Fara í efni  

Bæjarstjórn

1198. fundur 04. nóvember 2014 kl. 17:00 - 17:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Sigríður Indriðadóttir bæjarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi
  • Einar Brandsson bæjarfulltrúi
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi
  • Valgarður L. Jónsson bæjarfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir bæjarfulltrúi
  • Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Stjórnkerfisbreytingar 2014

1406126

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 22.10.2014, breytingar á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar og leggur til við bæjarstjórn að breytingarnar verði samþykktar.
Fyrri umræða um breytingarnar fóru fram þann 28. október sl.
Tillögur um stjórnskipulagsbreytingar hjá Akraneskaupstað.

1.1. Tillaga um stofnun nýs skipulags- og umhverfisráðs með sameiningu framkvæmdaráðs og skipulags- og umhverfisnefndar.
Ennfremur samþykkt að færa verkefni sem snúa að íþróttamálum á skóla- og frístundasvið.

Til máls tók: IV.

Samþykkt: 7:2 (gegn atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar).

1.2. Tillaga um niðurlagningu fjölskylduráðs og stofnun skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs. Ennfremur að staða framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs verði lögð niður og auglýstar verði stöður sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs.

Samþykkt: 9:0.


1.3. Tillaga um stofnun menningar- og safnanefndar með sameiningu stjórnar Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefndar.
Ennfremur að fram fari skoðun á menningar- og safnamálum á Akranesi með heildarsýn á málaflokknum í huga.

Til máls tóku: VJ.
Leggur til breytingatillögu við 3. og 4. gr sem verði svohljóðandi:

3. gr.
Að í menningar- og safnanefnd verði 6 aðalmenn og jafnmargir til vara, þar af einn frá Hvalfjarðarsveit sem hafi atkvæðisrétt þegar málefni safnsins eru til umræðu en jafnframt málfrelsi um önnur mál menningar- og safnanefndar sem eru til meðferðar hverju sinni.
4. gr.
Að formaður menningar- og safnanefndar hafi tvöfalt atkvæðavægi í málum sem varða Byggðasafnið.

Forseti les upp breytingartillöguna og opnar á umræðu um hana.
Til máls tóku: VG, IP, ÓA og EBr.

Breytingartillagan borin upp til atkvæðagreiðslu.

Samþykkt 9:0.


1.4. Tillaga um breytingu á innra skipulagi stjórnsýslu- og fjármálasviðs, þ.e. niðurlagningu á starfi þjónustu- og upplýsingastjóra. Sviðstjóra falið að leggja fram tillögu að nýju skipulagi sviðsins í samráði við bæjarstjóra fyrir 1. janúar 2015.

Samþykkt: 9:0.


1.5. Tillaga að nýju skipuriti fyrir Akraneskaupstað.

Samþykkt: 9:0.


1.6. Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar með vísan til framangreindra breytinga á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

Samþykkt: 9:0.

2.Kosning skv. 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar

1406104

Kosning í ný ráð samkvæmt samþykktum breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Forseti las upp tilnefningar aðal- og varamanna og áheyrnarfulltrúa í eftirfarandi ráð:

Kosning í skipulags- og umhverfisráð:
(þrír kjörnir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar)

Aðalmenn:
Einar Brandsson formaður (D)
Rakel Óskarsdóttir varaformaður (D)
Valgarður Lyngdal Jónsson (S)

Varamenn:
Sævar Jónsson (D)
Katla Ketilsdóttir (D)
Björn Guðmundsson (S)

Áheyrnarfulltrúar:
Svanberg J. Eyþórsson (Æ)
Jóhannes Karl Guðjónsson (B)

Varaáheyrnarfulltrúar:
Kristín Sigurgeirsdóttir (Æ)
Karitas Jónsdóttir (B)

Samþykkt: 9:0.

Kosning í skóla- og frístundaráð:
(þrír kjörnir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar)

Aðalmenn:
Sigríður Indriðadóttir formaður (D)
Rakel Óskarsdóttir varaformaður (D)
Kristinn Hallur Sveinsson (S)

Varamenn:
Þórður Guðjónsson (D)
Valdís Eyjólfsdóttir (D)
Ingibjörg Valdimarsdóttir (S)

Áheyrnarfulltrúar:
Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir (Æ)
Sigrún Inga Guðnadóttir (B)

Varaáheyrnarfulltrúar:
Starri Reynisson (Æ)
Jóhannes Karl Guðjónsson (B)

Samþykkt: 9:0.

Kosning í velferðar- og mannréttindaráð:
(þrír kjörnir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar)

Aðalmenn:
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir formaður (Æ)
Einar Brandsson varaformaður (D)
Ingibjörg Pálmadóttir (B)

Varamenn:
Anna Lára Steindal (Æ)
Sigríður Indriðadóttir (D)
Anna Þóra Þorgilsdóttir (B)

Áheyrnarfulltrúi:
Gunnhildur Björnsdóttir (S)

Varaáheyrnarfulltrúi:
Valgarður Lyngdal Jónsson (S)

Samþykkt: 9:0.

Kosning í menningar- og safnanefnd:
Atkvæðagreiðslu frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00