Fara í efni  

Bæjarráð

3228. fundur 11. september 2014 kl. 18:30 - 22:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn H. Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.7 mánaða uppgjör, janúar - júlí 2014

1409060

Sigmundur Ámundason aðalbókari og Andrés Ólafsson fjármálastjóri mæta á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

2.Faxabraut 10 - sala á húseign

1407098

Fjögur tilboð bárust í eignina en einn tilboðsgjafi hefur fallið frá tilboði.
Bæjarfulltrúi Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi undir þessum lið með vísan til 1. mgr. 16. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

3.Suðurgata 57 gamla Landsbankahúsið - auglýst til sölu

1409054

Vilji er til að kanna áhuga fjárfesta til að kaupa eignina með það í huga að starfrækja þar hótelrekstur.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa auglýsingu á Suðurgötu 57 í því skyni að þar verði hótelrekstur.

4.Reglur um sölu eigna hjá Akraneskaupstað.

1409055

Drög að reglum um sölu eigna hjá Akraneskaupstað.
Bæjarráð samþykkir reglur um sölu eigna hjá Akraneskaupstað og vísar reglunum til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Deilisk.- Breiðarsvæði - Breiðargata 8b

1401204

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar vegna erindis HB Granda með beiðni um stækkun lóðar.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til skipulags- og umhverfisnefndar til frekari úrvinnslu.

Í tengslum við beiðnina áréttar bæjarráð mikilvægi þess og tekur þar með undir áhyggjur íbúa að ef áframhaldandi starfsemi verður á fiskþurrkun HB Granda í nýju húsnæði, eins og fyrirtækið áformar, uppfylli fyrirtækið ávallt ítrustu kröfur um mengunarbúnað, aðstöðu og ferskleika hráefnisins.

Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra í samvinnu við framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, að gera drög að erindisbréfi fyrir starfshóp sem undirbýr breytingu á gildandi skipulagi við Breiðarsvæðið og við Akraneshöfn.

6.Leikfélagið Skagaleikflokkurinn - húsnæðismál

1408050

Erindi Skagaleikflokksins vegna húsnæðismála og bókun Menningarmálanefndar ásamt drögum að leigusamningi.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni vegna leigusamningsins til viðauka, tekjufærsla á lið 09-26 og gjaldfærsla á lið 05-81.

7.FVA - styrkur til tækjakaupa 2015

1409009

Bréf FVA dags. 29.8.2014, ósk um styrk til tækjakaupa vegna endurnýjunar á búnaði iðnbrauta að upphæð kr. 2.390.000.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

8.Launalaust leyfi 1.10.14 - 1.2.15

1409017

Bréf bæjarbókavarðar vegna beiðni starfsmanns um launalaust leyfi frá 1. okt. 2014 - 1. feb. 2015.
Bæjarráð felst á beiðni um launalaust leyfi. Ákvörðun um ráðningu afleysingu verði tekin í samráði við bæjarstjóra.

9.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 ( tækjakaupasjóður ) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Erindi forstöðumanns Bókasafns Akraneskaupstaðar um framlag úr tækjakaupasjóði samkvæmt meðfylgjandi tilboði vegna tölvubúnaðar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun að fjárhæð kr. 227.000 vegna kaupa á tölvu á Bókasafn Akraneskaupstaðar.
Fjármununum verði ráðstafað af liðnum 21-83-4660.

10.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 ( tækjakaupasjóður ) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Erindi skólastjóra f.h. leikskólans Vallarsels vegna kaupa á búnaði fyrir skólann, tölvuskjá, prentara og útvarps/geislaspilaratæki samkv. tilboði Omnis að upphæð kr. 168.050.
Bæjarráð samþykkir úthlutun að fjárhæð kr. 168.000 vegna kaupa á búnaði fyrir Vallarsel.

Fjármunum verði ráðstafað af liðnum 21-83-4660.

