer 9.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð

1501099

19. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7. september 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2015 - Höfði

1501215

53. fundargerð HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 7. september 2015.
Til máls tóku:
IP um lið númer 2.
RÁ um lið númer 2.
IV um liði númer 1, 2, 3, 4, 5 og 6.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2015 - Faxaflóahafnir

1501216

134. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 25. ágúst 2015.
135. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 27. ágúst 2015.
136. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 14. september 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:11.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00