Fara í efni  

Bæjarráð

3179. fundur 14. febrúar 2013 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson Varaáheyrnarfulltrúi
  • Andrés Ólafsson fjármálastjóri og settur bæjarritari
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Endurgreiðsluhlutfall v/ 2012 - Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

1302020

Tilkynning um afgreiðslu stjórnar Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar frá 7. febrúar sl. Á fundinum var lagt fram bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, dags. 3. janúar 2013, þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri verði 56% fyrir árið 2013 en það var 57% fyrir árið 2012 eftir leiðréttingu á útreikningi tryggingastærðfræðingsins, en hlutfallið var fyrst reiknað 73%. Við þessa ofgreiðslu myndaðist inneign hjá launagreiðendum á árinu 2012, sem nú hefur verið gerð upp. Stjórnin samþykkti einnig tillögu tryggingastærðfræðingsins og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi við ákvæði greinar 23.1 í samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.Samstarfsverkefni Markaðsstofu og sveitarfélaga á Vesturlandi.

1211093

Samþykkt stjórnar Akranesstofu frá 5. febrúar sl. varðandi erindi Markaðsstofu Vesturlands, dags. 9. nóv. 2012, varðandi samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands og sveitarfélaga á Vesturlandi. Bæjarráð samþykkti 28. nóv. sl. að vísa erindinu til umfjöllunar stjórnar Akranesstofu.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.

3.FEBAN - styrkbeiðnir 2012 og afgreiðsla á þeim.

1212181

Bréf fjölskylduráðs, dags. 6. febrúar 2013, þar sem mælt er með styrkveitingu til FEBAN að upphæð kr. 60.000 til að standa straum af leigugreiðslum vegna bókbandsnámskeiðs á vorönn 2013.
Einnig óskar fjölskylduráð eftir því að kannað verði hvort hægt verði að nýta húsnæði í kjallara Landsbankahússins undir námskeiðahaldið.

Bæjarráð samþykkir tillögu fjölskylduráðs um styrkveitingu til FEBAN að upphæð kr. 60.000.- Gert verði ráð fyrir fjárveitingu í viðauka fjárhagsáætlunar af fjárhagsliðnum 21-89-5948-1 ,,aðrir styrkir og framlög, ýmsir styrkir".

Bæjarráð samþykkir að vísa erindi fjölskylduráðs varðandi nýtingu húsnæðis til námskeiðahaldsins í kjallara Landsbankahússins til skoðunar hjá Framkvæmdastofu.

4.Smiðjuvellir - tenging við almenningssamgöngur

1302029

Bréf forsvarsmanna þjónustufyrirtækja sem staðsett eru við ofanverða Smiðjuvelli á Akranesi, dags. 30. janúar 2013, þar sem þess er farið á leit við bæjarstjórn Akraness að tekið verði til skoðunar hvort breyta megi leiðakerfi strætisvagns Akraness með það að markmiði að bæta úr vöntun á tengingu almenningssamgangna við svæðið.

Bæjarráð þakkar ábendinguna og samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu hjá Skipulags- og umhverfisstofu.

5.OR - sala fasteigna OR við Bæjarháls og Réttarháls

1301574

Bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29. janúar 2013, þar sem þess er óskað að eigendur OR samþykki tillögu stjórnar um sölu fasteigna OR við Bæjarháls og Réttarháls.

Afgreiðslu frestað.

6.Strætó bs. - fyrirspurn

1301306

Fyrirspurn Gísla B. Árnasonar í tölvupósti, dags. 21. janúar 2012, varðandi niðurgreiðslu á strætóferðum.

Bæjarráð þakkar fyrirspurnina og samþykkir að fela framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að svara erindinu.

7.Stefnumót við Skagamenn - það sem elstu menn muna

1301249

Drög að samkomulagi við Harald Bjarnason og Friðþjóf Helgason vegna verkefnisins ,,Stefnumót við Skagamenn - Það sem elstu menn muna."