11.Skólaliðastörf - beiðni um aukningu í Grundaskóla

1408127

Erindi framkvæmdastjóra fjölskylduráðs dags. 21.8.2014, beiðni um aukningu stöðugilda skólaliða í Grundaskóla um 25%, vegna stækkunar á húsnæði skólans.
Bæjarráð samþykkir aukningu stöðugilda skólaliða sem nemur 25% af einu stöðugildi vegna tímabilsins september til og með desember 2014. Beiðni um varanlega aukningu verður vísað til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2015. Kostnaður vegna aukningarinnar á árinu 2014 er kr. 300.000.

Fjármununum verði ráðstafað af liðnum 21-38-4995.

12.Félagsstarf aldraðra - viðhorfskönnun

1404130

Bréf fjölskylduráðs dags. 20.8.2014 og erindi verkefnisstjóra varðandi félagsstarf aldraðra.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 300.000 vegna vinnu forstöðumanns félagsstarfs aldraðra við gerð viðhorfskönnunar til framboðs tómstundastarfs fyrir eldri borgara. Niðurstaða könnunarinnar liggi fyrir í lok ársins.

Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum 21-95-4980.

13.XXVIII. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1407034

Tölvupóstur Sambandsins dags 2.9.2014, vegna skila á málum sem samtök sveitarfélaga eða þingfulltrúar óska eftir að leggja fram á landsþinginu sem hefst 24. sept.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri eftirfarandi atriðum sem tekin verði til umræðu á landsþingi Samtaka sveitarfélaga:
1. Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunar- og dvalarheimila með sveitarfélagaábyrgð.
2. Húsnæðismál, þ.m.t. íbúðir Íbúðalánasjóðs.
3. Málefni atvinnuleysistryggingasjóðs.
4. Yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga á málefnum fatlaðra.

14.Akranes - kynningarbæklingur

1409048

Unnið hefur verið að endurgerð kynningarbæklings um Akraneskaupstað og starfsemi fyrirtækja á Akranesi. Bæklingurinn var gefinn út árið 2008 en endurgerðin verður bæði á prentuðu og rafrænu formi og er án endurgjalds fyrir kaupstaðinn.
Bæjarráð samþykkir útgáfu kynningarbæklingsins og vonast til að framtakinu verði vel tekið af fyrirtækjum á Akranesi.

15.Baski - mósaíkmyndir

1403185

Tilboð Bjarna Skúla Ketilssonar (Baska) um gerð mósaíkverks á Akranesi ásamt myndum með sýnishornum af slíkum verkum sem hann hefur hannað.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2015.

16.Jafnréttisstofa - landsfundur 2014 - bréf til sveitarstjórna

1408083

Bréf Jafnréttisstofu dags. 14.8.2014, vegna landsþings jafnréttisnefnda sveitarfélaga 18. - 19. sept. n.k.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa á þingið.

17.Reglugerð um starfsemi slökkviliða

1409018

Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 1.9.2014, þar sem óskað er eftir umsögn um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs til frekari úrvinnslu.

18.Innanbæjarstrætó - beiðni um upplýsingar

1409077

Erindi Skagverks þar sem óskað er eftir upplýsingum um notkun á þjónustu innanbæjarstrætó árið 2013 og það sem af er ári 2014.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs til frekari úrvinnslu.

19.Samtök ungra bænda - bókun frá aðalfundi 2014

1409026

Tölvupóstur frá Samtökum ungra bænda og ályktun frá landsfundi samtakanna dags 22. mars 2014.
Lagt fram til kynningar.

20.Starfsdagur stjórnenda 22. september 2014

1409061

Fyrirhugaður er starfsdagur með stjórnendum Akraneskaupstaðar þann 22. sepember nk. þar sem meginmarkmiðið er að kenna aðferðarfræði við markmiðssetningu og árangursstjórnun.
Lagt fram til kynningar.

21.Hafnasambandsþing

1409049

Hafnasambandsþing var haldið á Siglufirði dagana 4. og 5. september sl. Bæjarfulltrúinn Ólafur Adolfsson sem á sæti í stjórn Faxaflóahafna sótti þingið.
Bæjarfulltrúinn Ólafur Adolfsson kynnti þau málefni sem til umræðu voru á þinginu.

22.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd

1401194

19. fundargerð menningarmálanefndir dags 2. 9..2014.
Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 22:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00