Fara í efni  

Bæjarráð

3149. fundur 29. mars 2012 kl. 16:00 - 18:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.OR - Endurnýjun lánalína og heimild til nýtingar

1111158

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 20.mars 1012, varðandi upplýsingar um ádrátt á lánalínur, þar sem fram kemur að frá áramótum hefur verið dregið á lánalínur að upphæð fjögurra milljarða króna og gert sé ráð fyrir að draga hálfan milljarð til viðbótar fyrir næstu mánaðamót. Ástæða ádráttarins er uppgreiðsla erlendra lána og fjármögnun á skammtímalánum frá Lífeyrissjóði sveitarfélaga að upphæð 1,2 milljarðar.
Síðar á árinu eða í byrjun næsta árs er svo gert ráð fyrir að draga á lánalínur aftur til söfnunar gjaldeyris vegna stórs gjalddaga í apríl 2013.

Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

Tillögur að hagræðingu og sparnaði frá bæjarritara, framkvæmdastjórum fjölskyldu- framkvæmda- og skipulags- og umhverfisstofa, ásamt tillögum verkefnisstjóra Akranesstofu og bókavarðar. Minnisblað bæjarritara dags. 28. mars 2012, varðandi heildar áhrif tillagna sbr. tillögur stofa.

Málið rætt. Afgreiðslu frestað.

3.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar-ársreikningur 2011

1203214

Ársreikningur lífeyrissjóðsins fyrir árið 2011 og endurskoðunarskýrsla frá endurskoðunarstofunni Álit ehf.
Helstu kennitölur sjóðsins voru eftirfarandi:
Nafnávöxtun 7,6%
Hrein raunávöxtun 2,3%.
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar (84,7%)
Rekstrarkostnaður í hlutfalli af hreinni eign 0,8%.
Lífeyrisbyrði (hlutfall af iðgjöldum) 176,1%

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Efling sveitarstjórnarstigsins í landinu.

1203057

Bréf Innanríkisráðuneytis, dags. 2. mars 2012, ásamt skilagrein og tillögum nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Lagt fram.

5.Frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, mál nr. 55/2003

1203148

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga ásamt bréfi sambandsins til Umhverfisráðuneytisins með umsögn um frumvarpið. Sambandið telur að gefa þurfi málinu tíma til að koma því í ásættanlegan búning í sátt við sveitarfélögin í landinu.

Bæjarráð tekur undir álit Sambands ísl sveitarfélaga á frumvarpsdrögunum.

6.Málefni aldraðra - skipan starfshóps

1203023

Bréf fjölskylduráðs dags. 21. mars 2012, ásamt erindisbréfi fyrir starfshóp um málefni aldraðra.
Gert er ráð fyrir í erindisbréfi að HVE, Höfði og Akraneskaupstaður leggi til hver sinn fulltrúa og fjölskylduráð skipi formann. Áætlað er að kostnaður vegna launa formanns verði kr. 250.000 og er óskað eftir fjárheimild bæjarráðs til verkefnisins.

Bæjarráð telur að erindisbréfið þarfnist nánari umfjöllunar á grundvelli umræðna á fundinum. Bæjarráð óskar eftir því við fjölskylduráð að erindisbréfið verði tekið til umföllunar að nýju.

7.Samkomulag við Vini Hallarinnar

1203185

Bréf stjórnar Skagaleikflokksins, mótt. 22 mars 2012, þar sem fram kemur að Skagaleikflokkurinn og ,,Vinir Hallarinnar," hafi tekið upp samstarf til reynslu til vors 2013, sem síðan verði endurskoðað.

Lagt fram.

8.Kaffi Mörkin - veitingarekstur/starfsemi

1203156

Bréf Bjarnþórs G. Kolbeins dags. 19. mars 2012 og bréf nokkurra íbúa í nágrenni Skólabrautar 14, dags 26. mars 2012, auk þess bréf frá sóknarnefnd og framkvæmdanefnd Akraneskirkju dags. 26. mars 2012 og undirskriftalistar íbúa og eigenda verslana í nágrenninu. Bréfritarar lýsa allir áhyggjum sínum og andstöðu við fyrirhugaða starfsemi í húsnæðinu.

Á fundinn mættu til viðræðna þau Guðni Hannesson, Bjarnþór G. Kolbeins, Ásta Alfreðsdóttir og Þórarinn Helgason.

Bæjarráð getur ekki tekið málið til efnislegrar afgreiðslu í ljósi þess að bæjaryfirvöldum hefur ekki borist erindi til umsagnar vegna starfsemi í umræddu húsnæði.

9.Umsögn vegna Jóhönnu Leópolds sumarhótel heimavistar

1203199

Bréf sýslumanns dags. 22. mars 2012, varðandi umsögn um umsókn Jóhönnu G. Leópoldsdóttur á leyfi til að reka sumargististað í heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina fyrir sitt leyti.

10.Rekstarleyfi v/ Akra gistiheimili

1201435

Bréf sýslumanns dags. 22. mars 2012, varðandi umsögn um umsókn Lindu H. Sigvaldadóttur á leyfi til rekstrar heimagistingar að Skagabraut 4. á Akranesi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina fyrir sitt leyti.

11.Dalbraut 1 - kvartanir vegna hávaða frá kæliviftu

1109018

Bréf frá nágrönnum Dalbrautar 1, dags. 18. mars 2012, þar sem kvartað er yfir hávaða frá kæliviftum.
Einnig lagt fyrir fundinn minnisblað byggingafulltrúa og minnisblað verkfræðistofunnar VERKÍS varðandi hljóðvist Dalbraut 1.

Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að koma gögnum málsins á framfæri við fulltrúa húsfélagsins á Dalbraut 1, með þeim óskum að farið verði yfir málið og að gripið verði til ráðstafana til að minnka hávaða frá kæliviftum hússins, þannig að viðunandi verði fyrir næstu nágranna.

12.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins.

1109059

Minnisblað bæjarritara,, dags. 23.mars 2012, varðandi útboð á akstri Reykjavík -Akureyri, leið 57, ásamt Minnisblaði frá VSÓ ráðgjöf ,,Almenningssamgöngur á Vesturlandi, yfirlit aksturstillögu."

Bæjarráð vísar til þess að við skipulag á almenningssamgöngum sem sveitarfélögin á Vesturlandi (SSV) hafa nú tekið við af Vegagerð ríkisins, hefur verið gert ráð fyrir að SSV annist alla framkvæmd með samningum við Strætó bs og verktaka. Í ljósi þess samþykkir bæjarráð Akraness fyrir sitt leyti yfirtöku SSV á samningi við verktaka á leið 57 sem nýlega hefur verið boðinn út. Þess verði þó gætt að ekki verði gerðar breytingar á þjónustu og aksturstíðni á milli Akraness og Reykjavíkur nema að fengnu samþykki bæjaryfirvalda á Akranesi, þurfi til slíkra breytinga að koma á samningstímanum.

13.Hýsing og rekstrarþjónusta fyrir Akraneskaupstað

1203110

Minnisblað Admon ráðgafar ehf, dags. 28. mars 2012, varðandi fyrirhugað útboð á hýsingu og rekstrarþjónustu. Samkvæmt minnisblaðinu kemur fram að það sé mat Ríkiskaupa að umrætt útboð þurfi að vera innan ríkiskaupasamnings.

Bæjarráð ítrekar fyrri ákvörðun um opið útboð og felur bæjarritara að fylgja málinu eftir.

14.Norðurálsmót 2012 - rafmagnsmál o.fl.

1202165

Bréf formanns uppeldissviðs KFÍA, dags. 12. febrúar 2012, ásamt bréfi knattspyrnufélags ÍA, dags 1. mars 2012, varðandi Norðurálsmótið og aðstöðu þeirra fjölmörgu gesta er það sækja. Einnig er lagt fram minnisblað verkefnastjóra Akranesstofu um m.a. tillögur að úrbótum í rafmagnsmálum.

Bæjarráð samþykkir að heimila Akranesstofu að kaupa tengibúnað til tengingar húsbíla, tjaldvagna og þ.h. í tenglsum við íþróttamót í bænum. Kostnaði við verkið sem nemur 442 þúsund krónum, verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðnum "Ýmsir styrkir" 21-89-5948-1.

15.Smiðjuvellir 12, 16, 18, og 20 umsókn um rif á fasteingnum og þrif á svæðinu

1110242

Bréf Arion banka hf, dags. 22. mars 2012, varðandi sölu lóðanna. Arion banki býður Akraneskaupstað að ganga til samninga um að kaupstaðurinn leysi til sín öll lóðarréttindi á umræddum lóðum á kr. 10.000.000,- (tíu milljónir)
Einnig minnisblað Landslaga dags 28. mars 2012.

Málið rætt. Framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu falið að afla nánari upplýsinga um málið.

16.Umhverfisvaktin við Hvalfjörð - mælingar á mengandi efnum í neysluvatni.

1201426

Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 21. mars 2012, varðandi mælingar á heilnæmi neysluvatns á Akranesi.

Lagt fram.

17.Fjallskilasamþykkt - nefnd um sameiningu samþykkta

1202233

Bréf garðyrkjustjóra dags. 21. mars 2012, þar sem vakin er athygli á skyldu sveitarfélaga í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu um skipan yfirnefndar fjallskilamála og setningu samþykkta fyrir nefndina.

Bæjarráð felur garðyrkjustjóra að vera fulltrúi Akraneskaupstaðar í umræddri nefnd.

18.Frumkvöðull Vesturlands 2011

1203150

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 14. mars 2012, varðandi tilnefningu á frumkvöðli Vesturlands.

Lagt fram.

19.Samstarfsnefnd lögreglu og Akraneskaupstaðar

1203158

Fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélagsins Arkaness frá 13. mars 2012.

Lagt fram.

20.SSV - stjórnarfundir 2012.

1203022

Stjórnarfundur SSV frá 14. mars 2012

Lagt fram.

21.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2012

1201188

Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 28. nóvember 2011, 5. desember 2011 og 16. janúar 2012.

Lagt fram.

22.Faxaflóahafnir - ársreikningur 2011

1203121

Ársreikningur Faxaflóahafna 2011, ásamt greinargerð hafnarstjóra.

Lagt fram.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

Fundargerð 795. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. mars 2012

Lagt fram.

24.Fjallskilasamþykkt - nefnd um sameiningu samþykkta

1202233

9. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta.

Lagt fram.

25.Styrkir 2012 - v/menningar, íþróttamála, atvinnumála og annara mála.

1202070

Bókaútgáfan Hólar umsókn dags.16. mars 2012

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

26.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Aðalfundur 2012

1203219

Aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, mánudaginn 23. apríl 2012, kl. 13:00 að Hraunsnefi Norðurárdal, ásamt undirrituðum ársreikningi fyrir árið 2011.

Bæjarritara falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á aðalfundinum.

27.Byggðasafnið - starfsmannamál

1112097

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 29. mars 2012, þar sem óskað er heimildar eignaraðila um ráðningu Guðmundar Sigurðssonar, tímabundið í starf við Byggðasafnið. Ekki er um kostnaðarauka að ræða við rekstur safnsins, heldur millifærslu á milli launaliða og verktakavinnu.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Millifærslna sem samþykktin leiðir af sér verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00