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag samtals að fjárhæð kr. 500.000.- Gert verði ráð fyrir fjárveitingu í viðauka fjárhagsáætlunar af fjárhagsliðnum 21-89-5948-1 ,,aðrir styrkir og framlög, ýmsir styrkir".

8.Íslenska vitafélagið - dagskrá um strandmenningu

1301572

Erindi íslenska vitafélagsins - félags um íslenska strandmenningu í tölvupósti, dags. 7. febrúar 2013, þar sem spurst er fyrir um áhuga á samvinnu um að efna til dagskrár á Akranesi um auð hafs og stranda við suðvesturhorn landsins laugardaginn 4. maí nk.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka erindið til afgreiðslu.

9.Teigasel - styrkveiting til starfsfólks

1302085

Bréf leikskólastjóra Teigasels, dags. 6. febrúar 2013, þar sem óskað er styrkveitingar til starfsfólks leikskólans Teigasels vegna náms- og kynnisferðar til Boston.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10.Síminn - samskiptalausn

1208065

Þjónustusamningur vegna endurnýjunar símkerfa í stofnunum Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði vegna endurnýjunar símkerfa í stofnunum Akraneskaupstaðar að fjárhæð samtals kr.1.762.000 í viðauka fjárhagsáætlunar 2013 og komi af fjárhagsliðnum 21-95-4660-1 ,,viðhald áhalda“. Gert verði ráð fyrir útgjöldum áranna 2014-2016 í fjárhagsáætlunum stofnana viðkomandi ára vegna leigu á búnaði.

Upphæðin skiptist þannig:

1. Vegna endurnýjunar símkerfa kr. 1.600.000
2. Vegna vinnu Omnis í verkefninu kr. 162.000

11.Uppfærsla á netþjónustum og öryggi

1301298

Tilboð Upplýsingatæknifélagsins Omnis ehf. í eldveggjaþjónustu o.fl.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Upplýsingatæknifélagsins Omnis ehf. í eldveggjaþjónustu o.fl. Gert verði ráð fyrir fjárveitingu samtals að fjárhæð um kr. 770.000 án vsk. á árinu 2013:

Upphæðin skiptist í:

1. Vegna vinnu við uppfærslu á netþjónustum og öryggi kr.340.000.- án vsk.
2. Mánaðarlegur kostnaður vegna SonicWall lausnar
kr. 43.000 án vsk. pr. mán. eða kr. kr. 430.000.- án vsk. á árinu 2013.

Fjárhæðin komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af fjárhagsliðnum 28-95-4995-1 ,,óviss útgjöld“.

12.Áætlun vegna netkerfa 2013.

1301015

Tillaga að áætlun vegna netkerfa 2013.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun vegna netkerfa á árinu 2013. áætluninni er skipt upp í tvo verkhluta en kostnaður við verkhluta 1 er áætlaður kr. 3.670.000 og við verkhluta 2 áætlaður kr. 1.620.000.-

Fjárhæð, samtals um kr. 5.290.000, verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af fjárhagsliðnum 28-95-4660-1 ,,viðhald áhalda."

13.Minigolfbrautir

1302082

Bæjarráð samþykkir að kaupa fimm golfbrautir af Trésmiðjunni Akri. Golfbrautirnar sem voru framleiddar á árinu 2012 í samvinnu við Akraneskaupstað að fjárhæð kr. 550.000.- verði gjaldfærðar á rekstrarárið 2012. Framkvæmdastofu verði falið að finna góða staðsetningu á golfbrautunum, í samræmi við gildandi deiliskipulag.

14.Stjórn Akranesstofu - 58

1301031

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 5. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Skólamál 2013 - starfshópur

1211114

Fundargerð starfshóps um skólamál frá 6. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Almannavarnarnefnd Akraness 2013

1301528

Fundargerð almannavarnanefndar frá 29. janúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013.

1301584

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. janúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00